FÁ-blaðið - 01.10.1962, Side 2

FÁ-blaðið - 01.10.1962, Side 2
ig eru til mótív, sem útheimta nákvæma staðsetningu á myndfletinum, t. d. nærmyndataka af smáum hlutum. I slíku tilfelli er statív einnig til mikillar hjálpar. Og svo er það myndataka með aðdráttarlinsu. Þær eru miklu móttækilegri fyrir hristingi en linsur með venjulega brennivídd, sveiflurnar aukast í hlutfalli við aukningu brennivíddar linsunnar. Það er vafasamt verk að ætla sér að taka mynd á 1/250 sek. haldandi á myndavél með 250 mm aðdráttarlinsu. Það getum við vottað samkvæmt eigin reynslu. Venjulegt statív til notkunar úti hefur þrjá fætur, sem ganga inn í sig eins og kíkir (telescope). því fleiri hólkar í hverjum fæti, þeim mun fyrirferðarminna verð- ur statívið, þegar það er innsett, en um leið óstöðugra. Segja má að það komi ekki að sök í lygnu veðri og rólegu umhverfi, en ef nokkur strekkingur er, svignar statívið við vindkviðurnar, og titringur t. d. frá bílum, sem aka fram hjá, leiðist upp eftir statívinu í myndavél- ina. Þráður (trádudl0ser), sem skrúfast á gikkinn, er nauðsynlegt fylgitæki, því að veikbyggt statív stendur ekki óhreyft meðan ýtt er á hnappinn, einkum ef þrýst er á hann lárétt. I þessu tilfelli er betra að hnappurinn sé ofan á vélinni, þar sem þrýstingurinn verður þá nið- ur á við. Ef gleymzt hefur að taka þráðinn með, er hægt að nota hinn innbyggða sjálftakara, ef vélin hefur slík- an. Kúluliður, sem skrúfaður er á milli statívsins og myndavélarinnar, auðveldar innstillinguna og hækkar auk þess staðsetningu vélarinnar frá jörðinni (mörg statív eru of lág fyrir hávaxna ljósmyndara I, en hann eykur ekki stöðugleika þess, heldur ]>vert á móti. Vönduð statív hafa innbyggðan mekanisma í efsta hluta þeirra, sem gefur kost á sömu hreyfingum og kúlu- liður, en eru mun stöðugri. Slík ber að taka fram yfir önnur. Sum eru útbúin með lyftugangi, þ. e. stöng, sem komið er fyrir í „haus“ statívsins, en myndavélin skrúf- ast á hana. Stöng þessa er hægt að færa upp og niður með því að snúa lítilli sveif, en það auðveldar hæðar- staðsetningu myndavélarinnar. Einkum kemur sér vel að hafa slikan útbúnað, þegar notaðar eru tvöfaldar (to- pjede) reflexmyndavélar. Eftir að stillt hefur verið inn á mattskífuna, getur maður hækkað statívið unz afstaða tökulinsunnar er orðin sú sama og afstaða efri linsunn- ar var áður. A þann hátt er komið í veg fyrir parallax- skekkju. Bezt er að finna í eitt skipti fyrir öll, hve mikið á að hækka statívið til þess að losna við parallax-skekkj- una, með því að mæla fjarlægðina frá miðju tökulins- Framh. á 4. bls. úniraraub filma Viljir þú kynnast nýjum, óvenjulegum ævintýrum á sviði ljósmyndunar, skaltu reyna infrarauða filmu. Þessi sérstæða ljósmyndafilma gerir margt furðulegt og skemmtilegt við ljós, skugga, kontrasta og tóna. Hún birtir þér á töfrandi hátt ýmislegt, sem hulið er augum þínum, og ljær hversdagslegu sviði óvenjuleg og mynd- ræn áhrif. Infrarauð filma er næm fyrir sýnilegum blá- um og rauðum geislum og jafnframt infrarauðum geisl- um. Venjulegast er notaður rauður filter við myndatök- una til að hindra að bláu geislarnir nái til filmunnar og jafnframt til að draga fram og auka sýnilega og ósýni- lega rauða geisla. Er þú notar filter og infrarauða filmu við myndatöku úti í dagsbirtu, koma ský og allur gróð- um fram ljós á myndinni, en heiðskír himinn því sem næst svartur. Ef mistur er í lofti, kemur himinninn aftur á móti fram í gráum tónum. Svo virðist sem infrarauð filma leiði í ljós nýjar reglur eftir því sem maður kynnist henni nánar, því að ómögulegt er að segja fyrirfram ná- kvæmlega um, hvernig ýmis fyrirbrigði í náttúrunni (önnur en gróður og himinn) muni koma fram á mvnd. Svo er þó ekki, en mikilvægasta atriðið er það, að lita- gildi þess, sem þú ljósmyndar, fer minna eftir sýnileg- um eðlilegum litum heldur en þeim hæfileika þess að endurkasta hinum infrarauðu geislum. Þannig koma græn laufblöð trjánna, sem böðuð eru í sólskini, fram ljós á mynd, því að blaðgrænan (chlorophyll) endur- kastar vel infrarauðum geislum. Ef þú aftur á móti tæk- ir mynd af sama græna litnum t. d. í málverki, mundi hann koma fram mun dekkri en augað sér hann, því að endurskinshæfileiki olíulita er miklu minni. Reyndin er því sú, að hinn sýnilegi litur skiptir ekki mál, því að tón- gildi myndarinnar fer eftir því, hve mikið hinir ýmsu hlutir endurkasta infrarauðu geislunum. Þeir, sem end- urkasta miklu magni þeirra, koma ljósir fram á mynd, en hinir, sem endurkasta litlu, verða dökkir. Geislar þessir eru ósýnilegir, svo að þú verður að prófa þig áfram við myndatökuna. Eitt ber að liafa í huga. Þeir hlutir, sem hafa mikla eiginleika til að endur- kasta infrarauðu geislunum, geta komið dökkir fratn á mynd, ef þeir eru í skugga. Til dæmis er gras yfirfullt FÁ-BLAÐIÐ 2

x

FÁ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FÁ-blaðið
https://timarit.is/publication/947

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.