Orðlaus - 28.08.2004, Page 41

Orðlaus - 28.08.2004, Page 41
Umhverfi mannsins hefur gjörbreyst í gegnum þúsunda ára sögu hans, en hvernig gerast breytingarnar? Hvernig þróast aldagamlar hugmyndir yfir í það sem við þekkjum í dag? Hér á síðunni verður gerð grein fyrir nokkrum af þeim hugmyndum sem hafa haft áhrif á söguna, sumar mikilvægari en aðrar, en allar eiga þær það sameiginlegt að við þekkjum ekki umhverfið án þeirra í dag. vísun í trúna. Hugmyndir sem þessar geta, eins og sannast hefur, verið stórhættulegar fyrir heiminn allan. Með lögum skal land byggja! Elstu heimildir um lagabálka koma frá Mesapótamíu. I kringum 1800 fyrir krist var þróaðist hugmyndin um að hafa reglu á samfélaginu og lögin álitin heilðg þar sem konungurinn átti að hafa fengið þau í hendurnar frá guðunum. En hvenær fór maðurinn að trúa á að harðstjórn sé í lagi til að halda uppi lögum og reglu? Á fjórðu öld fyrir krist skaut sú hugmynd upp kollinum i Kína að það mikilvægasta við lögin væri það að þeim ættu menn að hlýða í einu og öllu. Það væri ekkert til sem hægt væri að kalla hið góða í manninum. Það er ríkið sem ræður! Það sem þyrfti til að samfélagið gæti gengið væru strangar reglur og enn strangari refsingar, eins og að bora gat á höfuðkúpuna eða brenna menn lifandi. Allir menn eru fæddir jafnir Margir telja jafnréttishugmyndina nýlega. Hugmyndir um jafnrétti hafa þó sprottið upp með ákveðnu millibili í þúsundir ára, en elstu varðveittu textar þess efnis eru frá Egyptalandi 2000 fyrir krist. Jafnrétti merkir að allir menn séu fæddir jafnir og því verðskuldi þeir jafna meðhöndlun. Hugmyndin um fullt jafnrétti byrjaði þó sem goðsögn og því hafa menn meðhöndlað hana sem slíka allt til okkar daga, margir halda henni fram en fáir trúa að hún verði að veruleika. Á ákveðnum timabilum í sögunni hafa þó menn risið upp og barist fyrir jöfnum réttindum, en slíkar aðgerðir hafa yfirleitt endað í blóði. Það er því fremur efni í góða útópíska skáldsögu að lýsa heimi þar sem allir menn eru jafnir. Maðurinn æðri öðrum Þó að undarlegt megi virðast var það ekki fyrr en fremur seint i þróunarsögu mannsins að hann fór að líta á sig sem æðri öðrum dýrum í náttúrunni. Dýrin voru dýrkuð, tekin í guðatölu og sums staðar voru þau jörðuð með alveg jafn mikilli viðhöfn og manneskjur. Á fjórðu öld fyrir krist var Aristóteles búinn að þróa þá hugmynd að maðurinn væri hærra settur en aðrir í lífrikinu þar sem hann hefði til að bera skynsemi sem hin dýrin hefðu ekki. Nú til dags er víðast hvar ekki komið fram við dýr af neinni sérstakri virðingu eins og í gamla daga. Þau eru lokuð inni I búrum og höfð til sýnis, notuð til margskonar tilrauna og oft drepin á grimmilegan hátt. Þessi þróun hefur verið kveikjan að fjölmörgum dýraverndunarsamtökum víðs vegar um heiminn sem berjast nú harðar fyrir réttindum dýra en nokkru sinni fyrr. ...bjórinn er bara svooo góður Brugg er ein af elstu listum mannsins og talið er að maðurinn hefi verið farinn að brugga bjór á sama tíma og hann var búinn að læra að baka brauð. Kínverjar brugguðu bjór fyrir um 5000 árum og á sama tima var bjórinn nauðsynleg fæðutegund i Egyptalandi. Bjórinn var einnig mikilvægur í öllum trúarathöfnum og jafnvel notaður til lækninga. Egyptar kenndu Grikkjum listina sem kenndu Rómverjum og þaðan færðist hugmyndin til Bretlands þar sem henni var vægast sagt vel tekið. Arthúr konungur gaf riddurunum sínum við hringborðið bjór og í hvert skipti sem Elísabet drottning ferðaðist um landið þurfti hún að bragða á bjór heimamanna. Ef hann var ekki nógu góður þá krafðist hún þess að bjórinn yrði sendur til hennar frá London. Núna löngu síðar eiga Bretar í