blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 10
28 I HÚSBYGGJANDINN MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 blaöiö TEPPAHREINSUN MEÐ ATVINNUMANNA-HREINSIVELINNI "TRUCKMOUNT" er hin elna sarma djúphrelnsun enda hefðbundnar hreinsivélar. Þrátt a sogkrafturinn Sfaldur og skolmagniö 10falt, miðað fyrlr þetta er þurrktiminn ekki nema 1 til 3 tlmar. Vélln er stadsell ut I bfl og sogbarkar lagðlr frá honnl Irm I húsnæðlð og öllu or dælt út I ræslð. Hrelnsun moð Truckmount or ódyrarl on þu heldur, leltlð tllboða in skllyrða SKUFUR Kleppsveg) 150 104 R s.568 8813 Gsm 663 0553 Emall skufur@slandla.is www.teppahreinsun.com .-TorpicNy JARNAGALLERI MARGIR OPNUNARMOGULEIKAR ORUGG VIND- OG VATNSÞETTING PGV ehf. serhæfir sig i smíði glugga, hurða. sólstofa og svalalokanna úr PVC-u Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir 10 ara abyrgð Gluggarnir eru viðhaldsfríir og a sambærilegum verðum oggluggar sem stóðugt þarfnast viðhalds PGV ehf. i Bæjarhrauni 61 220 Hafnafjöröur i Sími: 564 6080 i Fax: 564 60811 www.pgv.is w Auglýslngasfmlnn er 510 3744 eir sem eru að byggja eru margir hverjir að huga að rýminu jafnt innan dyra sem utan. Ágætis garðar eru í kringum mörg hús sem hægt er að gera mikið með. Fólk getur ýmist leitað ráða hjá landslagsarkitektum eða öðrum sér- fræðingum og þeir handlögnu geta ráðist sjálfir í verkin ef þeir treysta sér til. Straumar og stefnur í arkitektúr og landslagsarkitektúr haldast gjarnan í hendur og þegar garður- inn er skipulagður þarf að taka tillit til þess í hvaða stíl húsið er byggt. Þó getur verið gaman að blanda saman skemmtilegum formum og verður útkoman oftar en ekki glæsileg. Fyrst þarf að ákveða hvaða hlut- verki garðurinn á að gegna. Á að hafa pall eða stóran grasflöt og huga þarf að leiksvæði fyrir börnin eða svæði fyrir blóm og annan gróður. Margir helluleggja í kringum húsið sitt og er úrvalið fjölbreytt og því getur verið úr vöndu að ráða. Sama má segja um girðingar og skjólveggi. Girðingin þarf að fara vel með hús- inu. Ekki fer vel að setja í kringum einfaldar og stílhreinar byggingar flúraðar trégirðingar. Þá getur komið vel út að setja steypta veggi eða grindverk úr áli eða stáli. Þó má oft blanda saman og hafa þá til dæmis skjólvegg úr viði nær húsinu. Skjólveggir skulu ekki vera of háir þannig að þeir skyggi á sólina eða húsið sjálft. Þá er líka hægt að hellu- leggja göngustíg að húsinu og velja þá hellur sem hafa svipaða áferð og húsið. Sumir eru farnir að nota meira af möl í garðana en þá er betra að velja fingerðari tegund en grófari þar sem hún krefst meira viðhalds. Falleg grasflöt getur líka gert mikið fyrir garðinn en hún þarfnast viðhalds sérstaklega yfir sumartímann. Þeir sem eru að skipuleggja garðana sína ættu að líta á útivist- arsvæði sem hluta af híbýlunum þannig að byggingin og garðurinn í kring skapi ákveðna heildarmynd. Þá er um að gera að fá ráðgjöf varð- andi þær leiðir sem best er að fara svo að útkoman verði eins og best verður á kosið. i 'M, m. m «».1 «.2* T?* -'twæsítaiw: THMRÍRV l 1 ac Mat á fasteignum egar verið er að selja íbúðir er yfirleitt gefið upp bæði fasteignamat og bruna- bótamat en yfirleitt er töluverður munur þar á og hefur það aukist undanfarin ár með hækkandi verði fasteigna. Fast- eignamat eignar tekur bæði til húss og lóðar og er fasteignamati skipt í húsmat og lóðarmat. Fasteigna- mat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haftí kaupum og sölum í nóvembermánuði næst á undan matsgerð, miðað við heimila og mögulega nýtingu fasteignarinnar á hverjum tíma. Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fast- eignamatið er stofn fasteignagjalda, eignarskatts og erfðafjárskatts. Fasteignamat hefur verið notað sem viðmið í ýmsum öðrum tilgangi. Til dæmis er fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings 0,4 %. Brunabótamat tekur til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem eyðilagst geta í eldi og miðast við byggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar. Það er vátryggingarfjár- hæð og grundvöllur lögbundinnar brunatryggingar. Nánari upplýsingará www.fmr.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.