Prentarinn - 01.01.1994, Síða 18

Prentarinn - 01.01.1994, Síða 18
Arsskýrsla og áritun stjórnar Þann 1. janúar 1994 gekk f gildi ný reglugerö fyrir sjóðinn. Á bótaákvæðum verða þær breytingar helstar að grundvallarlaun tengjast Iánskjaravísitölu, takmarkanir á verðtryggingu lífeyris falla niður og öll áunnin réttindi geymast viö Urgöngu Ur sjóðnum, en ákvæði um elli-,örorku- og makalífeyri verða að öðru leyti að mestu í samræmi við þær reglur sem reglugerð Sambands almennra Iífeyrissjóða kveður á um. Þá hafa ákvæði um ávöxtun fjár verið endurskoðuð með hliðsjón af breyttum aðstæðum á lánsfjármarkaði og stjórnarmönnum fækkar Ur 5 í 4. Eftir gildistöku hinnar nýju reglugerðar er talið að sjóðurinn eigi fyrir áföllnum skuldbindingum og þess er vænst að á næstu árum stefni í jafnvægi milli eigna hans og heildarskuldbindinga. Iðgjaldatekjur á árinu námu 153,9 millj. kr., semer3,l% lækkun frá fyrra ári. Alls greiddu 115 fyrirtæki til sjóðsins á árinu én þar af eru 39 sem ekki eru í prentiðnaði. Lffeyrisgreiðslur námu 48,7 milij. kr., sem er 13% aukning frá fyrra ári. Fjöldi lífeyrisþega sem fékk greiddan lífeyri f nóvember 1993 var 211. Fjöldi virkra sjóðfélaga í nóvember 1993 var 1.026. Rekstrargjöld námu 7,7 millj.kr., sem er 5% af iðgjaldatekjum ársins. Af heildareign sjóðsins sem var f árslok 2.227,4 millj. kr. eru skuldabréf og hlutabréf 2.129,8 millj. kr., eða 95,6%. Á árinu var fjárfest í skuldabréfum fyrir 445,1 millj. kr. Keypt skuldabréf hjá Byggingarsjóði ríkisins, hUsnæðisbréf og hUsbréf námu 187,9 millj. kr., eða 42,2% af heildarskuldabréfakaupum. Hlutabréfaeign sjóðsins í íslandsbanka er færð til eignar á markaðsverði í árslok. Nafhverð hlutabréfanna er 12,6 millj.kr. en bókfært verð í ársreikningi 10,8 millj.kr. í ársreikningi 1992 voru bréfin eignfærð á 17,3 millj.kr. og nemur því Iækkun á bókfærðu verði þeirra 6,5 millj.kr. Raunávöxtun sjóðsins vegna þessarar niðurfærslu lækkar um sem nemur 0,4%. Hrein eign sjóðsins í árslok var 2.227,4 millj. kr. og hækkaði frá fyrra ári um 298,5 millj. kr., eða 15,5%. Raunávöxtun á eignum sjóðsins á árinu 1993 er 6,7%. Stjóm Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna staðfestir hér með ársreikning sjóðsins fyrir áriö 1993 með undir- ritun sinni. Reykjavík, 22. mars 1994. 18

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.