mestu vandræðum með bjórdrykkju landans og sama má kannski segja um okkur íslendingana. TIIEíáS&TIMES ■■■Perspectives Kynjadeilurnar miklu Hugmyndir að konur væru kúgaðar og þyrftu lausn úr ánauöinni spruttu upp á yfirborðið seint á 18. öld og færðust í aukana þegar konur fóru að berjast fyrir auknum mannréttindum og borgaralegum réttindum á 19. öld. Á 19. og 20. öld tóku karlmenn þessa hugmynd upp á sína arma og fóru að nýta sér konurnar á vinnumarkaðnum. Feminisminn komst svo i tísku á sjöunda áratugnum eftir að tvær heimsstyrjaldir höfðu sýnt fram á mikilvægi kvennanna utan heimilisins en þó væri konum enn mismunað vegna kynferðis síns. Fleiri fóru að berjast fyrir jafnrétti kynjanna og auknum réttindum kvenna og núna á 21. öldinni hefur margt breyst til hins betra og konur eru víða húsmæður, atvinnurekendur og mæður allt I senn. Það er þó enn langt í land og þá sérstaklega í mörgum þriðja heims ríkjum, en á meðan baráttan heldur áfram er hægt að halda í þá von að jafnrétti geti verið náð. öld þegar þýski anarkistinn Johannes Most taldi að útrýma ætti allri elítunni, fjölskyldum þeirra og vinum. Árið 1884 gaf hann út handbók um hvernig ætti að sprengja kirkjur og aðra almenningsstaði þar sem prestar, aristókratar og kapítalistar söfnuðust saman og eftir það fór meira að bera á þessum hugmyndum. Fyrsta skæruliðahreyfingin til að taka upp slíka takta var hópur Damians Gruev árið 1893 í Makedóníu og siðan þá hefur hugmyndin breiðst út um heiminn þar sem öfgahópa berjast fyrir ákveðinn málstað, yfirleitt með því að sprengja upp saklausa borgara. Samtökin skipta nú tugum og það sama má segja um fallna óbreytta borgara árlega af þeirra völdum. Upp, upp í loft... Wilbur og Orville Wright, sem betur eru þekktir sem Wright bræðurnir komu fram með eina merkustu uppgötvun síðustu aldar þegar þeir smíðuðu fyrstu flugvélina sem náði að hafast á loft. Það var I desember, árið 1903. Flugið varði þó ekki nema í örfáar sekúndur. Hugmyndin þróaðist og í fyrri heimsstyrjöldinni tók flugvélin kipp og farið var að smíða flugvélar, sérstaklega ætlaðar í hernaði. I seinni heimsstyrjöldinni hafði tækninni fleygt enn meira fram og brátt voru fyrstu þoturnar komnar á markaðinn. Á Islandi hófust reglulegar flugferðir til útlanda árið 1946 og núna, tæpum 60 árum síðar er flogið mörgum sinnum á dag til ótal áfangastaða. Samsæri ofan á samsæri I eðli sínu er maðurinn mjög tortrygginn og á það til að vantreysta náunganum, sérstaklega þeim sem hann hreinlega skilur ekki. Frlmúrareglan er ein stærsta og elsta leyniregla I heiminum, eingöngu ætluð karlmönnum. Reglan byrjaði í Englandi í byrjun 18. aldar en dreifðist fljótt viðar og núna eru Frímúrarnir út um allan heim. George Washington var Frímúrari og einnig John Hancock, Benjamin Franklin, Bill Clinton, Napoleon Bonaparte, Lyndon B. Johnson, Aleister Crowley og margir, margir fleiri. Þessi leyniregla gerir fólk mjög tortryggið og hugmyndin um útbreitt Frímúrarasamsæri skaut snemma upp kollinum, nánast um leið og reglan var stofnuð fyrir 300 árum. Menn telja þá að Frímúrararnir séu að reyna að stjórna heiminum og hafa sakað meðlimina um djöfladýrkun, morð og heimsyfirráð. Frímúrararnir eru þá sakaðir um að reyna að hafa áhrif á alþjóðamál og alþjóðasamninga og að stjórna heimsviðburðum bak við tjöldin. “Frekar hryllilegur endi en endalaus hryllingur" - Hryðjuverkastríð Hægt er að finna dæmi um hryðjuverk langt aftur I aldir og I Gamla testamentinu má finna dæmi um hegðun sem skilgreina má sem hryðjuverk. Ekki var þó farið að nota hugtakið hryðjuverk fyrr en á 18. Texti: Steinunn

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.