Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 36
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Bækur ★★★★★ Hér vex enginn sítrónuviður Gyrðir Elíasson Uppheimar Meðan sólareldurinn kulnar Gyrðir Elíasson er einstakur í íslenskri bókmenntasögu. Hefur einstaka sýn, einstaka stílgáfu og einstakt lag á því að koma við kaun. Nýja ljóðabókin Hér vex enginn sítrónuviður er engin undan- tekning frá þeirri reglu. Klassískur Gyrðir með myrkum húmor, sterkri ádeilu og ógleymanlegu myndmáli. Að lesa bók eftir Gyrði er eins og að ganga inn í annan heim. Heim sem er í senn auðþekkjanlegur og torkenni- legur. Þar sem „sjórinn er rauðleitur í kvöldbirtunni / einhver gengur með- fram honum / innan um hátt mel- gresi“ (Fjarlægð bls. 34). Maður og náttúra eru í forgrunni; skeytingarleysi mannsins um umhverfi sitt, ill meðferð á gróðri, dýrum og öðrum mönnum. Á köflum líkjast ljóðin „Rann- sóknarskýrslu um eyjuna Melankólíu“, eins og eitt ljóðið nefnist, en um leið snýr skáldið út úr sálfræðiklisjum samtímans og bendir á að samkvæmt „handbókum um hafdýpi sálarlífsins“ séu „sjálfsmorðstilhneigingar … hér um bil staðalbúnaður í miðaldra karlmönnum“ (Dagur læmingjans bls. 56). Þessi línudans á milli dýpstu alvöru og kaldhæðnislegra vísana í yfirborðsumræðu sam- tímans er eitt einkennanna á skáldskap Gyrðis og gerir að verkum að lesandinn hlær og grætur í senn, glottir við tönn um leið og nístandi einsemdin í sumum ljóðanna sker í hjartað. Annað einkenni á höfundarverki Gyrðis er hið eilífa ferðalag. Ljóðmælandinn er ýmist á göngu, alltaf einn, akandi í bíl, rútu eða lest. Í Hér vex enginn sítrónuviður er ferðalagið bæði bókstaflegt og huglægt, farið jafnt um íslenska náttúru og erlend lönd, hugarheima og ýmsa kima mannkynssögunnar, allt frá því að maðurinn kom fyrst fram á sjónarsviðið, í kjölfar loðfílanna, og hóf skipulega að eyða öllu lífi. Bókmenntasagan er einnig töluvert fyrirferðarmikil. Kolli er kinkað til ýmissa eldri skálda, hugsað til eða vísað í Bruno Schulz, Stefán Hörð Grímsson, Isaac B. Singer og fleiri og fleiri. Þó er ekki frá því að lesandinn fái það á tilfinninguna að trúin á mátt orðanna til breytinga fari dvínandi: Muldurdrengurinn Ég er muldurdrengurinn, ég sit undir gulum trjám nálægt gráum hæðum og muldra út í lognið. Enginn heyrir til mín nema maríuhænur, nema randaflugur nema þrjár kindur (bls. 77) Þessar áhyggjur eru þó væntanlega óþarfar. Rödd Gyrðis Elíassonar nær eyrum allra þeirra sem yndi hafa af skáldskap og kunna að meta beittan boðskap, settan fram af sjaldgæfri tilfinningu fyrir tungu- málinu og einstöku auga fyrir myndbyggingu í texta. Hér vex enginn sítrónuviður ætti enn að fjölga þeim eyrum. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Klassískur Gyrðir með myrkum húmor, sterkri ádeilu og ógleymanlegu myndmáli. Skáldsagan Sýslu maðurinn sem sá álfa kemur út hjá Sögum í dag – sama dag og höfundurinn, Ernir Snorrason, verður borinn til grafar. Dr. Ernir Kristján Snorrason, geð- læknir, taugasálfræðingur og rit- höfundur, lést 30. apríl síðastliðinn og fer útför hans fram frá Foss- vogskirkju í dag. Síðar í dag verður haldið hóf í tilefni af útgáfu skáld- sögu hans, Sýslumaðurinn sem sá álfa, sem Sögur útgáfa gefur út. Ernir vann að bókinni undir lok ævi sinnar og leitaði til Tómasar Hermannssonar, útgefanda hjá Sögum, örfáum mánuðum fyrir andlát sitt. „Þá var hann orðinn alvarlega veikur og ljóst hvert stefndi,“ segir Tómas. „Hann átti sér hins vegar þann draum að bókin kæmi út fyrir andlát sitt.