Gandreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 2
2
GANDREIÐIN
Gisli og Gunna.
Gisli hitti Gunnu um daginn.
Á gandreið fóru þau um bæinn.
„Ég er fyrir hí og hopp
ég held eg segi aldrei stoppl“
„Pyrir sunnan skúra er skjól
skolli ertu í fínum kjól“.
„Gandreiðin“ hún sá þau seinast
suður fyrir garðinn leynast.
Lómur.
Bangsi jarmar.
Þau undur og ósköp skeðu á stjómleysu fundi í
Keflavík fyrir skömmu, að Björn einn mikill ruddist
inn á fundinn og jarmaði svo greinilega að allir
heyrðu.
„Gandreiðin“ óskar Bangsa til hamingju með þessa
framför þó honum vöknaði um augu við áreynsluna,
en enginn verður óbarinn biskup.
í fótspor Árna.
í fótspor Árna feta á
ef fæst ei eyrir lengur.
Á Landsbankanum lifa má
með lipurð eins og gengur.