Fréttablaðið - 16.04.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 16.04.2012, Blaðsíða 56
16. apríl 2012 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON skoraði á laugardaginn glæsilegt mark í 3-0 sigri Swansea á Blackburn en hann átti einnig stóran þátt í öðru marki. Hann hefur nú skorað sex mörk í ellefu leikjum með Swansea og sagði eftir leikinn að helst vildi hann vera áfram í herbúðum liðsins. Hann er þó samningsbundinn Hoffenheim í Þýskalandi til 2014. Rekstrarvörur - vinna með þér KÖRFUBOLTI Njarðvík varð á laugar daginn Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið varð einnig bikar meistari fyrr í vetur og var það fyrsti stóri titill félagsins í kvennaflokki. Liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitarimmunni, 3-1, og lyfti bikarnum á loft eftir sigur í fjórða leik liðanna, 76-62. Lele Hardy var útnefnd verð- mætasti leikmaður úrslitakeppn- innar en hún fór fyrir sóknarleik sinna manna í leiknum. Það var hins vegar fyrst og fremst öflugur varnarleikur í seinni hálfleik sem skóp sigur Njarðvíkurliðsins og þá kom sterk liðsheild liðsins í ljós. „Við leggjum mikið upp úr varn- arleik,“ sagði þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Við erum með sterkar stelpur til að spila maður á mann og hjálpar- vörnin er góð. Allar stelpurnar eiga hrós skilið.“ Hinar bandarísku Hardy og Shanae Baker-Brice voru í stórum hlutverkum í liðinu og Sverrir lofaði framlag þeirra. „Við vorum það heppin að fá þessa tvo frábæru leikmenn til liðsins en þess fyrir utan eru þær líka frábærar mann- eskjur. Þær blönduðust vel inn í sterkan hóp leikmanna og okkur tókst að fara langt á góðum móral og liðsstemningu.“ Sverrir var nú að klára sitt annað tímabil með liðinu og játaði að árangurinn hefði komið sér á óvart og að hann væri stoltur af honum. „Jú, auðvitað. Þegar ég tók við setti ég mér það markmið að búa til alvöru lið í Njarðvík – lið með flotta umgjörð sem yrði rekið með metnaði. Það hafði aldrei áður tekist í Njarðvík. Starfið hafði oft lagst niður í kvennaflokki eftir nokkur ár og vantaði einfaldlega að hífa þetta upp á næsta plan,“ segir Sverrir. „En ég var þó alls ekki að hugsa um neina titla ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sá þegar tíma- bilið hófst að við værum með ansi sterkt lið og að ef allt myndi smella saman gætum við verið með í bar- áttunni. En ekki óraði mig fyrir því að við myndum vinna tvöfalt.“ eirikur@frettabladid.is Tvöföld gleði á sögulegu tímabili Njarðvík varð um helgina Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum í úrslitarimmunni, 3-1. Sverrir Þór Sverrisson hefur náð frábærum árangri með liðið sem vann sína fyrstu stóru titla á tímabilinu. MEISTARAR Íslandsmeistaralið Njarð- víkur tímabilið 2011-2012 eftir sigurinn um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir varð um helgina Íslands- meistari með Njarðvík en hún hafði áður unnið þennan sama titil með Keflavík. Er hún því fyrsti leikmaðurinn til að vinna titilinn með þessum grannliðum og erki- fjendum. „Ég byrjaði að æfa körfubolta með Njarðvík fjórtán ára gömul en þurfti að skipta yfir í Keflavík eftir að starfið var lagt niður á sínum tíma,“ sagði hún eftir leik- inn á laugardaginn. „Það er auðvitað frábært að koma aftur í félagið og vinna titilinn. Það jafnast ekkert á við þá tilfinningu að verða Íslandsmeistari.“ Ingibjörg Elva kom inn í liðið í Njarðvík og segir að það hafi verið auðvelt að aðlagast liðinu. „Liðsheildin í liðinu er einstök og hef ég ekki kynnst öðru eins áður. Leikmennirnir eru afar samstilltir og fyrir vikið er liðið einfaldlega frábært.“ Meistari með bæði Njarðvík og Keflavík Iceland Express-d. kvenna LOKAÚRSLIT, 4. LEIKUR Haukar - Njarðvík 62-76 (38-39) Haukar: Jence Ann Rhoads 18/6 stoðsendingar, Tierny Jenkins 13/21 fráköst, Margrét Rósa Hálf- danardóttir 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Auður Íris Ólafsdóttir 1. Njarðvík: Lele Hardy 26/21 fráköst, Shanae Baker-Brice 24/7 fráköst, Salbjörg Sævars- dóttir 8/6 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7/6 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 6, Eyrún Líf Sigurðardóttir 3, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2. Iceland Express-deild karla UNDANÚRSLIT, 3. LEIKUR KR - Þór Þorlákshöfn 86-100 (40-50) KR: Joshua Brown 34/5 fráköst, Dejan Sencanski 