Prentarinn - 01.01.1994, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.01.1994, Blaðsíða 23
Tölvukrókur FBM og Prentlækiiislofnunar var opnaður nieð viðliiifn. ÖRYGGISNEFNDIN OG UMHVERFISMÁL ✓.. IOryggisnefnd prentiðnaðarins eru eft- irtaldir menn. Frá FBM: Svanur Jó- liannesson formaður og Omar Kristjáns- son. Frá Samtökum iðnaðarins: Steindór Hálfdánarson ritari og Orn Jóhannsson. Nefndin hélt nokkra fundi á árinu. Lok- ið var við að gera myndbandið „Oryggi og aðbúnaður í prentiðnaði“ og var það fjár- magnað með myndarlegum luetti af ýmsum fyrirtækjum og stofnunum, þannig að fé- liigin sluppu mjiig vel út úr kostnaðarhlið- inni. Munaði )>ar mest um styrki Vinnu- eftirlitsins og Iðnlánasjóðs. Akveðið var að fjölfalda það og dreifa í prentsmiðjurn- ar þeini að kostnaðarlausu og er nú verið að vinna að því. A fundum nefndarinnar hefur aðallega verið rætt um slys í prentsmiðjunum, sem hafa verið nokkur að undanförnu og hvernig megi bregðast við þeim. Hafið er samstarf við Vinnueftirlitið og verður fundur með fulltrúum þeirra á næstunni um hvað hægt sé að gera. Pá hefur verið ákveðið að láta teikna nýtt veggspjald og vekja athygli á þeim hættulegu efnum sem notuð eru í prentiðn- aðinum. Mun það sjá dagsins Ijós á næst- unni. Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í maí n.k. á vegum Vinnueftirlits ríkisins og mun Kári Kristjánsson sjá um skipulag þess og kennslu. verið samþykkt. Tókst fundurinn með ágætum þó fáir væru mættir. Svanur Jóhannesson fór á ráðstefnu um leysiefni á vegum NGU í Malinii í Svíþjóð í febrúar sl. Ymislegt fróðlegt kom þar l'ram og verður kynnt í félaginu á næstunni. FRÆÐSLUSJÓÐUR BÓKAGERÐARMANNA tarf Fræðslusjóðs hefur tekið nokkrum breytingum. Ekki hefur borið eins mikið á og áður að félagsmenn sæki sér aukna menntun erlendis. Kannski hefur Prenttæknistofnun liaft þar nokkuð að segja. Helstu breytingar í starfi sjóðsins eru þær að ákveðið var að styrkja nám- skeið sem félagsmenn saikja í Tómstunda- skólanum um 50% eða allt að 8.000 kr. Eiunig hafa almenn tungumálanámskeið veiáð styrkt. Þá var ákveðið að sjóðurinn standi straum af kostnaði námskeiða hjá Prenttæknistofnun fyrir atvinnulausa fé- lagsmenn. Felst það í því að greiða nám- skeiðsgjöld og 1% af heildargreiðslu at- vinnuleysisbóta. Alls voru veittir 17 styrkir til almenns náms eða tómstunda. 3 styrkir til nárns er- lendis á stutt námskeið og 2 styrkir voru veittir til lengra náms. A starfsárinu varð sú hreyting á stjórn sjóðsins að Georg Páll Skúlason var skip- aður í stað Þóris Guðjónssonar f.h. FBM. Auk hans sitja í stjórn: Svanur Jóhannes- son FBM og Þórarinn Gunnarsson Sam- tökum iðnaðarins. A síðasta ári fengu 29 félagsmenn greidda sjúkradagpeninga að upphæð u.þ.h. 7. milljónir. Afar mismunandi er hversu lengi hver og einn þarf á sjúkra- dagpeningum að halda. Réttur til sjúkra- dagpeninga er 80% af launum fyrstu 26 vikur og 50% næstu 78 vikur. Þannig geta sjúkradagpeningagreiðslur varað frá ein- um degi og allt að tveimur árum. Eins og reglugerð sjóðsins kveður á um veitti hann útfararstyrki vegna þeirra fé- laga sem létust á árinu, en Jieir voru 8 tals- ins. Styrkurinn er nú kr. 105.000. Sjúkrasjóður veitti u.Ji.b. 200 styrki vegna heilsuverndar og forvarnarstarfs í heilsuvernd. Flestir styrkirnir eða 128 voru veittir vegna námskeiða í líkams- ræktarstöðinni Máttur. Stöðin Jiykir afar góð og nýtur aukinnar vinsældar meðal fé- lagsmanna. Félagsmenn af landsbyggðinni hafa hlotið styrki á sambærileg námskeið í sinni heimahyggð. Styrkir vegna sjúkra- Jijálfunar og endurhæfingar sem nema 50% af kostnaði félagsmanns voru alls 52. SKÝRSLA BÓKASAFNSNEFNDAR Arið 1993 skipuðu bókasafnsnefnd Svanur Jóhannesson, Einar Einars- son og Bergljót Stefánsdóttir. Lokið er að mestu endurbótum á kjall- aranum og er framundan vinna við að koma Prentaranum fyrir á aðgengilegan hátt og endurskipuleggja húsnæði hóka- safnsins á efri hæðinni og í kjallara. Færri bækur voru keyptar en oft áður en bætt var við myndbandasafn bóka- safnsins og kennslumyndbönd keypt og einnig voru eldri myndbönd send til Bandaríkjanna til uppfærslu. Utlán á myndböndum hefur mælst vel fyrir og margir félagsmenn notfæra sér Jiá þjónustu auk Jiess sem myndböndin koma í góðar þarfir í Tölvukróknum. Reynt er að fylgjast með nýjungum í kennslumyndböndum og hafa á boðstólum nýjustu tölvutímarit. Bókasafnið er opið á skrifstofutíma og eftir nánara samkomulag við Svan hjá FBM eða Bergljótu hjá Lífeyrissjóði lióka- gerðarmanna. Af öðrum verkefnum sem unnið hefur verið að á vegum Félags bókagerðarmanna er fjögurra síðna pési um umhverfismál og er þar aðallega fjallað um jurtaolíurnar sem nú ryðja sér til rúms í stað leysiefna við hreinsun á prentvélum. Þá var fyrir skömmu haldinn almennur fundur í félag- inu um förgun spilliefna og mættu á hann heilbrigðisfulltrúar frá Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði og útskýrðu mengun- arvarnareglugerðina, sem nýlega hefur Sjúkrasjóður júkrasjóður FBM hefur haft gott orð á sér fyrir að vera hliðhollur sínum fé- lagsmönnum og hefur greitt rausnarlega sjúkradagpeninga í samanburði við sína líka. Gott er að sjóðurinn nýtist Jieim sem eiga um sárt að binda og saman skulum við hæta þjónustu við Jiá sem þurfa helst á henni að lialda. LÁTNIR FÉLAGAR Frá síðasta aðalfundi liafa níu félagsmenn látist, Jieir eru: Ragnar Halldórsson, Jó- hannes Guðmundsson, Filippía Jónsdótt- ir, Kristinn Sigurjónsson, Magni Hauks- son, Bryndís Andersen, Gylfi Hjálmars- son, Jakob Maríus Sölvason og Sigurborg Kolbeinsdóttir. PRENTARINN 1/94 23

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.