Prentarinn - 01.01.1994, Síða 21

Prentarinn - 01.01.1994, Síða 21
FRAMHALD AF BLS. 4 starfsmannahald o.fl. Einnig var haldin dags ráðstefna þar sem fjallað var urn stefnu félagsins og framtíðarímynd þess, svo og nýjar leiðir í samningamálum. Ma't- ing á fundi í ráðinu hefur verið sæmileg, mætti vera betri, en vegna vaktavinnu er alltaf svo að ráðsmenn sem vinna á vökt- um eiga í erfiðleikum með að fá sig lausa og taka frí. Nokkuð hefur horið á því síð- asta árið að bæði stjórnar- og trúnaðar- ráðsmenn eiga í erfiðleikum með að fá frí í ca. 21/2 tíma til að sækja fund, oft vegna andstöðu yfirmanna, og einnig er dæmi um að fólk gefist hreinlega upp vegna þeirrar andstöðu. BREYTINGAR í STJÓRN FBM Þann 9. ágúst 1993 sagði Þórir Guð- jónsson af sér störfum og formennsku í FBM með bréfi sem hann sendi stjórn þann dag. Sæmundur Arnason varafor- maður tók við formennsku og Georg Páll Skúlason var kjörinn varaformaður. Pét- ur Agústsson tók sæti í aðalstjórn. Á fundi Trúnaðarmannaráðs 24. ágúst 1993 sagði Margrét Rósa Sigurðardóttir af sér í stjórn með bréfi dags. sama dag. Sig- rún Leifsdóttir tók sæti í aðalstjórn. Stjórnin var því þannig skipuð frá 30. ágúst: Sæmundur Arnason formaður, Georg Páll Skúlason varaformaður, Svan- ur Jóhannesson ritari, Fríða B. Aðalsteins- dóttir gjaldkeri, Tryggvi Þór Agnarsson, Sigrún Leifsdóttir og Pétur Ágústsson með- stjórnendur. I varastjórn: María H. Krist- insdóttir, Margrét Friðriksdóttir, Guðjón B. Sverrisson og Þorvaldur Eyjólfsson. FÉLAGSFUNDIR Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir 4 félagsfundir. Þann 4. júní var fjallað um samninga er stjórnin skrifaði undir 25. maí 1993 en þeir voru næstum sam- hljóða sanmingum ASI og VSI. Aðalatriði samninganna var lækkun vaxta, lækkun á virðisaukaskatti á matvæli og stöðugleiki í kaupmætti. Einnig var samþykktur nýr vaktavinnukafh í kjarasamningi okkar. Þá var haldinn félagsfundur 11. nóvem- ber 1993, en J)ar var fjallað um breytingar sem urðu á stjórn FBM 9. ágúst sl., fjár- mál, útgáfumál og ný reglugerð Lífeyris- sjóðs bókagerðarmanna var einnig til um- ræðu. A fundinum gerði stjórnin ítarlega grein fyrir Jæim ástæðum er lágu til grund- vallar afsagnar Þóris Guðjónssonar. Einnig gerði Margrét Rósa grein fyrir J)eim ástæðum sem lágu að baki ákvörðun hennar um afsögn, og þeim ágreiningi sem varð á milli hennar og ritnefndar. Þrír fulltrúar í ritnefnd skýrðu frá afsögn sinni úr ritnefnd og ástæður J)ess. Fundurinn sam]>ykkli vantrausttillögu á ritstjóra Prentarans. Olafur H. Steingrímsson fulltrúi FBM í stjórn Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna gerði grein fyrir nýrri reglugerð og út- skýrði ástæður þess að skerða þyrfti greiðslur til sjóðfélaga. I janúar var fundur með frambjóðend- um til formannskjörs og í mars var fundnð um leysi- og spilliefni í prentiðnaði. Þá hafa verið haldnir allmargir vinnu- staðafundir þar sem m.a. var útskýrð ný reglugerð Lífeyrissjóðs hókagerðarmanna. Sú venja hefur skapast að starfsmenn fé- lagsins hafa haft forgöngu um þessa fundi, en æskilegra væri að trúnaðarmenn og starfsfólk óskuðu eftir fundi. Þetta eru allajafna mjög góðir fundir ])ví þarna l'á stjórnarmenn glögga mynd af því sem er efst í hugum félagsmanna. Ljóst er að vinnustaðafundir geta aldrei verið ákvörðunaraðili fyrir félagið, til þess eru félags- og aðalfundir. ERLEND SAMSKIPTI amskipti okkar við erlend félög hafa verið í hefðbundnum farvegi liðið starfsár, en við erum aðilar að Jjremur er- lendum samböndum: NGU, EGF og IGF. I gegnunt árin hefur samstarfið verið mest við NGU