Dagsbrún - 01.02.1944, Síða 3

Dagsbrún - 01.02.1944, Síða 3
i 3 Allsherjaratkvæðagréiðslan um upp- sögn samninga er um garð gengin. Af 1522 Dagsbrúnarmönnum, er at- kvæði greiddu, voru 1308 með upp- sögninni, en 188 á móti. I engri atkvæðagreiðslu innan Dags- brúnar bafa jafnmörg atkvæði fallið á einn veg og í þessari. Hæstu einlitu atkvæðatöluna 1 félag- inu hlaut núverandi stjórn þess við kosningarnar 1942, eða 1074 atkvæði. Þá stóðu yfir síðustu stóru átökin inn- an félagsins og smalað á báða bóga. Gildi hinna 1308 já-atkvæða verður þá fyrst metið til hlítar, þegar þess er gætt, að minnst 500 félagsmenn voru forfallaðir frá þátttöku í at- kvæðagreiðslunni sökum fjarvistar og að í atkvæðagreiðslunni gætti nú ekki þeirra stríðandi fylkinga, sem áður settu svip sinn á sérhverja atkvæða- greiðslu. Það er ennfremur vitað, að margir verkamenn greiddu ekki at- kvæði aðeins vegna þess, að þeir töldu uppsögnina vissa, enda þótt sú afstaða sé viðkomandi Dagsbrúnarmönnum sízt til heiðurs. Ýmsir vinnustaðir greiddu hér um bil 100% atkvæði. Og það má segja um alla helztu vinnustaði í bænum, að þorri verkamanna greiddu atkvæði. Þegar atkvæðagreiðslan er athuguð í heild, er óhætt að fullyrða, að allur þorri vinnandi Dagsbrúnarmanna tóku þátt í henni, og að mikill meirihluti þeirra krossaði við já. Úrslit atkvæðagreiðslunnar láta eng- an efa um vilja verkamanna komast að. Þau eru kröftugt svar við svikun- um í vísitölumálinu. Þau eru sönnun þess, að enda þótt grunnkaup átta stunda vinnudagsins sé mun hærra en tíu stunda vinnudagsins fyrir stríð, nægja heildarlaunin nú ekki til þess að framfleyta sómasamlega meðal fjöl- skyldu verkamanns. Dagsbrún sagði samningum sínum ekki upp á liðnu sumri. Þar með fengu valdhafarnir misserisfrest til þess að sinna réttmætum kröfum verkamanna. Þessi frestur var þó aðallega notaður til þess að bera fram frumvörp um nýjar milljónaálögur. Málgögn stóratvinnurekenda vita heldur ekki vel, hvað þau eiga að segja. Og málum er nú einu sinni svo háttað, að það er ekki gott fyrir þau að segja I 8 mikið. Stóratvinnurekendur skortir ekki fé. 1000 millj. kr. eru í innlendum og er- lendum bankainnstæðum, auk þess sem falið er í óskráðum verðbréfum. Verka- menn gætu skilið erfiðleika þjóðarbú- skaparins, ef hinu gífurlega fjármagni væri varið til endurnýjunar atvinnu- veganna, til ráðstafana gegn atvinnu- leysi. En þegar eina ráðstöfunin, í þessa átt er sú, að veita einum 5 milljónum til bátakaupa og það jafnvel talið vitna um stórhug, þá hafa atvinnurekendur ekkert að segja sér til málsbóta. 