Ný tíðindi - 13.11.1935, Qupperneq 1
toíbnini a iaranótt
sunnudagsins.
Gránupakkhúsið brennur
til kaldra kola. —
Um fjögurleytið á aðfaranótt
sunnudagsins urðu menn þess varir
að eldur var uppi í pakkhúsi Ein-
ars kaupm. Ounnarssonar, sem
lengst af hefir verið kent við Gránu-
félagsverslunina. Kom slökkviíiðið
fljótt á vettvang, en logaði þá upp
úr húsinu og varð ekki frekar að
gert til að bjarga því, enda alelda
fáum mínútum síðar.
Snérist því starf brunaliðsins
fyrst og fremst að því, að verja
aðrar þær byggingar er næstar voru
eldinum og tókst það algerlega.
— Voru það fyrst og fremst
aðalbyggingar verslunarinnar —
íbúðarhúsið og sölubúðin, en pakk-
húsið stóð rétt norðan við þau,
svo ekki var meira en 3ja metra
mjótt sund á milli. — Voru þær
byggingar því í geysilegri hættu,
og hefði nokkur gola verið af
norðri mundi hafa reynst mjög
erfitt að bjarga þeim.
Pá tókst einnig að bjarga fjósi
og hænsnahúsi, sem stóðu rétt upp
við pakkhúsið og má þakka það
eingöngu frækilegri aðgöngu bruna
liðsins. —”
Allt sem brann var
vátrygt; —
Vörubyrgðir þær, sem f húsinu
voru, voru aðallega timbur, eign
Byggingarfél. Akureyrar og svo
vöruleyfar, eign Einars Ounnars-
Vinningur á 7i miða
í 9. fiokki happdrætt-
isins fellur í hlut
einhvers bæjarbúa,
eðanærsveitarmanns
Hæsti vinningur, sem komið hef-
ir til Norðurlands, kom í hlut ein-
hvers heimamanns hér, þegar dreg-
ið var í happdrættinu að þes'su
sinni. — Eru það 25 þúspnd kr.
EÍr þetta líka í fyrsta sinn sem
vinningpr á 7i mi.ða kemur hingað.
— í fyrra féllu hér 2 stórir vipm
ingar á 7s miða annar á 10 þúsunrl,
en hinn 7 þúsund. — Blaðið óskar
hinum óþekkta hepnismanni til
hamingju. —
r^EILUR, miklar standa nú yfir
•^syðra innan stjórnarflokkanna,
út af brottvikningu Jóns Ounnars-
sonar írá framkvæmdastjórastarf-
inu við ríkisverksmiðjuna á Siglu-
firði. Vekja þær geysilega athygli,
því margir búast við, að þær geti
orðið upphaf stórra tíðinda.
sonar, húseigandans — mestmegnis
veiðarfæri. — Bæði húsið og vör-
ur allar voru vátryggðar.
Upptök eldsins ókunn.
Ekki er enn orðið kunnugt um
upplök eldsins, en talið er iíklegast
að kviknað hafi í út frá rafurmagni,
— En málið er í rannsókn, og
stóðu réttarhöld yfir mikinn hluta
dagsins í gær.
• f r *w »-
L A N D obCKAS A í*
JG 137520
P É R
; \
sem þurfið að auglýsa,
muniö það að
Ný tíðindi
koma út á hverjum degi.
— Styðjið þaö að Akur-
fcyri geti eignast daglegt
fréttablað. Munið að það
eruö þið og áskrifendur,
sem ráðið framtíðblaðsins.
y -r
t
•
Ih'YRIR löngu síðan hefir mörgurtl
A bæjarbúum verið þáð ljóst, áð
tæplega er vansalaust, að jafn stór
bær og Akureyri ætti ekki dagblað.
— Blaö sem jafnóðum flytti bóð um
það helsta, sem væri að gerast utan-
lands og innan og þá ekki síst í
bænum sjálfum og umhverfi hans.
Blað, sem gæti orðið 1il þess að
»höfuðstaður Norðurlands« gæti betur
fylgst með fótataki tímans.
En flestir hafa aö þessu litið svo
á, að sá róöur mundi verða torsóttur,
að skapa slíku blaði örugga fótfestu
Þeir hafa ekki treyst fyllilega á sam-
hug bæjarbúa og áhuga fyrir því
málefni.
Útg. »Nyrra tíðindac ganga þess
heldur ekki duldir að margar torfær-
ur kunna að verða á leið blaðsins
að fyrsta áfanga, En þeir hafa þó
ákveðið að hætta á leikinn og reyna
að bæta að nokkru úr hinum til-
finnanlega skorti á daglegu frétta og
augiysinga blaði —
En þeir treysta líka á samhug allra
meðborgara sinna og treysta á að-
stoö þeirra til að lyfta blaðinu upp
á örðugasta hjallann.
Ákveðið er aö «Ný tíðindU leiði
hjá sér alla pótitíska togstreytu. Því
er aðeins aetlað að flytja stuttar og
gagnorðar smágreinar um bæjarmál
eða nærsveitarmál, sem ekki eru
orðin að þrætuepli stjórnmálaflokk-
anna. — En fyrst og fremst er því
ætlað að flytja fyllri og gleggri frétt-
ir en völ hefir verið á hér að þessu. —
Dagleg skeyti frá fréttamiðstöðvum
og ítarlegar bæjarfréttir. — Eítir því
sem því vex fiskur um hrygg, er