blaðið - 06.01.2006, Blaðsíða 15
blaðið FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2006
SKOÐUN I 15
Lifeyrissjóðir með stóran stabba
Þann fjórtánda desember var úttekt
lífeyrissjóðaí Fréttablaðinu. Kvöldið
eftir var undirbúningsfundur um
stofnun félags aðstandenda aldraðra
í Álfafelli, Hafnarfirði.
Aðal áhyggjuefnið í úttektinni
er orðað þannig: „Ekki blasir því
við í fljótu bragði, hvaða fjárfesting-
armöguleika lífeyrissjóðirnir eiga
innanlands með þann stóra stabba,
sem þeir muni hafa til umráða
næstu áratugina“.
Þeir eiga nú þegar 12% af öllum
hlutabréfum skráðum í Kauphöll
íslands, 47% af útgefnum markaðs-
99...........................
Mér er spurn, ánúað
einkavæða á undirverði
eina ferðina enn og
það með stuðningi
lífeyrissjóðanna? Er
ekki búið að gefa nóg
afþví sem eldri kynslóð-
irnar byggðu upp?
hlutabréfum og 41% af bréfum íbúða-
lánasjóðs. Svigrúm til fjárfestinga
er sagt helst í hlutabréfakaupum
erlendis. Þó gæti verið vænlegur
kostur að fjárfesta í Landsvirkjun því
samkvæmt bókhaldsreglum fyrir-
tækisins virðast virkjanir hennar
vanmetnar. Kostnaður við 690 MW
virkjun við Kárahnjúka er áætlaður
90 milljarðar en samanlagt afl ann-
arra virkjana Landsvirkjunar er
1.215 MW og eigið fé 50 milljarðar.
Mér er spurn, á nú að einkavæða
á undirverði eina ferðina enn og
það með stuðningi lífeyrissjóðanna?
Er ekki búið að gefa nóg af því sem
eldri kynslóðirnar byggðu upp?
Fundurinn í Hafnarfirði var
góður. Þar kom fram:
- Að lífeyrissjóðir gætu ekki staðið
í að byggja íbúðir til útleigu fyrir
eldri borgara. Að vísu væri ekkert
mál fyrir þá að byggja hús, en þeir
gætu ekki rekið það.
- Á Sólvangi væri allt til alls nema
hvað það vantaði fleiri fermetra
fyrir þá sem þar búa. Með auknu
rými væri hægt að taka við fleirum.
- Á göngum slysadeildar væri stöð-
ugt röð af rúmum með sjúklingum.
Sú staða kæmi oft upp að ekki fynd-
ist vistun fyrir eldri sjúklinga sem
ekki væri forsvaranlegt að senda
heim. Lausn á vistun þeirra myndi
leysa húsnæðisvandamál spítalanna
og þá væri ekki þörf á að byggja
nýtt hátæknisjúkrahús. Það væri nú
þegar í Fossvogi og við Hringbraut.
- Þá kom fram að raðhús og íbúðir,
sem Hrafnista byggði og seldi, hefðu
hækkað mjög mikið í verði vegna
nálægðar við hjúkrunarheimili.
Fermeterinn í blokkaríbúðum við
Dyngjuveg hefði farið yfir 300.000
krónur og við það gæti Hrafnista
ekki keppt. Hins vegar væri ekkert
mál að leigja út íbúðirnar sem Hrafn-
ista ætti.
Út frá ofanrituðu er augljós
lausnin á ávöxtunarvanda lífeyris-
sjóðanna og húsnæðiseklu eldri
borgara. Lífeyrissjóðirnir eiga að
byggja háhýsi í nágrenni hjúkrunar-
heimila og heilsugæslustöðva.
Leigja efstu hæðirnar sjóðsfélögum,
sem geta séð um sig sjálfir og neðri
hæðirnar þeim sem ekki eru eins
sjálfbjarga. Það mætti jafnvel hugsa
sér að ríkið eða sjálfseignastofnanir
leigðu neðstu hæðirnar fyrir hjúkr-
unaheimili og heilsugæslustöðvar.
Það á ekki að vera neitt mál fyrir
stórfyrirtæki, sem lífeyrissjóðirnir
eru orðnir, að framkvæma þetta og
leigja húsnæðið. Húsnæðið er svo
verðtryggður höfuðstóll og leigutekj-
urnar öruggari en ávöxtun af hluta-
bréfum. Fyrirtækin hafa ekki alltaf
getað borgað arð af hlutfénu og sum
hafa farið á hausinn.
Lífeyrissjóðir eiga 12% af öllum
hlutabréfum skráðum í Kauphöll ís-
lands. Höfuðstóll hlutabréfanna er
ákveðin upphæð og má reikna hvað
hún samsvarar mörgum þriggja her-
bergja íbúðum. Síðan liggur beint
við að bera saman arðgreiðslur af
bréfunum og leigutekjur af íbúð-
unum. Mér finnst að lifeyrissjóð-
irnir ættu að reikna þetta áður en
þeir gambla með allt í hlutabréf. Það
er einfalt reiknidæmi.
Sigurður Oddsson, verkfrceðingur.
Nýjar vörur ný vefsíða
www.toscana.is
húsgagnaverslun
TOSCANA
SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090
HÚSQÖGNIN FÁST EINNK31HÚSOAGNAVAL, HöfN S: 47> 2535
Opið alla virka daga 10 - 18, laugardaga 11-16