blaðið - 23.09.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 23.09.2005, Blaðsíða 16
16 I NEYTENDUR FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 blaAÍA Laganemar bjóða uppá ókeypis lagaaðstoð Framtíðar lögmerm Gunnar Jóhannsson, laganemi og framkvæmdastjóri Lögfræðiaðstoðar Orators. Isíðustu viku hóf Orator, félag laganema, að bjóða uppá ókeyp- is lagaaðstoð líkt og það hefur gert undanfarna áratugi. Upphaf- lega var þessi þjónusta sett á lagg- irnar árið 1930 og var ætlað að veita svör við fyrirspurnum um lögfræði- leg málefni fyrir þá sem ekki höfðu efni á að leita til lögmanns. Hún lagðist svo af um tíma en komst svo aftur á skrið árið 1960. Gunnar Ingi Jóhannsson, laganemi og ann- ar af tveimur framkvæmdastjórum Lögfræðiaðstoðar Orators, segir að fólk nýti sér þessa þjónustu og að fyrirspurnum hafi fjölgað undanfar- in tvö ár. „1 fyrra voru um 190 ein- staklingar sem leituðu til okkar með mál en árið þar á undan voru þeir um 130. Þetta er því aðeins að aukast m.a. vegna þess að við höfum aug- lýst meira,“ segir Gunnar. Margvísleg mál Lögfræðiaðstoðin er aðeins í boði á veturna eða á meðan skólahald stendur yfir en leggst af yfir sum- armánuðina og próftímabil. Tveir framkvæmdastjórar halda utanum reksturinn en auk Gunnars er það Teitur Björn Einarsson, laganemi. Gunnar segir þau mál sem reki á fjör- ur Lögfræðiaðstoðarinnar margvís- leg. „Það má segja að við fáum alla flóruna en langmest eru þetta mál sem varða einstaklinga persónulega eins og t.d. sifja- og erfðaréttarmál og samninga- og kröfuréttamál.“ Aðstoðin er veitt í gegnum síma á kvöldin en tiltölulega auðvelt er fyr- ir almenning að nálgast þessa þjón- ustu. Gunnar segir ferlið sjálft afar einfalt „Við erum með þessa einu símalínu. Svo hringir einhver inn og við tökum niður helstu punktana og svo setjum við viðkomanda á bið í stutta stund á meðan við veltum fyrir okkur atriðum málsins. Oft er þetta bara spurning um eina laga- reglu eða þá einhverja ákveðna lausn sem við reynum að finna. Fólk er oft að velta fyrir sér hvaða skref það á að taka næst í einhverju ákveðnu máli. Það er kannski strand og veit ekkert hvert það á að snúa sér. Við getum þá leiðbeint fólki í þvi hvaða skref það getur tekið næst þ.e. hvort það á að fá sér lögmann eða reyna að leysa málið sjálft.“ Gefandi reynsla Á vaktinni hjá Lögfræðiaðstoðinni eru auk Gunnars eða Teits tveir fjórða eða fimmta árs laganemar ásamt lögmanni. „Við höfum verið í samstarfi við lögmannastofu Atla Gíslasonar og hann hefur lánað okk- ur lögmann á vaktina." Gunnar seg- ir þá sjaldan fá einhver sérstök við- brögð frá þeim sem þeir aðstoða og aldrei fylgi þeir málum eftir enda er óskað eftir því að þeir sem hringja inn segi ekki til nafns. „Við vitum náttúrulega ekki við hvern við erum að tala. Þetta snýst um það að gera fólki grein fyrir þeirri réttarstöðu sem það er í og reyna að koma fólki af stað með þau vandamál sem það á við að etja eða þá að við getum bara leyst úr málinu þá og þegar. Það hefur oft gerst. Fólk er kannski bara velta fyrir sér hlutum eins og hvernig á að gera kaupmála. í stað þess að opna lagasafnið þá hringir það í okkur. Stundum hringja i okk- ur menn sem hafa lent í einhverju vandamáli og eru kannski á leið í skýrslutöku og vilja vita hver réttar- staða sín er.“ Gunnar segir að fyrir laganema sé Lögfræðiaðstoðin ómet- anleg reynsla og að þeir sem hafa einu sinni staðið vaktina komi yf- irleitt aftur. „Þetta er mjög gefandi og mikil reynsla fyrir einstaklinga að takast á við. Það er oftast stuttur tími til að hugsa sig um eins og í líf- inu og i lögmennskunni." hoskuldur@vbl. is Verslað afskynsemi Nokkur góð ráð til ad spara pening Þeir sem vilja halda betur um budduna er ráðlegast að versla inn á mjög meðvitaðan og skipu- lagðan hátt. Hér að neðan eru nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga áður en lagt er af stað. Gakktu öfugan hring Prófaðu að ganga öfugan hring í versluninni. Flestir ganga ómeð- vitað í gegnum