Prentarinn - 01.01.1994, Síða 4

Prentarinn - 01.01.1994, Síða 4
YFIRLIT YFIR STARFSEMI FBM 1992-1993 INú er boðað til aðalfundar Félags bókagerðarmanna niidvilíudaginn 27. apríl n.k. kl. 17.00 að liótel Holiday Inn við Sigtún. Svo sem fé- lagsmenn vita þá er aðalfund- urinn okkar mikilvægasti fundur, a.m.k. hvað varðar allt okkar innra starf, um uppbyggingu og stefnu- mörkmi. Því eru félagsmenn eindregið Iivattir til að mæta vel og stuiulvíslega ó aðal- fundinn og taka þar þátt í um- fjöllun og afgreiðslu málefna félagsins. Um aðalfund félagsins segir m.a. svo í lögum ]>ess: 9.1 Aðalfund skal lialda í apríl eða maí ár hvert, og skal stjórn félagsins hoða til hans með minnst vikn fyrirvara í tveimur fjölmiðlum hið fæsta og á vinnustöðum fé- lagsmanna. Greina skal skýrlega í fundar- hoði dagskrá fundarins og skal einkum geta lagahreytinga ef fyrirhugaðar eru. 9.2. Aðalfundur fer með a:ðsta vald í málefnum félagsins, nema gerð sé lögleg undantekning þar á . 9.3 Dagskrá aðalfundar skal vera: 1. Starfskýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár flutt. 2. I.agt fram yfirlit yfir reikninga félagsins og sjóði þess til sam- þykktar. 3. Lagabreytingar ef fyrir liggja. 4. Stjórnarskipti. 5. Kosning tveggja end- urskoðenda og tveggja til vara. 6. Kosning sex manna í iðnréttindanefnd. 7. Kosning ritstjóra. 8. Kosning í stjórn Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna. 9. Nefndakosningar. 10. Onnur mál. 9.4. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað og hann sitji eigi færri en 35 félagsmenn, þar af meirihluti stjórnar. Verði aðalfundur ekki löglegur vegna fá- mennis, skal boða til nýs aðalfundar á sama hátt með 3 daga fyrirvara og er sá fundur lögmætur hversu fáir sem sa:kja hann. Ut frá þessum lagagreinum hlýtur öllum félagsmönnum að vera Ijóst að á aðalfund- inum, öðrum fundum fremur, er hægt að taka stefnumarkandi ákvarðanir fyrir fé- lagið. Það er ]>ví mikilvægt að sent flestir mæti. Þeir félagsmenn sem ekki mæta fela raunverulega hinum sem mæta ákvörðun- arvaldið. STJÓRN OG TRÚNAÐARMATVNARÁÐ Eins og lög félagsins ma:la fyrir um sér stjórnin um rekstur félagsins milli aðal- funda. Eftir síðasta aðalfund skipti stjórn þannig með sér verkum að varaformaður var Sæmundur Arnason, ritari Svanur Jó- hannesson, gjaldkeri Fríða 15. Aðalsteins- dóttir og meðstjórnendur þau Georg Páll Skúlason, Margrét llósa Sigurðardóttir og Tryggvi Þór Agnarsson. Þórir Guðjónsson var ltosinn formaður í sér kosningu. A starfsárinu hefur stjórnin haldið 31 stjórnarfund og fjallað um fjölmörg mál og málallokka. Eins og nærri rná geta er hér um að ræða mál sem þarfnast mismikillar umfjöllunar, allt frá því að vera einföld afgreiðslumál til stærri og viðameiri mála sem ]>á gjarnan eru tekin fyrir á fleiri en einum fundi sem er ba:ði æskilegt og nauð- synlegt þegar um mikilvæg og vandmeðfar- in nuil er að ræða. Reglulegir stjórnar- fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega og oftar ef þörf kreíur. Mæting á stjórnar- fundi hefur verið mjög góð og umræður ýt- arlegar. Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir 9 fundir í Trúnaðarmannaráði þar sem fjallað hefur verið um samninga, FRAMHALD Á BLS. 21 Frá stofnfuiidi Grafisk Forhund í Danmörkii en |iá sameinuðust 4 faglélög í eitt sanieiginlegt félag. 4 PRENTARINN 1/94

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.