Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 74
6. september 2012 FIMMTUDAGUR58 sport@frettabladid.is KOLBEINN SIGÞÓRSSON kom til liðs við íslenska landsliðið í gær en óvissa ríkir um hvort hann geti spilað gegn Noregi á föstudag vegna meiðsla í öxl. Geti Kolbeinn ekki spilað á föstudag er ekki útilokað að hann spili gegn Kýpur á þriðjudeginum. Rúrik Gíslason fékk frí frá æfingu í gær en ætti að vera í lagi fyrir leikinn. FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í fótbolta er í lykilstöðu fyrir lokaleiki sína í undankeppni Evr- ópumótsins í Svíþjóð 2013. Staðan á toppi riðilsins er vissulega góð en landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson þarf hugsan- lega að fara í síðustu tvo leikina án tveggja af allra mikilvægustu leikmönnum liðsins. Sigurður Ragnar tilkynnti í gær 22 manna hóp fyrir leikina tvo á móti Norður-Írlandi á Laugar- dalsvelli 15. september og á móti Noregi á Ulleval fjórum dögum síðar. Sigur á Norður-Írum trygg- ir sæti í umspili og þá bíður liðs- ins úrslitaleikur við Norðmenn um sæti í úrslitakeppni EM. Það brá samt örugglega mörg- um þegar engin Margrét Lára Við- arsdóttir var á listanum og ekki batnaði ástandið þegar þjálfarinn ræddi þann möguleika að liðið yrði kannski líka án fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur. Sigurður Ragnar var þó hvergi banginn þegar hann ræddi við blaðamenn í gær og hóf fundinn á því að ræða ungu stelpurnar en fimm 17 og 18 ára stelpur er í hópnum að þessu sinni. „Það kemur kannski á óvart að það eru margir ungir leikmenn í hópnum en það eru allt leikmenn sem hafa staðið sig mjög vel í Pepsi-deildinni. Það eru spenn- andi leikmenn að koma upp,“ sagði Sigurður Ragnar. Sandra María Jessen og Elín Metta Jensen eru báðar fæddar 1995 en samt búnar að skora 17 og 16 mörk í Pepsi- deildinni í sumar. Það má búast við að önnur þeirra fái að spila því liðið þarf á markaskorara að halda. Enginn má vera ómissandi „Auðvitað vildum við hafa Mar- gréti Láru, okkar aðalmarkaskor- ara, og Katrínu, fyrirliðann okkar í hjarta varnarinnar. Það verður að vera þannig að enginn sé ómiss- andi og við verðum að þróa liðið okkar þannig að enginn sé ómiss- andi,“ sagði Sigurður Ragnar. Margrét Lára ætlaði að koma af krafti inn í haust eftir að hafa hvílt sig á fótboltaæfingum í allt sumar. „Hún var í sumar að hreyfa sig í annarri hreyfingu heldur en fótbolta. Hún var að hjóla mikið, synda og styrkja sig. Við vonuðumst til að hún myndi ná sér af þessum meiðslum og verða betri. Hún fór síðan til Kristians- tad og markmiðið hennar var að spila á móti Malmö. Hún fór á tvær knattspyrnuæfingar fyrir þann leik og fékk mjög slæm ein- kenni aftur og þau sömu og hún var að finna fyrir í upphafi sum- ars og hefur verið að finna fyrir undanfarin ár,“ sagði Sigurður Ragnar og bætti við: Margrét Lára á leið í aðgerð „Þetta er búið að vera mjög erfitt fyrir hana í langan tíma en samt er ótrúlegt hvað hún hefur náð að spila þrátt fyrir þessi meiðsli. Hún var markahæst í Svíþjóð með þessi meiðsli og spilaði fyrir Potsdam, eitt besta félagslið í Evrópu, með þessi meiðsli. Maður getur bara ímyndað sér hvernig hún verður ef hún nær sér góðri af þessum meiðslum sem hún vonandi gerir. Hún ætlar að leita sér frekari lækninga og jafn- vel fara í aðgerð,“ sagði Sigurður Ragnar og það er líka mikil óvissa með fyrirliðann. „Þetta eru gríðarlega mikil- vægir leikir fyrir okkur og Katr- ín er fyrirliðinn okkar. Hún spilar líka stöðu sem við erum ekki með mikla breidd í. Við höldum henni inni og vonum það besta. Katrín tognaði aftan í læri 4. júlí og hún hefur ekki spilað leik síðan. Hún