verslunina eins og kaupmennirnir hafa skipulagt hana og eru þ.a.l. í meiri hættu á að falla í þær gildrur sem lagðar eru fyrir neytendur. Ef þú gengur öfugan hring eru meiri líkur á því að þú getir forðast allar fyrirfram tilbúnar neyslugildrur. Gerðu lista Áður en þú leggur af stað skaltu gefa þér tima til að skrifa niður lista yf- ir alla þá hluti sem þú ætlar þér að kaupa. Listinn kemur í veg fyrir skyndikaup sem oftast er ástæðan fyrir óþarfa íjárútlátum. Innkaupakerra eða karfa Ef þú ætlar þér að versla mikið not- aðu þá innkaupakerru. Ef þú, aftur á móti, ætlar aðeins að ná í örfáa hluti er best að taka einungis innkaupa- körfu. Þannig verslar þú ekki meira en þú ætlaðir þér. Geymdu kerruna I stað þess að rúlla innkaupakerr- unni inn alla ganga skaltu prófa að geyma hana við endann og ná einfaldlega í vöruna. Með því að sel- flytja vörur á þennan hátt kemur þú í veg fyrir skyndikaup. Tilboð Margir kaupmenn auglýsa tilboð eins og tveir fyrir einn eða setja fullt af hlutum í stóran bala undir tilboðs- skilti. Ekki kaupa vörur bara af því að þær eru á tilboði. Fylgdu listan- um sem þú gerðir í upphafi og ekki láta glepjast. Það sem kaupmaðurinn veit en þú ekki Neytandinn er dáleiddur i búðinni Þaö getur verið vandasamt aö versla inn m Ihvert sinn er við göngum inn í stórmarkað erum við komin inn á svæði sem er sérhannað til að auka neyslu okkar. f gegnum skynfæri okkar verðum við fyrir hinni ótrúlegustu áreitni sem hefur aðeins það markmið að auka þörf okkar til að kaupa hluti sem við kannski þörfnumst ekk- ert sérstaklega. Kaupmenn eru í vaxandi mæli að skipuleggja versianir sínar eftir nýjustu rannsóknum um mannlegt eðli og hegðun. Neytendur þurfa því að gera sér betur grein fyrir þeim brögðum sem notuð eru og vera vakandi á meðan þeir versla inn nauðsynjar og aðra hluti. Hér að neðan eru nokk- ur algeng brögð sem margir eflaust kannast við af eigin reynslu. Tónlist Áhrif tónlistar eru vel þekkt fyrir- bæri. Við notum t.d. tónlist til að slappa af eða koma okkur í ákveðið skap. Róleg tónlist í verslunum róar viðskiptavini niður og lætur þá eyða meiri tíma en ella í búðinni. Ákveð- in tónlist getur líka haft áhrif á hvaða vörur við veljum. Þannig hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á að ef leikin er t.d. þýsk tónlist þá eykst sala á vörum tengdum þýskalandi o.s.frv. Vörur í sjónhæð Vörur sem staðsettar eru í hillum í sjónhæð meðalmanns seljast tvisvar sinnum betur en þær sem eru ofar eða neðar. Venjulega eru þær vörur sem verslanir græða mest á settar á bestu staðina. Einnig vörur sem verslun vill losa sig við. Eldri brauð eru t.d. sett í sjónhæð og þau nýrri neðar og aftarlega. Gönguleiðir Venjulega eru vinsælustu vörurnar eins og t.d. kjöt og mjólk settar alveg innst inní verslunina. Þetta neyðir viðskiptavini til að ganga í gegnum alla verslunina til að ná í vöruna. Þannig aukast einnig Hkurnar á þvi að hann láti freistast af einhverju öðru á leiðinni. Nammikassar Sætindi eru yfirleitt staðsett við afgreiðslukassa. Þar sem verslanir gæta þess yfirleitt að smá lína mynd- ist við afgreiðslukassa þá eru meiri líkur til þess að viðskiptavinir láti freistast af einu súkkulaðistykki eða svo. Séu börn með í ferð aukast möguleikarnir á þvi að þau fari að heimta sælgæti. Augnhreyfingar Fólk er vant því að lesa frá vinstri til hægri. Þegar neytandi skoðar búð- arhillu renna því augu hans einnig yfir hilluna frá vinstri til hægri. Af þessum sökum eru þær vörur sem búðirnar græða mest á yfirleitt hægra megin i hillunum. Frosinn matur Frosinn matur er yfirleitt í miðri verslun. Rannsóknir hafa sýnt að fólk kaupir oftast frosinn mat síðast. Þetta þýðir að þegar fólk hefur geng- ið í gegnum alla verslunina þarf það að snúa við til að kaupa frosinn mat. Kostatilboð Tilboð eins og tveir fyrir einn auka yfirleitt sölu á tilteknum hlut um 150%. Fólk kaupir yfirleitt hluti á tilboðum þó það þarfnist þeirra kannski alls ekki.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.