FÁ-blaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 3

FÁ-blaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 3
\ FÁ-BLAÐIÐ er gefið út af Félagi áhugaljósmyndara. Reykjavík, pósthólf 1367. f rit- og framkvæmdanefnd eru: Óskar Lilliendahl, Otti Pétursson, Stefán Nikulásson og Paul R. Smith. Blaðið er aðeins fyrir félagsmenn. I-ItENTSMIÐJAN IIÓLAH H*F Á____________________________________________________/ af blaðgrænu, en falli skuggi á þann grasblett, sem þú tekur mynd af, kemur hann fram sem dökkur flötur á myndinni, vegna þess að í sólargeislunum er mikið af infrarauðum geislum, og þar, sem sólin nær ekki að skína á, er því eðlilega lítið um infrarauða geisla. Infrarauð filma hefur þann eiginleika að sjá í gegn- um mistur og að miklu leyti þoku. Fjarlæg fjöll, sem hulin eru sjónum okkar fyrir mistri, myndu koma greinilega fram á infrarauðri filmu. Filman er fáanleg í 35 mm stærð og einnig í algengustu plötustærðum. Meðallýsingartími hennar í sólskini er 1/25 sek. á ljós- opi f:5,6. Lýsingin verður að vera nákvæmari en við venjulega svart-hvíta filmu, og er því hezt að taka einn- ig myndir á næsta niiiina ljósopi og næsta stærra. Þá er maður nokkurn veginn viss um, að einhver þeirra verði rétt lýst. Ef þú notar stativ við myndatökuna, skaltu nota sem minnst ljósop og auka lýsingartímann hlutfallslega, svo að skerpusviðið verði sem mest. Ekki er ráðlegt að treysta um of á ljósmæli, þar sem flestir þeirra mæla aðeins sýnilegt ljós. Onnur ástæða fyrir því, að ráðlegt er að nota lítið ljósop, er sú, að infrarauðir geislar eru lengri (hafa aðra bylgjulengd) en sýnilegir geislar, svo að fókus þeirra er ekki alltaf sá sami og fókus sýnilegu geislanna. Ef þú notar stórt ljósop, neyðist þú til að gizka á, hvar fókusinn er. Ur tveim eða þrem myndum, sem fókusaðar eru lítið eitt nær (þ. e. fyrir framan mó- tíviðl, ættirðu að fá eina skarpa. Filman er framkölluð á sama hátt og venjuleg svart- livít filma og sömu efni notuð. og nota má dauft grænt „safelight“ við framköllunina. Ef þú hefur áhuga á óvenjulegum ljósmyndum, skaltu reyna infrarauða filmu. Árangurinn mun oft koma þér á óvart; myndirnar geta litið út sem væru þær úr öðr- um heimi, og hafa oft til að bera óvenjulega fegurð. (Þýtt og emlursagt). fétagsntál Fundur F. Á. Fundur F. Á. var haldinn 1. október s.l. í Breiðfirð- ingabúð, niðri. Formaður setti fundinn og stjórnaði honum. Fundargerð síðasta fundar var lesin upp og samþykkt. Aðalliður fundarins var fræðsla um mynda- tökur úr lofti og sá Kristinn Helgason frá Landmæling- um Islands um það og gerði hann, því góð skil. Máli sínu til skýringar sýndi hann rnargar myndir, og svar- aði jafnframt fyrirspurnum frá fundarmönnum. Eftir kaffihlé var dæmt um þær myndir, sem borizt höfðu í samkeppninni. Að atkvæðatalningu lokinni, tók formað- ur fjórar atkvæðahæstu myndirnar, án þess að geta um röð þeirra, og fékk fundarmenn til að segja sitt álit á þeim, og varð niðurstaðan sú sama og í atkvæðatalning- unni. Beztu myndina átti Otti Pétursson og hlaut hann ljósmyndapappír í verðlaun. Einn maður gekk í félagið á fundinum. Nýjung í Pavelle Corporations rannsóknarstofunum í New York hefur tveim vísindamönnum, þeim Alex W. Drey- foos jr. og George Mergens, tekizt að búa til algjörlega sjálfvirka kopieringar- og framköllunarvél fyrir lit- myndir. I tæki þessu, sem er lítið stærra en venjuleg sýningarvél, er komið fyrir litlum rafeindabeila, sem reiknar út lýsingartíma og ákveður, hvaða filter skuli nota við kopieringuna. Eftir lýsingu litpappírsins fer liann í framköllunarböðin, og gengur allt sjálfvirkt fyrir sig unz vélin skilar myndinni fullgerðri. Tæki þetta sér um allt annað en lokaskolun og þurrkun, og er gert fyrir allar filmustærðir frá 24X36 nnn að 6X6 cm, en skilar myndum í stærðunum 6X9 cm eða 9X9 cm. Gert er ráð fyrir, að öll þau efni, sem til þarf, þ. e. litpappír og kem- ísk efni, verði mun ódýrari en hingað til, en þau verða framleidd af enska fyrirtækinu Pavelle Ltd. Félagar F. Á. Notfærið yður hinar ódýru smáauglýsingar blaðsins, er þið þurfið að selja eða kaupa einhver ljósmyndatæki. F.4-BLAÐIÐ 3

x

FÁ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FÁ-blaðið
https://timarit.is/publication/947

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.