blaðið - 03.10.2006, Page 6

blaðið - 03.10.2006, Page 6
26 I TÍSKA ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 blaöiö Skyrtur með rennilás peysur - bolir T Tilboðsslár CARQ Asnum ■ Hraunbæ 119 - Slmi 567 7776 Opiö virka daga kl. 11:00-18:00 Opiö á laugardögum Snyrtispegillinn sem stcekkar fimmfalt ■ - nr pr heíisu- 06) syiyrtistúdló Hjá okkur færð þú: Súkkulaðivaxið vinsæla, fjarlaegir hár niður í 1 cm - miklu minni sársauki! andi andlitsmeðferðir Hand- og fótsnyrtingu Brúnkumeðferð nningarmeðferðir eitrunarmeðferðir Gelneglur o.m.fl. futímar í Eurowave og sogæðanudd Smiðjuvegi 1 - Kópavogi - S. 564 4858 - www.fyrirogeftir.is Dúnúlpur Rúskinnsúlpur Leðurjakkar Vattkápur Hattar - Húfur Leðurhanskar Ullarsjöl Góð gjöf Utsöluhorn " TT1/L?I f*/ 50 % afsl. Mörkinni 6, Sími 588-5518 ^ ; Opið virka daga frá kl. 10-18 Goöar vörur <>g laugardaga frá kl 10-16 Miklar breytingar í Debenhams Verslunin Debenhams í Smára- lind hefur tekið miklum stakka- skiptum síðastliðna daga, en afráðið var að gera umtalsverðar breytingar á búðinni og stækka rými dömudeildarinnar. Að sögn Lilju Ingvarsdóttur, sölu- stjóra dömudeildar Debenhams, er verslunin orðin sem ný og breyting- arnar hafa fallið viðskiptavinum og starfsfólki vel í geð. „Við erum ofsalega ánægð með breytinguna. Það er rýmra um okkur, bjartara yfir öllu og hver deild nýtur sín betur. Kúnnarnir okkar eru almennt mjög ánægðir og við fáum afar góð viðbrögð." Ný og spennandi merki Aðspurð um aðaláherslur í breyt- ingunum segir Lilja allt hafa verið tekið í gegn og ekkert skilið eftir. „Það var ákveðið að fara út í stórar breytingar. Við erum búin að færa undirfatadeildina á neðri hæðina og stækka hana til muna. Skó- deildin er einnig komin niður og heimilisdeildin hefur minnkað þó- nokkuð. Fyrir vikið er dömudeildin á efri hæðinni búin að stækka gíf- urlega og við höfum tekið inn ný og spennandi merki,“ segir Lilja og nefnir sérstaklega Jane Norman, Warehouse og Red Herring, sem öll stíla mikið inn á ungu konuna. „Við höfum tekið inn nokkur merki sem henta sérstaklega ungum konum. En auðvitað er það svolítið afstætt og alls ekki bara þær ungu sem vilja klæðast fötunum. Svo erum við líka komin með óléttufatnað, en slíkt hafði ekki verið hjá okkur áður.“ Konukvöld á fimmtudögum Debenhams hefur staðið fyrir skemmtilegum kvöldum á fimmtu- dögum, en þá er verslunin opin til 21:00. Lilja segir kvöldin hafa þróast út í svokölluð konukvöld, þar sem konur koma saman og eiga góða stund. „Við höfum verið að bjóða upp á persónulega stílráðgjöf fyrir hópa á fimmtudagskvöldum og hingað hafa oft komið saumaklúbbar, vinnustaðahópar og fleiri. Þetta hefur svo einhvern veginn þróast út í að verða hálfgert konukvöld þar sem vinkonur, systur og mæðgur koma saman. Við byrjum líka flest okkar tilboð á fimmtudagskvöldum, þannig að það á vel við að skella þessu saman og hér hefur verið mjög góð stemning þessi kvöld,“ segir Lilja. Hún bætir við að aðal- áherslan sé lögð á góða þjónustu við konur, ungar sem aldnar, bæði i versluninni sjálfri og í stilistaráð- gjöfinni. „Við leggjum áherslu á að hér geti konan fengið allt, hvort sem það eru föt, skór, aukahlutir, snyrti- vörur, ráðgjöf eða annað.“ Flottar förðunarvörur á hagstæðu verði Það eralltafjafn skemmtilegt þegar ný snyrtivörumerki líta dagsins Ijós hér á klakanum. Snyrti- vörurnar NYX komu hingað til lands ekki alls fyrir löngu, en þær hafa rutt sér verulega til rúms á erlendri grundu og þótt sérlega góðar, auk þess sem úrval litanna er endalaust og verðlag hag- stætt. NYX-vörurnar eru fáanlegar íAirbrush & makeup galleryað Dalshrauni í Hafnarfirði, en þar er einmitt rekin snyrtistofa sem þýður upp á förðun, brúnkumeðferð og fleira tilheyrandi. Blaðið kíkti íAirbrush & makeup gallery og tók þar út nokkrar vei valdar snyrtivörur, sem eiga án efa heima í snyrtibuddu stúlkna á öllum aldri. Twin Cake-púður Twin cake-púðrið þekur vel og er fallegt bæði eitt og sér, eða yfir fljótandi farða. Púðrið hentar öllum húðgerðum og helst vel á andlitinu yfir daginn, auk þess að hafa nátt- úruleikann í fyrirrúmi þar sem auð- velt er að komast hjá leiðinlegum skilum í andliti eða óvelkomnum blettum. Púðrið fæst í mörgum litum, en allar tegundirnar innihalda sólarvörn og vernda húðina al- mennt fyrir utanaðkomandi áreiti. Mosaic kinnalitur frá NYX Þessi kinnalitur er eitt af því nýjasta í NYX-snyrtivöru- línunni, sem fáanleg er í Airbrush & makeup gallery í Stærri og viðameiri varir Það vilja allir gera tilraunir til þess að gera varirnar stærri og kynþokkafyllri. Suþer Volume Lip plum- per frá NYX er einmitt til þess fallið, en efnið er borið á varirnar og þannig má fá allt að 40 prósent stækkun. Sitt sýnist að sjálfsögðu hverjum, enda trúa ekki allir á slíkar vörur, en það er um að gera að þrófa og sjá. Manni líður allavega eins og varirnar séu meira djúsí... Hafnarfirðinum. Kinnalitmn er hægt að fá í ótal litum, en hver þeirra er blandaður af nokkrum lita- tónum og því verður áferðin náttúrleg og mjúk á kinn- unum. Frábærir kinnalitir sem móta kinnarnar vel og gera mikið fyrir andlitið. 3 color EyeshadowTSI 5 Tilvalið augnskuggabox fyrir hverskyns skyggingar. í hverju boxi eru þrír litir sem allir tóna vel saman og geta myndað flotta skygg- ingu á augun, auk þess sem það er auðvitað sniðugt að velja sér einn uppáhalds til notkunar hversdags. Hægt er að velja um ótal litasamsetningar í boxunum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.