hefur verið að æfa og halda sér í formi og smátt og smátt hefur hún verið að skána,“ sagði Sigurður Ragnar. Ferskir straumar inn í liðið Sigurður Ragnar kallar nú á fimm mjög unga leikmenn fyrir afar mikilvæga landsleiki. „Fjórar af þessum leikmönnum fóru mjög langt með 17 ára lands- liðinu í Evrópukeppninni eða alla leið í undanúrslitin. Þær eru vanar að ná árangri og eru mjög metn- aðarfullar. Þær koma kannski með ferska strauma inn í landslið- ið. Ég held að við munum sjá ein- hverjar þeirra í öðrum eða jafnvel báðum leikjunum. Það er bara að fjölmenna á völlinn og sjá ungu og efnilegu stelpurnar okkar og svo allar hinar sem eru orðnar svo góðar,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. ooj@frettabladid.is Engin Margrét Lára og Katrín tæp Sigurður Ragnar Eyjólfsson fékk ekki bestu fréttirnar rétt fyrir lokaleiki kvennalandsliðsins í undankeppni EM. Íslenska kvennalandsliðið á frábæra möguleika á að komast í úrslitakeppni EM en þarf að gera það án aðalmarkaskorarans og verður kannski án fyrirliðans líka. Fimm 17 og 18 ára stelpur eru í hópnum. KATRÍN JÓNSDÓTTIR Hefur leikið 118 landsleiki á ferlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EKKI ÓSKASTAÐA Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnir hér landsliðshópinn sinn á blaðamannfundi í höfuðstöðum KSÍ í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LANGVINN MEIÐSLI Margrét Lára Viðarsdóttir finnur enn sömu verki og áður og missir af landsleikjunum við Norður-Írland og Noreg. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Landsliðshópurinn Markmenn Þóra Björg Helgadóttir, Ldb Malmö 31 árs Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården 27 ára Varnarmenn Katrín Jónsdóttir, Djurgården 35 ára Rakel Hönnudóttir, Breiðablik 24 ára Sif Atladóttir, Kristianstads DFF 27 ára Hallbera Guðný Gísladóttir, Pitea 26 ára Elísa Viðarsdóttir, ÍBV 21 árs Anna María Baldursdóttir, Stjarnan 18 ára Glódís Perla Viggósdóttir, Stjarnan 17 ára Miðjumenn Edda Garðarsdóttir, KIF Örebro 33 ára Dóra María Lárusdóttir, Valur 27 ára Sara Björk Gunnarsdóttir, Ldb Malmö 22 ára Katrín Ómarsdóttir, Kristianstads DFF 25 ára Dagný Brynjarsdóttir, Valur 21 árs Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjarnan 24 ára Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór/KA 20 ára Sóknarmenn Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes 28 ára Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik 22 ára Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 26 ára Sandra María Jessen, Þór 17 ára Elín Metta Jensen, Valur 17 ára Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss 18 ára FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar sinn fyrsta leik í undankeppni HM 2014 á föstu- dagskvöldið þegar Norðmenn koma í heimsókn á Laugardals- völlinn. Þetta er fyrsti alvöru landsleikur liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck en mikil bata- merki hafa verið á liðinu síðan að Svíinn tók við því. Nú er að sjá hvort Lagerbäck og strákunum takist að afnema leiðinlega hefð hjá íslenska lands- liðinu sem hefur ekki náð í stig í fyrsta heimaleiknum á þessari öld. Í undanförnum sex undan- keppnum HM eða EM hefur nefni- lega fyrsti heimaleikurinn tapast. Ísland hóf einnig síðustu undan- keppni á heimaleik á móti Norð- mönnum og lengi vel leit út fyrir að strákunum væri að takast að breyta hefðinni. Heiðar Helguson kom íslenska liðinu í 1-0 á 38. mín- útu og Ísland var með undirtökin í fyrri hálfleiknum. Norðmenn skoruðu hins vegar tvö mörk í seinni hálfleik og hirtu öll stig- in. Ísland tapaði reyndar fyrstu þremur heimaleikjum sínum í