en hægt er að merkja breytingu á Jtessu ])ví starf EGF hefur aukist jafnt og ])étt. Reikna má með að þegar önnur Norður- lönd verða gengin í Evrópusambandið verði aukin áhersla lögð á EGF. FRM á varamann í stjórn NGU og fulltrúa í fasta- nefnd EGF og fer formaður með J)að um- hoð. Aðalfundur NGU var haldinn hér á landi 24. - 26. maí en um 30 fulltrúar ásamt mökum sóttu ársfundinn. Fulltrúar FBM á fundinum voru Þórir Guðjónsson, Sæmundur Árnason og Svanur Jóhannes- son. Fundir erlendis voru á vegum EGF og NGU. Sæmundur Arnason fór á fund hjá EGF í Brussel í maí sl. um samræmingu samninga innan Evrópu. Þórir Guðjóns- son fór á |>ing dönsku og finnsku bóka- gerðarsambandanna í júní. Margrét Frið- riksdóttir fór á Höfuðborgarráðstefnu í Osló í september. Georg Páll Skúlason sótti fund um samningamál í Noregi í janú- ar sl. Svanur Jóhannesson fór á fund um leysiefni í SvíJ)jóð í febrúar. 1 september sl. fóru Eggert Isólfsson, Georg Páll Skúlason og Tryggvi Þór Agn- arsson á prentsýninguna IPEX í Birming- ham, en þetta er í annað sinn er FBM sendir fulltrúa á sýningu erlendis. ÚTGÁFUMÁL Frá síðasta aðalfundi liafa komið út tvii hlöð af Prentaranum og J)á var sú ný- breytni tekin upp að gefa út Fréttabréf með stuttum og afmörkuðum fréttum af fé- lagsstarfi. Fimm fréttabréf hafa komið út. Þessari nýbreytni hefur verið vel tekið. Eins og félagsmönnum er kunnugt varð uppi ágreiningur milli ritstjóra og rit- nefndar sem varð til þess að ])rír af fjórum ritnefndarmönnum sögðu af sér. I fram- haldi af samþykkt vantrausttillögu félags- fundar á ritstjóra Prentarans 18. nóvem- ber sl. sam])ykkti Trúnaðarmannaráð FBM að fresta útgál’u Prentarans fram að næsta aðalfundi. FBM hefur styrkt útgáfu blaðsins „Gegn atvinnuleysi“. Þegar eru kornin út tvö tölublöð. TÖLVUKRÓKUR Komið var á fót æfingaaðstöðu á tölvur í félagsheimilinu að Hverfisgötu 21. I samstarfi við Prenttæknistofnun voru settar upp tvær tölvur ásamt sjónvarpi og myndbandstæki. Aðstaðan stendur félags- mönnum til boða alla virka daga á skrif- stoíutíma og einnig frá 17-20 miðviku- og fimmtudaga. Kennslumyndbönd á helstu forrit í prentsmíð eru til staðar. Tölvu- krókurinn var opnaður í febrúar sl. og hefur aðsóku verið heldur lítil liingað til. Félagsmenn eru hvattir eindregið til að nýta sér aðstöðuna og tileinka sér það helsta sem býðst í tölvumálum. PRENTTÆKNISTOFNUN amstarf atvinnurekenda og launþega í menntunarmálum prentiðnaðarins hefur verið afskaplega gott og á því byggist sá mikli árangur sem þegar hefur náðst í málefnum iðnnámsins og eftirmenntunar- innar. j stjórn eru tveir fulltrúar Samtaka iðnaðarins, Guðmundur Kristjánsson og Þorgeir Baldursson og tveir fulltrúar Fé- lags bókagerðarmanna, Olafur Björnsson og Rafn Arnason og Sæmundur Árnason til vara. Eftir að FIP var sameinað öðrum iðn- rekendasamtökum í Samtök iðnaðarins er Prenttæknistofnun í öllu húsnæði Sam- taka iðnaðarins að Háaleitisbraut 58-60. Þar eru núna þrjár kennslustofur, ]>ar á meðal ein fullkomin tölvustofa. Umræður liafa farið fram unt aukna samvinnu eftir- menntunarstofnana iðnaðarins og hefur sú liugmynd verið reifuð að öll sú starf- semi yrði undir einu þaki í iðnaðarhúsinu við Hallveigarstíg. Prenttæknistofnun hefur starfað frá haustinu 1991 og hefur starfsemin aðal- lega verið á þremur sviðum, námskeiða- hahli, námsgagnagerð og grunnmenntun- armálum. Iðnnámið Starfsmenntun hefur verið mjög í sviðs- Ijósiuu undanfarin misseri. A grundvelli breytinga á liigum um framhaldsskóla var PRENTARINN 1/9 t 21

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.