“ Tómas ákvað að gefa bókina út og fékk Illuga Jökulsson til að lesa verkið yfir og búa það til útgáfu. Illu heilli rættist ósk Ernis ekki, því hann féll frá þegar bókin var í prentun. „Hann var búinn að sjá kápuna og leist vel á,“ segir Hinsta kveðja til umheimsins Ernir Snorrason lést 30. apríl síðastliðinn en hafði þá lokið við handrit að skáldsögu sem hann kallaði hinstu kveðju sína til ástvina og umheimsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ernir K. Snorrasson fæddist 1944. Hann lauk prófum bæði í taugasálfræði og geðlækningum og sinnti auk þess rannsóknarstörfum um langt árabil. Hann átti þátt í stofnun deCode 1994 og átti síðar aðild að fleiri verk- efnum um nýjungar á hans starfssviði. Þá var hann mikill hestamaður og rak hrossaræktarbú. Ernir var þríkvæntur og skilur eftir sig fjögur börn. TÓK ÞÁTT Í STOFNUN DECODE KAUPTHING FUND Société d'Investissement à Capital Variable 14, boulevard Royal – L-2449 LUXEMBOURG R.C.S. Luxembourg B 96.002 (hereafter referred to as the “SICAV“) EXTRAORDINARY GENERAL MEETING OF SHAREHOLDERS The Board of Directors is pleased to convene the shareholders of the SICAV to attend the Extraordinary General Meeting (the “Meeting”) to be held at the registered office of the SICAV on 11 June 2012 at 10.30 a.m. with the following agenda: Shareholders are advised that a quorum of fifty percent of the share capital of the SICAV is required for the Meeting and that decisions will be taken by a majority of two thirds of the votes cast. Proxies are available free of charge at the registered office of the SICAV. Shareholders who wish to attend the Meeting must inform the Board of Directors (Fax nr: +352 49 924 2501 –ifs.fds@bdl.lu) at least five calendar days before the Meeting. Shareholders may consult the draft updated prospectus and articles of association with the registered office of the SICAV or Banque de Luxembourg (14, boulevard Royal, L-2449 Luxembourg). Miðviku dagur 2 5. apríl 2011 | 8. tölub Síðasta stóra endurs kipulag ningin ➜Skip ti er st ærsta íslensk a félag ið sem hefur e kki ver ið end ur- skipul agt ➜Lang tímask uldir félagsi ns eru um 60 mil ljarðar króna ➜Sku me sjó ap Meðal efnis í blaðinu: Hækkandi eldsneytisverð kostar neytendur milljarða Samantekt á veltuaukningu olíufélaganna. Evrusvæðið á erfið ár framundan Viðtal við Edmund Phelps, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Markaðurinn kemur út á morgun! lað | 8. árgang ur M ar ka ðu rin n ke mu r ú t á m or gu n! Tómas og bætir við að fyrst ekki hafi tekist að koma bókinni út áður Ernir kvaddi hafi honum þótt við- eigandi að bókin kæmi út sama dag og hann væri borinn til grafar. „Ernir segir enda í tileinkun að sagan sé „kveðja til ástvina minna og umheimsins sem ég ann svo heitt. Og vonandi vekur hún ein- hverjum bros og svolitla gleði“. Það er auðvitað óvenjulegt að gefa út bók sama dag og höfundurinn er jarðsunginn en við bárum hug- myndina undir fjölskyldu Ernis og hún lagði blessun sína yfir hug- myndina.“ Sýslumaðurinn sem sá álfa er óvenjuleg en skemmtileg glæpa- saga; með „bráðfjörugum og allt að súrrealískum söguþræði“ að sögn Tómasar, þar sem hugmyndir um hversdagsraunsæi eru látnar lönd og leið. Í bókinni segir frá rosknum sýslumanni sem óvænt er falið að rannsaka bankahrunið á Íslandi og flækist hann í atburðarás þar sem fyrir koma ólígarkar í Rúss- landi, einsetumenn á Hvolsvelli, mafíósar í Ameríku, morðvargar í Þýskalandi og dularfullir bófar í Vík í Mýrdal. Ernir hafði áður gefið út ljóða- bókina Bölverkssöngva 1976 og skáldsöguna Óttar 1977. Hann verður jarðsunginn klukkan 13 en útgáfuhóf í Eymundsson á Skóla- vörðustíg hefst klukkan 19. „Ég vona að sem flestir mæti og taki þátt í að minnast Ernis með okkur og meðtaka þessa hinstu kveðju frá honum,“ segir Tómas. bergsteinn@frettabladid.is STEFNUMÓT VIÐ TÓGÓ Alda Lóa Leifsdóttir segir frá Tógó í Vestur-Afríku á Stefnumótakaffi í Gerðubergi á miðvikudagskvöld klukkan 21. Alda Lóa segir frá kynnum sínum af landi og þjóð og þá sérstaklega tógósku kaupsýslu- konunni Mireille. Frásögnina styður Alda Lóa með fjölda ljósmynda auk þess sem hún býður gestum upp á heilsu- drykkinn bissap sem bruggaður er úr hibiscus-blómum. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.