blaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 12
12 I BÍLAR MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 blaöiö Þátttökuseðill Fyrirsögn: Fullt nafn; Kennitala PTFT-lf-^l Sendist á - Blaðifi, Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur ihúsið y^skolavefurinn.is o Afnot af Suzuki Swift í heiltár. o Medion Black Dragon fartölvurfrá BT. o l-pod frá Apple búðinni o 25.000.- kr úttekt í Office one oNuddtæki frá Heilsu- húsinu oGjafakarfa frá Osta og Smjörsölunni oÁrsÁskriftað Skólavefnum Klipptu út seðilinn hér að neðan og sendu okkur hann (Blaðið, Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur) eða sendu okkur tölvupóst (með nafni kennitölu og símanúmeri) á netfangið skoli.a)vbl.is Dregið úr innsendum svörum á mánudögum Ath. Þú mátt taka þátt eins oft og þú vilt, því fleiri innsendir seðlar, þeim mun meiri vinningslíkur Ollicelsuperstore { ' /^i; —' Ford Focus, Brimborg Pottþéttur fjjölskytdubítt Henry Ford, bilakóngur, var mað- urinn sem breytti bílnum í almenn- ingseign, en fram að því höfðu bilar annars vegar verið dýr vinnutæki og hins vegar leikföng hinna efnameiri. Áratugum síðar hafa Ford verksmiðj- urnar víða um veröld framleitt alls kyns bíla, en þó má segja að Ford hafi haldið sig við leistann sinn og haft það að leiðarljósi að búa til bila fyrir almenning, vandaða vöru á við- ráðanlegu verði. Ford Focus er verð- ugur arftaki „gamla Fords“ í þeim skilningi að hann er bíll við alþýðu- skap, en hann á lítið annað sameigin- legt með honum, því Focus er síður en svo fábrotinn í neinum skilningi. Akstureiginleikar Ford Focus má fá í ótal gerðum eftir vélastærð, búnaði, dyrafjölda og lagi og séu menn að leita að fjöl- skyldubíl eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Focus-fjöl- skyldunni. Blaðamaður Blaðsins fékk fimm dyra hlaðbak til reynslu. Það er skemmst frá að segja að þetta er einn liprasti fjölskyldubíll í þess- um flokki sem undirritaður hefur reynt. Þetta er enginn sportbíll, en hann hefur þann kraft sem þarf og er afar þægilegur í akstri. Ójöfnur í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins voru ekki að setja hann út af laginu og á meðan maður fann fyrir góðri svörun á lulli í þröngum götum Þingholtanna var hann ekki síður þægilegur þegar brunað var suður Kringlumýrarbrautina. Vél og drif Sem fyrr segir er hægt að fá fjöld- ann allan af útfærslum af Focus, en ég reyndi meðaltalsbílinn, beinskipt- an 1,6 lítra bensínbíl. Ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum með vél- ina, hún hafði þann kraft sem þurfti enda þótt bíllinn væri drekkhlaðinn af farangri og börnum og ágætlega hljóðlát, jafnvel á miklum snúningi. Þar spilar líkast til inn í góð smíði á bílnum, því hann tekur líka sára- lítið veg- og vindhljóð inn í sig. Þó þetta sé enginn spyrnubíll var samt ekkert út á viðbragðið að setja. Hins vegar var ég ekki alveg jafnviss um skiptinguna. Ekki svo að skilja að neitt sé að gírkassanum, en mér fannst eilítið djúpt á kúplingunni sem aðallega háði mér þegar tekið var af stað 11. gír. Þetta er sjálfsagt aðallega spurning um vana, en ég hugsa að ég myndi samt taka sjálf- skiptan bíl ef ég fengi mér Focus. Útlit Focus er vel hannaður bíll, en hann er trúr upprunanum að því leyti að hann er engan veginn áberandi. Ytri hönnun er þannig látlaus og skilvirk frekar en í takt við einhvern hönn- unarskóla. Það sést að bíllinn er upp- runninn í Evrópu, en nákvæmari er sú staðsetning ekki. Aðalmálið er samt hitt, sem ástæða er til þess að ítreka, að bíllinn er sérstaklega vel smíðaður, sem bendir til þess að hann muni endast vel og eins hins, að frumhönnunin hafi verið góð. Rými Inni í bílnum er frábært rými, nóg pláss, hvernig sem á er litið. Það er nógu hátt til lofts til þess að sérvitr- ingar geta verið með hatt við stýrið og fótarýmið er gott að framan sem aftan. Dyrnar eru vel rúmar þannig að það er auðvelt að stíga inn í hann eða teygja sig til þess að spenna ung- ana niður aftur í. I rýminu er að finna öll helstu þægindi, sem ætlast er til í nýjum bílum og raunar afar vel úti látið miðað við verð. Góður frágang- ur er á öllu og efnisvalið ágætt. Mæla- borðið og umgjörð ökumanns er í senn skýr og þægileg, þar sem allt er innan seilingar. í fýrstu fannst mér raunar stefnuljósstöngin sitja fullhátt en það er til þess að hún flækist ekki fyrir útvarpsstjórnbúnaðinum, sem er á frekar fyrirferðarmikilli sérstöng út frá stýrinu. En maður vandist því á klukkutíma. Útsýni er sérstaklega gott. Farangur Farangursrýmið á að duga flestum til daglegra þarfa og alveg ágætt miðað við aðra bíla í þessum stærðarflokki. Greinarhöfundur gat komið alls kyns skrýtnum farangri fyrir án nokkurra tilfæringa. Öryggi Focus stenst allar almennar öryggis- kröfur og er öruggasti bíllinn í sínum flokki samkvæmt Euro NCAP með fimm stjörnur. 1 honum eru fjórir líkn- arbelgir, þriggja punkta belti í öllum sætum og stálbitar ( öllum farþega- hurðum. ABS hemlakerfi með EBD hemlajöfnun, ESP stöðugleikastýring, TRACS spólvörn og EBA hjálparheml- un eru staðalbúnaður í öllum gerðum. Reksturog viðhald Eyðslan í Focus er fín, rúmir 8,5 lítrar á hundraðið í bænum, en alveg stórfín úti á landi eða um 5,5 lítrar. Þó Ford Focus hafi breyst nokkuð í tímans rás er ekki ástæða til þess að ætla annað en að endingin sé a.m.k. jafngóð og í fyrri gerðum. Sumsé alveg ágæt. andres. magnusson@vbl. is Brimborg Verð: 1.790.000 Hlaðbakur Eldsneyti: Bensín Lengd:4,34m Breidd: 1,99 Hæð: 1,50 Þyngd: 1.100 kg Dyris Véiarstærð: i596cc Hestöfkioo Kostir: Ekki dýr, ábyggilegur og notadrjúgur. Gallar: Kúplingin er ekki allra. Niðurstaða: Ford Focus er mjög skynsamlegur fjölskyldubíll til allra daglegra nota og það er erfitt að finna á honum galla. Hann er þægi- legur f akstri, sérstaklega öruggur, ágætlega útbúinn og verðið gott miðað við gæði. Smiójuvegi 30 Simi 587 1400 > Allt á einum stað fyrir bílinn þinn... bilaattan.is V«r*lun Smvrvw < Verslun • Smurstöð • Bílaverkstæði • Dekkjaverkstæði

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.