Bændablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 1
25 21. tölublað 2010 Fimmtudagur 2. desember Blað nr. 338 Upplag 22.200 7 Svipmyndir frá bændafundum Bóndinn kominn í búðir Skaftá ógnar fornminjum 19 Salmonella hefur greinst 49 sinnum í kjúklingi það sem af er ári samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Þar af hefur salmonella greinst í 29 eldishóp- um kjúklinga en 20 sinnum hefur hún greinst í sláturhópum og hefur þá reynst nauðsynlegt að innkalla kjúklinga sem sett- ir hafa verið á markað. Öllum kjúklingi sem greinist með salmonellusmit er fargað. Sprenging hefur orðið í salmo- nellusmiti á síðustu þremur árum. Aldrei varð vart við salmonellu í kjúklingi á árunum 2005 til 2007 en frá árinu 2008 hefur hún ítrek- að greinst. Samkvæmt gögnum sem Reykjagarður hf. hefur látið vinna fyrir sig og ná frá 14. mars 2008 til og með 25. október 2010 hefur 542.130 kjúklingum verið fargað vegna salmonellusmits. Auk þess hefur 4.750 kalkúnum og 8.400 stofnhænum verið fargað á sama tíma af sömu ástæðum. Ef miðað er við að hver heill kjúk- lingur vegi um 1,55 kíló lætur nærri að 840 tonn- um af kjúk- lingi hafi verið fargað á tímabilinu. Samkvæmt mati Matthíasar H. Guðmundssonar framkvæmda- stjóra Reykjagarðs er ekki óvar- legt að áætla að meðalverð til kjúklingabænda fyrir kíló af kjúk- lingi hafi á þessum tíma verið um 300 krónur. Því má gera ráð fyrir að tjón kjúklingabænda vegna salmonellusýkinga í kjúklingi hafi á þessum tveimur og hálfu ári verið um 252 milljónir króna. Ætla að losna við óværuna Eina leið kjúklingabænda til að fá bætur vegna tjóns af þessu tagi er í Bjargráðasjóð. Sjóðurinn greiðir 67 prósent af tjóninu að frádreginni eigin áhættu sem er 20 prósent. Þá er það mat stjórn- ar sjóðsins hvert tjónið er hverju sinni. Skúli Einarsson á Tannstaðabakka, formaður Félags kjúklingabænda segir þetta vera gríðarlegt tjón fyrir greinina. „Við ætlum að beita öllum leiðum til að berjast gegn salmonellunni og losna við þessa óværu. Við erum ekkert að gefast upp og ég er sann- færður um að við munum ná því markmiði.“ Von er á norskum sér- fræðingum um miðjan mánuðinn sem munu leiðbeina kjúklinga- bændum um aðgerðir til varnar smitinu. Skúli leggur áherslu á að sé kjúklingur rétt meðhöndl- aður, fulleldaður og komið í veg fyrir krossmit stafar ekki hætta af neyslu hans. Þá hafi ekki orðið vart við aukið smit salmonellu í fólki. /fr Tap kjúklingabænda vegna salmonellu síðustu tvö og hálft ár ríflega 250 milljónir Yfir hálfri milljón kjúklinga fargað Ari Teitsson kjörinn á stjórnlagaþing Ari Teitsson, bóndi á Hrísum og fyrrum formaður Bændasamtaka Íslands, var kjörinn til setu á stjórnlagaþing í kosningunum síð- astliðinn laugardag. Ari er eini bóndinn sem náði kjöri á þingið en ellefu bændur voru í framboði. Nú er tími jólahlaðborðanna runninn upp með öllu tilheyrandi. Matreiðslumennirnir Fannar Ólafsson og Magnús Haraldsson á Hótel Flúðum eru engir eftirbátar annarra þar sem þeir matreiða hinar mestu krásir úr íslensku hráefni. Dæmi eru um allt að 60 rétti á jólahlaðborðum þannig að allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Mynd | Sigurður Sigmundsson Góða veislu gjöra skal Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að veita 67 milljónum króna til verkefna í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Fyrr á þessu ári samþykkti ríkisstjórnin 800,7 milljóna króna framlag vegna ýmissa þátta og viðbragða í kjölfar eldgosanna. Heildarkostnaðarmat vegna tjóns af völdum eldgosanna liggur ekki endanlega fyrir og ennþá er að koma fram kostnaður. Framlagið sem samþykkt var 30. nóvember mun skiptast þannig að 27 milljónir króna fara í uppgjör á átaksverkefni Vinnumálastofnunar, sveitarfélaganna á svæðinu og Landgræðslunnar. Landgræðslan mun fá 12 milljónir vegna aðgerða við flóðavarnir. Veðurstofan fær síðan 11 milljóna króna framlag sem skiptist þannig að 9 milljónir fara til greiðslu vegna verkefna en tvær milljónir fara í sérverkefni þar sem meta á hættu af öskufjúki og hættu á eðjuflóðum af jöklinum. Þá er 17 milljónum króna veitt til lagfæringa á bæjarhlöðum og heimreiðum og hefur Vegagerðinni verið falið að vinna að þeim lagfæringum. Verulegt tjón á vélum Hins vegar hafnaði ríkisstjórnin því að bæta tjón á sólpöllum, heit- um pottum og útihúsgögnum og sömuleiðis var því hafnað að greiða styrk vegna vinnu við þrif. Þá var einnig hafnað að bæta tjón á vélum og tækjum, þar með töldum bifreið- um, dráttarvélum og heyvinnutækj- um. Má ætla að það tjón sé veru- legt en að sögn Víðis Reynissonar deildarstjóra Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra hefur verkefn- isstjórn vegna eldgosanna fengið upplýsingar um tjón á glussabúnaði véla sem nemur allt að einni milljón króna. Verkefnisstjórnin sendi ábend- ingar um tjón og gerði tillögur um framlag vegna þess. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvort framlag verði veitt vegna tjóna á frárennsli og skolplögnum, heimavirkjunum, tjóni rekstrar og ferðaþjónustuaðila á svæðinu, átaksverkefna og viðbót- arkostnaðar sveitarfélaga. Að sögn Víðis er óljóst hvenær ákvörðun um þau mál verður tekin en verið er að vinna að frekari úttekt í þessum flokkum. /fr Tjón á vélum af völdum eldgosa ekki bætt Skúli Einarsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.