1308 verkamenn hafa lagt kortin á borðið. Þeir og samtök þeirra hafa lagt svo sterk rök fram fyrir uppsögninni, Jafnhliða kaupgjaldsmálum líðandi stundar er spurningin um tryggingu gegn atvinnuleysi í framtíðinni án efa efst í huga allra verkamanna. Eng- inn þeirra hefur gleymt né mun gleyma atvinnuleysisárunum 1930— 1940, þegar börn og fullorðnir urðu að svelta heilu og hálfu hungri. Svo mikið vitum við um það land, er við byggjum, að það getur séð öll- um íbúum sínum fyrir vinnu og tryggt hverjum manni viðunandi lífsafkomu. En það er ekki nóg að vita, að þetta sé hægt. Fyrir verkamenn er í þessum sökum aðeins eitt, sem gildi hefur og það er framkvœmdir. Verkamenn eru orðnir þreyttir á há- fleygu tækifærisræðunum um gjaf- mildi og auðlegð ættjarðarinnar, þeg- ar þeir sjá, að engin alvara býr á bak við þau, þegar þeir sjá, að ekkert er framkvœmt til þess að tryggja þá og börn þeirra gegn skorti atvinnuleysis- ins. Þeir vita af reynslunni, að til lít- ils er að eiga rétt til vinnu, ef þessi réttur er ekki tryggður. Dagsbrúnarmönnum, sem háð hafa langa og harða baráttu gegn atvinnu- leysi, er það fullljóst, að verklýðs- hreyfingin er eina aflið, sem getur knúið fram tryggingu verkafólksins gegn atvinnuleysi. Þessvegna var á hin- um fjölmenna fundi félagsins 9. janú- ar síðastliðinn samþykkt einróma eft- að andstæðingarnir hafa orðið að viður- kenna þau. En atkvæðagreiðslan var aðeins upp- hafið. Eftir er að knýja hinar réttlátu kröfur verkmanna fram. Við vitum, að það getur kostað mikla fyrirhöfn. En Dagsbrúnarmenn munu ekki hvika frá hinum réttmæta málstað sínum. Dagsbrúnarmenn standa ekki einir Ef atvinnurekendur stofna til deilu, munu þeir fá reynslu af gagnkvæmum stuðningi verkalýðsins. En fjöregg félagsins er einingin í röð- um Dagsbrúnarmanna sjálfra. Atkvæða- greiðslan sýnir, að í félaginu ríkir áð- ur óþekkt eining um hagsmuni stéttar- innar. Þessi eining þarf að ná hámarki, þannig, að hvergi verði lát á í röðum félagsins. Stjórn þess og trúnaðarráð þurfa að geta treyst því, að hver Dags- brúnarmaður geri skyldu sína. Þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. irfarandi áskorun til stjórnar Alþýðu- sambands íslands. „Fundur í Vmf. Dagsbrún, haldinn 9. janúar 1944, álítur, að sérhver verk- fær maður og kona í landinu eigi skil- yrðislausan rétt til öruggrar atvinnu og lífsafkomu, og að þessi réttur bygg- ist á þeirri alviðurkenndu staðreynd, að auðsuppsprettur landsins séu næg- ar til þess að allir landsmenn geti bú- ið við atvinnulegt öryggi. Vegna reynslu verkamanna á árun- um 1930—1940 og vegna þess, að vald- hafarnir hafa látið undir höfuð leggj- ast að tryggja verkamönnum og öðrum launþegum þennan óvéfengjanlega rétt, skorar fundurinn á stjórn Alþýðusam- bands íslands að skipuleggja allsherj- arbaráttu launþeganna og samtaka þeirra fyrir því, að íslenzkri alþýðu verði tryggð örugg vinna í framtíðinni og að komið verði á fullkomnum at- vinnuleysistryggingum í því tilfelli, að atvinna skyldi bregðast um lengri eða skemmri tíma. . Fundurinn heitir Alþýðusamband- inu hverjum þeim stuðningi, er félagið má veita, til þess að hrinda þessum málum 1 framkvæmd, og álítur, að af- stað verkalýðssamtakanna til valdhaf- anna á hverjum tíma verði að miðast við það, hvernig þeir bregðast við þess- um sjálfsagða og óvéfengjanlega rétti launþeganna.“ Tryggíng gegn atvínnuieysí er óvé- fengjanlegur rétiur verkamanna

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.