Þjóðvörn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Tölublað

Þjóðvörn - 04.10.1946, Blaðsíða 1

Þjóðvörn - 04.10.1946, Blaðsíða 1
I. árg. 2. tbl. ÞIÓÐVÖRi Föstudagur 4. okt. 1946 íslenzkir Alþingismenn! Alltaf er von, meðan líf er, en of seint að iðrast eftir dauðann. Enn hefur Alþingi ekki unnið óhappaverkið, enn eru brýrnar óbrenndar að baki; enn þarf aðeins að aðvara; enn verður reynt að aðvara; enn geta þing- mennirnir firrt sig hinni nístandi fyrirlitningu sannra Islendinga í nútíð og framtíð, sem öld kvislinga hefir gert að hlutskipti þeirra um heim allan. Takið eftir: 1) Islendingar hrundu í fyrra af sér herstöðvakröfum Vesturveldanna með svo ákveðinni fyrirlitningu og óbeit, að aðeins einn maður slysaðist við lítinn orðs- tír inn á þing, þeirra, er þjóðin vissi vera landsölu- menn. 2) Allir aðrir Alþingismenn, 51 að tölu, vita, að þeir voru kosnir á Alþing, vegna barnslegs trausts Is- lendinga á því, að þeir svikju þó a. m. k. aldrei á þann hátt að samþykkja herstöðvar, dulbúnar eða ódulbúnar. 3) Svikurum á Alþingi í þessu örlagaríkasta máli ætt- jarðarinnar verður aldrei trúað aftur. 4) Ef Alþingi samþykkir flugvallarsamninginn, sem lofað hefir verið með samtölum umboðslauss em- bættismanns við umboðsmann erlends heimsveldis, — því utanríkisráðherra brast umfooð til þess að lofa landsleigu eða nokkrnm kvöðum á íslenzkt land, en hafði lofað þjóðinni að neita slíkum beiðnum, — þá þverbrýtur Alþingi með því allar lýðræðisreglur, hvort sem samþykktin hefir mikinn atkvæðafjölda eða er gerð með litlum meirihluta. 5) Alþingi hefir þegar hrundið hinni gerræðisfullu kröfu, er utanríkisráðherra gerði á lokuðum þing- fundi, um að samþykkja lamnusamninginn innan tveggja daga, óbreyttan frá orði til orðs. 6) Slíka kröfu, er síðast er frá greint, má enginn ráð- herra í lýðfrjálsu landi leyfa sér að gera, því að hún er nazistisk í eðli sínu. 7) Bæði utanríkisráðherra og allir aðrir þingmenn hafa nú þegar fengið svo ákveðnar aðvaranir frá þjóðinni á þeim stutta fresti, sem náðst hefir, að þeir geta ekki yfir neinu kvartað, þótt fyrirlitning sú, sem allra kvislinga bíður, verði raunverulega hlutskipti þeirra. 8) Minnist þess, Alþingismenn, að ef þið brjótið ísland af ykkur, eruð þið ættjarðarlausir menn, — allur gullforði Bandaríkjanna getur ekki veitt ykkur ættland ykkar, ef þið glatið því. Gætið þess, að allt það, sem að framan er sagt, er hispurslaus alvara, sem ekki verður umflúin. Magnús Elnnbogason menntaskóIaJkennari: Hvað veldur % hinni furðulegu afstöðu tveggja þingflokkanna? Eftir að ég skrifaði greinina í 1. tölublað Þjóðvarnar, — þar sem ég benti á, að forsætisráð- herra hefði játað óbeint, hve ömurleg aðstaða hans hefur verið við samningsgerðina, — birti ríkisstjórnin orðsendingu frá brezku ríkisstjóminni — þess efnis, að það mundi mæl- ast illa fyrir í Bretlandi, ef samningsuppkastið yrði ekld samþykkt. Þessi orðsending, — þessi ódrengilega íhlutun við smáþjóð —, er enn fyllri sönnun þess, að forsætisráðherra og þingmenn þeir, sem standa að uppkastinu, eru ekki einráðir gerða sinna. Bandaríkjamenn hafa sýnilega beitt stórveldisað- stöðu sinni gegn einu minnsta ríki veraldarinnar. Og þegar Bretar urðu þess. áskynja, að þegnar þessa litla ríkis leyfðu sér að hreyfa andmælum, töldu þeir sér skylt að ljá Banda- ríkjamömium, mesta stórveldi heimsins, lið í viðureigninni við þetta minnsta smáríki allra smáríkja. Ekki þurfti lítils við! En nú spyr ég, og margir aðrir spyrja: Hvers vegna túlka þingmenn þeir, sem samningn- mn fylgja, og málgögn þeirra, þennan samning þannig, að harm sé Islendingxun hættulaus með öllu — og ekki aðeins það, heldur sé hann þeim á allan hátt hinn hagstæðasti og réttur sá, sem hann heimili Ba^idaríkja- ríkjamönnum, sé aðeins sjálf- sagt greiðabragð við „hina vold- ugu vinaþjóð". Hvers vegna hafa þessir aðiljar ekki játað hreinskilnislega, að þeir hafi neyðzt til að ljá samningnum fylgi sitt í stað þess að taka að sér það ógeðslega og ömurlega hlutverk að lofa og vegsama þessa samningsgerð ? Staf ar ekki þessi skollaleikur af því, að einhverjir ábyrgir íslenzkir aðiljar hafi hlaupið á sig, eftir að Bandaríkjamenn hófu her- stöðvakröfur sínar, og lofað meiru en þeir liöfðu vald og rétt til að efna og þor til að standa við frammi fyrir alþjóð? Ef þessi tilgáta er rétt, skilst betur, hvernig á hinni óheilla- vænlegu þögn og leynd um mál- ið hefur staðið, hvers vegna það Framhald á bls. 2.

x

Þjóðvörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/938

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (04.10.1946)
https://timarit.is/issue/358064

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (04.10.1946)

Aðgerðir: