Fréttablaðið - 15.08.2012, Side 4

Fréttablaðið - 15.08.2012, Side 4
15. ágúst 2012 MIÐVIKUDAGUR4 Braut gegn valdstjórninni Innbrotsþjófur verður kærður fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að veita mikinn mótþróa við handtöku. Maðurinn var handtekinn aðfaranótt þriðjudags en reyndi að sparka og hrækja á lögreglumenn við handtöku. Á tvöföldum hámarkshraða Ökumaður var stöðvaður aðfaranótt þriðjudags þegar hann ók á 105 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er 50. Hann var grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og var fluttur á lögreglustöð til rannsókna og látinn laus eftir það. GENGIÐ 14.08.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,881 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,22 119,78 187,17 188,07 147,29 148,11 19,784 19,9 20,16 20,278 17,847 17,951 1,5173 1,5261 180,04 181,12 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s Þau mistök urðu í Fréttablaðinu í gær að sagt var að eigið fé Hörpu dygði fyrir rekstrinum að óbreyttu fram á mitt ár 2013. Hið rétta er að það á við um handbært fé. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Tilraun sænskra stjórnvalda til að stemma stigu við vændi með því að gera kaup á kyn- lífsþjónustu refsiverð hefur ekki skilað tilætluðum árangri, hvorki í baráttu gegn mansali né gegn útbreiðslu HIV-veirunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróun- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á ráðstefnu í Wash- ington í síðasta mánuði. Skýrslan ber yfirskriftina HIV og löggjöf – Áhættur, réttindi og heilsa, er unnin af sérstakri nefnd sem Fernando Cardoso, fyrrum for- seti Brasilíu, fer fyrir. Takmarkið var að bregða upp raunhæfri mynd af ástandi mála og koma með til- lögur í baráttu alþjóðasamfélags- ins gegn HIV. Þar segir í einum kafla að með strangri löggjöf þar sem kaup og sala vændis sé refsiverð sé staða þess sem selur kynlífsþjónustu oft afar slæm. Fólk í þeirri stöðu geti ekki snúið sér til lögreglu og er jafn- vel ofsótt af lögreglu, sem verður til þess að kynlífsiðnaðurinn verði enn frekar dulinn. Í umfjöllun um „sænsku leiðina“, sem er í gildi hér á landi og víðar, segir að slíkt fyrirkomulag hafi engu skilað, þar sem tíðni vændis hefur ekki minnkað og ofbeldi og mansal milli landa hafi aukist. Á móti hafi sárafáir hlotið dóma fyrir kaup á vændi. Mælast höfundar skýrslunnar til þess að lög sem banni vændi verði afnumin. Í stað þeirra verði gerður greinarmunur á þeim sem þvinga fólk út í vændi og hins vegar þeim sem selja vændi af frjálsum vilja. Löggæsla skuli leggja áherslu á að uppræta fyrri hópinn, en aðstæður hinna síðarnefndu verði bættar með aukinni heilsugæslu og félagslegri þjónustu. - þj Skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um útbreiðslu HIV-veirunnar: „Sænska leiðin“ hefur ekki skilað árangri NÝJAR AÐFERÐIR Í skýrslu SÞ er mælst til þess að lagarammi vegna sölu á kynlífi verði endurskoðaður þar sem núverandi lög skili ekki árangri. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 29° 23° 21° 28° 31° 22° 22° 26° 24° 31° 28° 32° 23° 29° 23° 21°Á MORGUN 5-15 m/s Hægast NA-til. FÖSTUDAGUR 3-8 m/s en hvassara SA-til. 16 15 15 18 17 14 15 12 13 13 8 9 6 20 10 15 14 18 18 10 14 12 15 YFIRLEITT HLÝTT Hitanum verður aðeins misskipt næstu daga, horfur eru á kringum 20°C víða SV- og N-til en það kólnar heldur á Vestfjörðum. Vindur verður þó almennt hægur og þó einhver úrkoma reiknist í fl estum landshlutum þá lítur ljómandi vel út með veðrið næstu daga! Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður FRAKKLAND, AP Upp úr sauð á mánudagskvöld eftir margra mánaða spennu milli lögreglu og ungmenna í norðanverðu Frakk- landi í borginni Amiens, þar sem fátækt er útbreidd. Tugir ungmenna slógust af mikilli hörku við lögregluna mestalla nóttina, en enginn var þó handtekinn. Ungmennin not- uðu bæði haglabyssur og flug- elda. - gb Óeirðir í Frakklandi: Lögreglan slóst við ungmenni EYÐILEGGING Átökin í borginni Amiens voru mjög hörð eins og sjá má. NORDICPHOTOS/AFP Ók undir áhrifum fíkniefna Lögreglunni barst tilkynning um öku- mann í annarlegu ástandi síðdegis á mánudag. Hann var stöðvaður í austurborginni og fluttur á lögreglu- stöð til frekari rannsókna. Reyndist hann undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku. LÖGREGLUMÁL LÖGREGLUMÁL ÖRYGGISMÁL Björgunarsveitir frá Akranesi og Borgarfirði voru kallaðar til leitar í gær að ferða- manni sem saknað var við Glym í Hvalfirði. Einnig fór björgunar- sveitafólk af höfuðborgarsvæðinu á staðinn. Konan varð viðskila við hóp sem gekk upp með foss- inum. Konan kom í leitirnar síðdegis, heil á húfi, en hún gaf sig fram við lögreglu. Hafði hún gengið frá hópnum sem hún tilheyrði til að njóta umhverfisins á eigin spýtur og félagar hennar tekið að óttast um hana. Kölluðu þeir því eftir aðstoð. - shá Gaf sig fram við lögreglu: Kona talin týnd og leit hófst TILBÚIN Myndin er úr safni þar sem leit á vegum Landsbjargar er skipulögð. MYND/ANNA SPÁNN „Ástandið er hrikalegt,“ segir Vera Asscheman, íbúi á spænsku eyjunni La Gomera, einum af Kanaríeyjum. Þar hafa skógareldar logað í níu daga og ekki sér fyrir endann á þeim. „Slökkviliðsmenn voru að segja að þeir muni ekki ráða niðurlög- um eldanna næsta sólarhringinn,“ segir hún. Asscheman býr í höfuðstað eyjarinnar, San Sebastian, sem er ekki langt frá eldunum. Helsti vand- inn er sá að mestu eldarnir eru í dalnum Valle Gran Rey, eða Miklakonungsdal, en hann er djúpur og einungis einn vegur liggur í hann. „Eins og gefur að skilja er sá vegur lokaður og eina leiðin sem menn hafa til að komast að eldinum er úr lofti. Síðan kom sú staða upp fyrir tveimur dögum að menn þóttust hafa slökkt eld- ana svo slökkviliðsflugvélarnar voru sendar til meginlands Spán- ar. En þá gerði mikið rok og eldur kom upp á nýjan leik og þá tók það heilan sólarhring að fá vélarnar aftur á svæðið. Svo þetta var mjög misráðið.“ Það hefur þurft að flytja um fimm þúsund manns sjóleiðina úr dalnum. „Það hafa ekki orðið slys á fólki svo ég viti en í þessum dal er nokkuð dýralíf, þar eru til dæmis margar geitur. Þar að auki eru margir með nokkuð af skepn- um í þar til gerðum görðum og búrum svo þetta er mikill harm- leikur fyrir marga og að sjálf- sögðu er mjög þungt yfir fólki hér í bænum.“ Íbúar á La Gomera hafa lifi- brauð sitt af ferðamennsku og segir Asscheman fólk hafa miklar áhyggjur af afleiðingum skógar- eldanna til lengri tíma. „Hér kemur fólk aðallega til þess að njóta fallegrar náttúru. Ég settist hér að fyrir fimmtán árum og það sem heillaði mig mest var nátt- úrufegurðin. En það er ekki við því að búast að margir leggi leið sína hingað til að njóta náttúrufeg- urðarinnar eftir þennan harmleik svo við höfum öll áhyggjur af lifi- brauðinu.“ Hún sagðist ekki vita af nein- um Íslendingum sem væru þar á ferð. „En ég veit að þeir hafa verið fjölmennir hér svo það kæmi mér ekki á óvart,“ segir hún. jse@frettabladid.is Fjöldi dýra drepist í Miklakonungsdal Ekki hefur tekist að slökkva skógarelda sem geisa á eyjunni La Gomera, sem er ein Kanaríeyjanna. Fjöldi dýra sem eru innlyksa í djúpum dal hefur drepist. Íbúi eyjarinnar segir að ferðaþjónustan, lifibrauð eyjaskeggja, sé í húfi. SVIÐIN JÖRÐ Í MIKLAKONUNGSDAL Sjór og há fjöll girða dalinn af svo þar leikur eldurinn lausum hala. NORDICPHOTOS /AFP VERA ASSCHEMAN Það er ekki við því að búast að margir leggi leið sína hingað til að njóta náttúrufegurðinnar eftir þennan harmleik svo við höfum öll áhyggjur af lifibrauðinu. VERA ASSCHEMAN ÍBÚI Á SPÆNSKU EYJUNNI LA GOMERA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.