Dagsbrún - 01.12.1951, Page 2

Dagsbrún - 01.12.1951, Page 2
2 DAGSBÚN ERLENDAR FRÉTTIR 6. september s.l. lauk 75 daga „inni- setuverkfalli“ verkamanna í vefnaðar- verksmiðjunni Matteotti í Salerno á ítalíu. Verkfallið hófst vegna þess að verkamenn fengu ekki laun sín greidd og til stóð að fækka verulega í verk- smiðjunni. Verkamennirnir neituðu að yfirgefa verksmiðjuna fyrr en rekstur hennar væri tryggður og laun þeirra að fullu greidd. Eftir 75 daga fengu þeir allar kröfur sínar fram. 11. september s.l. kom Ameríska skip- ið Carol Victory til Bordeaux 1 Frakk- landi, hlaðið vélahergögnum. Enginn hafnarverkamaður fékkst til að vinna við losun hergagnanna. Á Vínarsýningunni í haust .var sýn- ingarsvæðið skreytt fánum ýmsra þjóða, þar á meðal fána Frankó-Spánar. Verka menn borgarinnar vildu ekki þola hann fyrir augum sér, f jarlægðu hann og settu spánska lýðveldisfánann í hans stað. Á fjárlögum Hollands fyrir árið 1952 eru 28,6% ætluð til hernaðarþarfa. Skattar hækka að miklum mun og dýr- tíðin vex. Af útgjöldum til verklegra framkvæmda fara 70% til bygginga flugvalla og hermannaskála, en aðeins 3% til skólabygginga. 25. september s.l. lauk 40 daga verk- falli í vélaverksmiðju í Feltham í Eng- landi. í verkfallinu tóku þátt meðlimir 9 verkalýðsfélaga er þar unnu. Verk- fallið reis út af því að 11 verkamönnum var sagt upp vinnu. Verkfallsmenn kröfðust þess að hinir 11 væru teknir í vinnu á ný, og framvegis væri engum sagt upp án samráðs við trúnaðarmenn félaganna. Verkamennirnir fengu allar kröfur sínar fram. Á fjárlögum Ástralíu fyrir næsta ár hækka útgjöld „til landvarna“ um 33 millj. punda og verða þá yfir Vs af öll- um gjöldum ríkisins. Þessari upphæð á að ná með því að hækka tekjuskattinn um 10%, leggja 12%% söluskatt á allar nauðsynjar almennings og 66%% sölu- skatt á „luxusvörur11. Af þessu er aug- ljóst að verkalýðnum er ætlað að bera meginþungann af þessum álögum. 1949 tókst klofningsöflunum að sundra landssamtökum verkalýðsins í Guate- mala. Sá hluti er klauf sig úr sagði sig Myndin sýnir verka- menn við Sogsvirkjun- ina að borvinnu neðan- jarðar. Slík vinna er nýjung hér á landi. Sérstakir samningar hafa verið gerðir fyrir þessa vinnu og er m. a. slysatrygging 100% hœrri en við venjuleg störf. Frá Sogs- virkjuninni Sýningar í Þjóðleikhúsinu fyrir Dagsbrúnarmenn „DÓRI" sýndur 1. des. Frá því var sagt hér í blaðinu í fyrra vetur að vonir stæðu til að sérstakar sýningar færu fram í Þjóðleikhúsinu fyrir Dagsbrúnarmenn. Tvær slíkar sýn- ingar hafa nú verið haldnar, hin fyrri á íslandsklukkunni s.l. vor og sú síðari í haust á Lénharði fógeta. Fullt hús var á báðum sýningunum og á Íslandsklukk- una komust mikið færri en vildu. Mik- il ánægja hefur verið með þessa ný- breytni hjá þeim, sem sótt hafa sýn- ingarnar. Félagið hefur sjálft annazt sölu á aðgöngumiðunum, en verð þeirra er þriðjungi lægra en á venjulegar sýn- ingar. Þriðja sýningin af þessu tagi verður laugardaginn 1. des. og verður þá sýnd- ur gamanleikurinn „Dóri“ eftir Tómas Hallgrímsson. Að þessu sinni verður sýn- ingin fyrir meðlimi Dagsbrúnar og Iðju, félags verksmiðjufólks — og gesti þeirra — sameiginlega. Þeir félagsmenn, sem á annað borð hafa ráð á því að skemmta sér þennan dag, munu vart eiga þess kost á betri hátt en að sækja þessa sýningu í hópi góðra félaga. Slíkar sýningar eru hvort tveggja í senn til nokkurs menningar- auka og stundargamans. Aðgöngumiðarnir eru afgreiddir í skrifstofu félagsins. úr Alþjóðasambandinu og laut í einu og öllu erindrekum Bandaríkjanna, með þeim árangri að kjör verkalýðsins þar í landi fóru síversnandi. Verkamenn þar hafa nú rekið klofningsmennina af hönd- um sér, sameinað öll félögin aftur í eitt landssamband og gengið á ný í Alþjóða- sambandið. Síðan í fyrrasumar hefur verið unn- ið austur við Sog að stórfelldustu fram- kvæmdum sinnar tegundar hér' á landi. Verið er að framkvæma viðbótarvirkj- un, sem bæta á úr hinum stöðuga skorti á rafmagni. Það, sem gerir þessar fram- kvæmdir frábrugðnar öðrum, er við eig- um hér að venjast, er að mikill hluti vinnunnar fer fram neðanjarðar. Afl- vélum verður komið fyrir í stöðvarhúsi, sem að öllu leyti er neðanjarðar, en til þess verður að sprengja 40 metra nið- ur. Þá eru einnig sprengd um 800 metra löng jarðgöng. Við þessar framkvæmdir eru notaðar stórvirkar vinnuvélar, svo að tiltölulega fáa menn þarf að nota borið saman við stærð verksins. íslenzkum verkamönn- um hefur tekizt mjög vel meðferð hinna nýstárlegu tækja, sem þarna er unnið með. • Öll sprengingavinnan er unnin undir umsjón sænskra manna, sem hafa sérþekkingu á síkri vinnu. Vel hefur far- ið á með þessum sænsku verkamönn- um og íslendingunum. Öll neðanjarðarvinnan er unnin í vaktavinnu og hefur Dagsbrún gert sér- staka samninga um hana, sem sagt var frá í síðasta blaði. Um 60 verkamenn vinna nú við Sogið auk allmargra iðnaðarmanna, eða um hundrað manns. Kaupbreyfingar frá 1. júní Frá því að verkalýðsfélögin gerðu samninga síná í vor og ákveðið var að kaupið skyldi breytast eftir vísitölu á þriggja mánaða fresti hefur hækkunin orðið þessi: Tímak. Vikuk. Mánaðark. 1. júní 0.83 1. sept. 0.64 1. des. 0.47 38.07 164.70 29.61 128.10 21.15 91.50 Samt. kr. 1.94 88.83 384.30

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.