keppninni og stigin komu ekki í hús fyrr en í 1-0 sigri á Kýpur í lokaheimaleiknum sem er einmitt síðasti alvöruleikur strákanna í Laugardalnum. Íslenska liðið náði stigum í fyrsta leik í undankeppni EM 2008 (3-0 sigur á Norður-Írlandi) og HM 2010 (2-2 jafntefli við Noreg) en báðir leikirnir voru á útivelli. Nokkrum dögum síðar var komið að fyrsta heimaleiknum en þeir töpuðust báðir fyrir Dönum (0-2, EM 2008) og Skotlandi (1-2, HM 2010). Það eru nú liðin 14 ár síðan að Íslands fékk eitthvað út úr sínum fyrsta heimaleik í undankeppni eða síðan að liðið gerði 1-1 jafnt- efli við Frakka undir stjórn Guð- jóns Þórðarsonar 5. september 1998. Væntingar til fyrsta leiks hafa verið mismiklar fyrir undan- keppnir landsliðsins á þessari öld en góð spilamennska liðsins í vináttuleikjum undir stjórn Lars Lagerbäck á þessu ári sem og sannfærandi sigur á Færeyjum á dögunum gefa tilefni til bjart- sýni um að þessi leiðinlega hefð landsliðsins heyri sögunni til eftir föstudagskvöldið. - óój Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur tapað fyrsta heimaleiknum sínum í sex undankeppnum í röð: Hefð sem kominn er tími til að breyta LAUGARDALSVÖLLUR 5. SEPTEMBER 1998 Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari og Eyjólfur Sverrisson, fyrirliði, fagna jafntefli við heimsmeistara Frakka. Fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppnum EM 2000 1-1 jafntefli við Frakkland HM 2002 1-2 tap fyrir Danmörku EM 2004 0-2 tap fyrir Skotlandi HM 2006 1-3 tap fyrir Búlgaríu EM 2008 0-2 tap fyrir Danmörku HM 2010 1-2 tap fyrir Skotlandi EM 2012 1-2 tap fyrir Noregi Landsliðshópurinn Markverðir: Guðný Jenný Ásmundsdóttir Valur Sunneva Einarsdóttir Stjarnan Aðrir leikmenn: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Valur Ásta Birna Gunnarsdóttir Fram Dagný Skúladóttir Valur Hanna G. Stefánsdóttir Stjarnan Heiðrún Björk Helgadóttir HK Hrafnhildur Ósk Skúladóttir Valur Íris Ásta Pétursdóttir Gjövik HK Karólína Lárusdóttir Valur Ragnhildur Guðmundsdóttir Valur Sigurbjörg Jóhannsdóttir Fram Stella Sigurðardóttir Fram Sunna Jónsdóttir Fram Þorgerður Anna Atladóttir Valur HANDBOLTI Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðs- ins, valdi í gær sextán manna hóp sem mun taka þátt í æfingamóti í Tékklandi 13.-15. september. Heiðrún Björk Helgadóttir úr HK er eini nýliðinn í hópnum að þessu sinni. Það vantar þó marga sterka leikmenn í hópinn og flesta þá sem spila sem atvinnumenn í Evrópu. Meðal þeirra má nefna Karen Knútsdóttur, Örnu Sif Pálsdóttur, Þóreyju Rósu Stefáns- dóttur og Rut Jónsdóttur. - hbg A-landslið kvenna: Einn nýliði í hópnum STELLA SIGURÐARDÓTTIR Er á sínum stað í íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Íslenska landsliðið tapaði með sautján stiga mun, 92-75, fyrir Ísrael í Tel Avív í gær en þetta var áttundi leikur íslenska liðsins í undankeppni EM. Ísland hefur aðeins unnið einn leik en tapað sjö. Strákarnir voru mjög sprækir framan af og leiddu allt þar til þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá náðu heimamenn for- ystunni og héldu henni allt til leiksloka. Íslensku strákarnir gáfust þó aldrei upp og börðust allt til loka Það dugði þó einfaldlega ekki til gegn sterku ísraelsku liði sem var með fjölda áhorfenda á sínu bandi í leiknum. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig. Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 og þeir Pavel Ermol- inskij og Finnur Atli Margeirsson skoruðu báðir tíu stig í leiknum. - hbg Körfuboltalandsliðið í Ísrael: Tap í Tel Avív JAKOB ÖRN Átti mjög flottan leik með íslenska liðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.