Fréttablaðið - 30.05.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 30.05.2012, Síða 10
30. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR10 STJÓRNMÁL Prófkjör í íslenskum stjórnmálaflokkum hafa stuðlað að opnari og fjölmennari stjórn- málaflokkum en ella. Þá virðast þau hafa ofurlítil jákvæð áhrif á gengi flokka þó þau áhrif hverfi notist allir flokkar við þau. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórn- málafræði, á fundi Félags frjáls- lyndra jafnaðarmanna á Kaffi Sóloni í gær. Í erindinu fjallaði Gunnar Helgi um niðurstöður rannsókna sem hann og Indriði H. Indriðason, prófessor í stjórn- málafræði, hafa gert á áhrifum prófkjara á íslensk stjórnmál. „Ef að spurningin er sú hvort prófkjör eru vandi íslensku flokkanna þá held ég að svarið sé tvímælalaust nei. Það skiptir hins vegar máli hvernig þau eru útfærð og þá sérstaklega að skapa einhverja fjárhagslega ramma utan um þau þannig að menn geti ekki keypt sér sæti,“ sagði Gunn- ar. Í rannsókn þeirra Gunnars Helga og Indriða var gerð til- raun til að svara fimm spurning- um um áhrif prófkjara. Skoðuðu þeir meðal annars áhrif þeirra á fjölda meðlima í stjórnmálaflokk- um og á samheldni innan þeirra. Meðal helstu niðurstaðna var að útgjöld frambjóðenda bæta gengi þeirra. Eyði hins vegar allir jafn miklu hverfa áhrifin. Þá hefur meðlimum í íslensku flokkun- um fjölgað verulega vegna próf- kjara en þau hafa einnig gert það að verkum að mikill minnihluti er virkur í flokksstarfi. Prófkjör hafa á síðustu árum verið gagnrýnd nokkuð, meðal ann- ars á þeim forsendum að þau hindri framgang kvenna í stjórnmálum og stuðli að sundrungu innan flokka. Rannsóknir þeirra Gunnars og Indriða fundu hins vegar ekki vís- bendingar um áhrif sem þessi og kom meðal annars í ljós að sam- heldni í íslensku stjórnmálum væri mest í þeim flokkum sem hafa not- ast mest við prófkjör. - mþl Rannsókn á áhrifum prófkjara á íslensk stjórnmál: Prófkjör stuðlað að opnari flokkum GUNNAR HELGI KRISTINSSON Á meðal niðurstaðna í rannsókn Gunnars Helga og Indriða H. Indriðasonar var að meðlimum í íslensku flokkunum hefði fjölgað vegna prófkjara. Eldsneytiskostnaður Volkswagen Passat á hverja 1000 km* Metan 8.442 kr. Dísil 13.484 kr. Bensín 18.158 kr. www.volkswagen.is Metanlegur sparnaður Volkswagen Passat EcoFuel Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat * Miðast við almennt verð á eldsneyti hjá Olís 8. maí 2012 Passat kostar aðeins frá 3.990.000 kr. SJÓNVARPSSTÖÐIN ID: INVESTIGATION DISCOVERY ER EINGÖNGU Í BOÐI Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS Ef að spurningin er sú hvort prófkjör eru vandi íslensku flokkanna þá held ég að svarið sé tvímæla- laust nei. GUNNAR HELGI KRISTINSSON PRÓFESSOR Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI VIÐ HÍ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.