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, Finnur Atli Magnusson 11/14 fráköst, Jón Orri Kristjáns- son 6/4 fráköst, Martin Hermannsson 5, Emil Þór Jóhannsson 4, Robert Lavon Ferguson 2. Þór: Darrin Govens 29/13 fráköst/9 stoðsend- ingar, Blagoj Janev 18, Guðmundur Jónsson 16, Darri Hilmarsson 14/9 fráköst, Joseph Henley 12/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Grétar Ingi Erlendsson 4, Þorsteinn Már Ragnarsson 1. Þór Þorlákshöfn leiðir í einvíginu, 2-1. NÆSTU LEIKIR Grindavík - Stjarnan í kvöld kl. 19.15 Þór Þorl. - KR miðvikudag kl. 19.15 N1-deild kvenna ÚRSLITAKEPPNI, 1. UMFERÐ HK - Stjarnan 29-34 (10-16) Markahæstar hjá HK: Elín Anna Baldursdóttir 9, Heiðrún B. Helgadóttir 8, Jóna S. Halldórsdóttir 4. Markahæstar hjá Stjörnunni: Jóna M. Ragnarsd. 7, Sólveig Lára Kjærnested 6, Hanna G. Stefánsd. 6. HK vann einvígið, 2-0. Grótta - ÍBV 20-19 (9-11) Markahæstar hjá Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 7, Sunna M. Einarsdóttir 6, Elín Helga Jónsdóttir 5. Markahæstar hjá ÍBV: Grigore Ggorgata 7, Mariana Trebojovic 5, Þórsteina Sigurbjörnsd. 3 Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. Oddaleikurinn fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld kl. 19.30. ÚRSLIT FÓTBOLTI Undanúrslitin fóru fram í ensku bikarkeppninni um helgina og liggur nú fyrir að Liverpool og Chelsea munu eigast við í úrslita- leiknum á Wembley þann 5. maí næstkomandi. Liverpool hafði betur gegn Everton, 2-1, eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. Andy Carroll reyndist hetja þeirra rauðklæddu en hann skor- aði sigurmarkið með skalla seint í leikn- um. „Mér fannst þetta mark 35 milljóna punda virði,“ sagði varnarjaxl- inn Jamie Carragher. Chelsea vann svo 5-1 stórsigur á Tottenham í hinni undanúrslita- viðureigninni í gær en umdeilt mark Juan Mata í upphafi seinni hálfleiks reyndist vendi- punkturinn. Mata skaut þá að marki en varn- armenn Tottenham náðu að bjarga á línu. Engu að síður var markið dæmt gilt af Martin Atkinson, dómara leiksins. „Ég held í hrein- skilni sagt að boltinn hafi ekki farið yfir línuna. En línumað- urinn dæmdi mark og við getum ekk- ert gert í því,“ sagði fyrirliði Chelsea, John Terry, eftir leik- inn. - esá Undanúrslitin í ensku bikarkeppninni um helgina: Liverpool og Chelsea mætast í úrslitunum KÖRFUBOLTI Þór frá Þorlákshöfn er komið í algjöra lykilstöðu í einvíginu við KR í undan- úrslitum Iceland Express-deildar karla en liðið bar sigur úr býtum, 100-86, í þriðja leik liðanna sem fram fór í DHL-höllinni í gær. Staðan er því 2-1 fyrir Þór í einvíginu og þá vantar aðeins einn sigur til að komast í úrslit. Þórsarar voru einfaldlega miklu sterkari aðili allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. „Þetta leit vel út í kvöld hjá okkur,“ sagði Darri Hilmarsson, leikmaður Þórs Þorláks- hafnar, eftir sigurinn í gær. „Við tókum forystuna strax í byrjun og gáfum hana aldrei frá okkur. Við erum bara að ná vel saman núna og menn eru að koma upp á réttum tíma. Sóknarleikur okkar er að smella saman núna eins og sést á stigatöflunni, við höfum ekki skorað svona mikið í allan vetur. Þetta er samt sem áður ekki búið, við eigum enn eftir að vinna einn leik.“ „Það er alltaf hægt að snúa svona ein- vígum sér í hag en það sem við þurfum að hafa áhyggjur af er að við erum búnir að vera lélegri aðilinn í þessu einvígi,“ sagði Hrafn Kristjáns- son, þjálfari KR, eftir leikinn í gær. „Þeir hafa hreinlega skorað okkur á hólm og við erum ekki búnir að svara þeirri áskorun. Þetta er samt sem áður ekki búið og við neitum að gefast upp.“ - sáp Þór frá Þorlákshöfn tók forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn KR í Iceland Express-deild karla: Við erum að stíga upp á hárréttum tíma TEKIÐ Á ÞVÍ Emil Þór Jóhannsson, KR, og Guðmundur Jónsson, Þór, í baráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Margrét Lára Viðars- dóttir kom inn á sem vara maður þegar að lið hennar, Tur- bine Potsdam, tapaði fyrir Lyon, 5-1, í fyrri leik lið- anna í undan- úrslitum Meist- aradeildar Evrópu í gær. Þessi tvö lið hafa mæst í úrslitum keppninnar síðustu tvö árin og unnið í eitt skipti hvort. - esá Meistaradeild kvenna: Potsdam steinlá í Frakklandi MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR MARKASKORARAR Andy Carroll og Luis Suarez skoruðu mörk Liverpool.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.