Prentneminn - 14.02.1927, Blaðsíða 3

Prentneminn - 14.02.1927, Blaðsíða 3
PRENTNEMINN 3 VIÐ KASSANN (Afl mestu úr Typografi E. Selmars) ■ Góð aöstaöa viö vinnuna og róleg, en rösk, hugsuö handtök eru tvö atriöi, sem mikilveröust munu vera fyrir setjarann. En vinnuaöferö margra setjara veldur meira erfiöi, en nauösyn krefur, og fum handanna er svo mikiö, aö mikill tími spillist. Setjarinn veröur aö standa rétt á báö- um fótum, en hvíla þá ekki til skiftist, því aö þaö veldur meiri þreytu. Nauö- synlegt er, að nemar fái aö hreyfa sig nokkuö, aö minsta kosti fyrst, meöan þeir venjast stööunum. Pess vegna er þægilegt, aö þeir fari ýmsar sendiferöir. Reyna á aö grípa hvern staf réttan og færa hann styztu leið í mótiö (hakann). Þar tekur þumalfingur vinstri handar viö honum, og hin höndin sækir þann næsta. — Sá er vani sumra setjara, aö láta hönd- ina gera ýmsar óþarfa hreyfingar, á leiö- inni til mótsins (hakans), sem skeröa flýt- inn. Einnig tvístíga sumir, sveigja lík- amann og setja hann í ýmsar stellingar, er valda þreytu og töf. Þó aö þeir, sem taka eftir þessu síöar, vilji færa til betri vegar, veröur þaö illgerandi eöa ómögu- legt. »Ekki er ráö, nema í tíma sé tekiö«. 7. H. G. UM PRENTLISTINA Uppfinnandi prentlistarinnar var Jóhann Gutenberg, þýzkur maður aö ætt og upp- runa, fæddur í Mainz á Þýzkalandi. Hann var alla æfi fátaekur aö fé, en auöugur aö áhuga og elju. Hann var af góöu bergi brotinn. Áriö 1436 er taliö aö hann hafi fyrst prentaö meö lausa letri. Gutenberg dó í Mainz áriö 1468. Fyrsta bók, sem prentuö var í Kaup- mannahöfn er talin vera prentuö áriö 1493. Snemma hafa aö líkindum tíöindin um uppgötvun Gutenbergs borist til íslands, þar sem þá voru talsveröar samgöngur viö Þýzkaland. Áriö 1530 er taliö aö }ón Arason hafi fengiö hingað sænskan prentara, aö nafni Jón Matthíasson, til aö setja niöur preni- smiöju á Hólum. Nokkrar bækur voru þá þegar prentaðar, en eigi voru verulegar framfarir í prentlistinni hér á landi, fyr en Guöbrandur Þorláksson fékk sér prent- smiöju, áriö 1578. Guöbrandur lét prenta margar bækur og auk þess hiö mikla verk, biblíuna. Guöbrandar-biblía ereitthvert hiö mesta listaverk, sem prentaö hefir verið á íslenzka tungu, frá prentlistarlegu sjón- armiöi. — Auk yfirprentarans unnu 7 sveinar aö biblíunni. Áriö 1593 er talið aö Guöbrandur hafi keypt prentsmiðju Jóns prentara Jóns- sonar (Matthíassonar) fyrir 100 spesíudali. S. Ö. IÐNSKÓLINN Iönskólinn er dálítiö breyttur frá því sem hann hefir veriö undanfarin ár. Breyting þessi hefir þaö í för meö sér, aö nemendur hafa meiri tíma til náms heima, en veriö hefir. Áöur var kent á hverju kveldi; nú er kent þannig: í 1. og 2. bekk er kent 4 kveld í viku. í 3. og 4. bekk er kent 5 kveld í viku. Einnig hefir breyting veriÖ gerö á teiknikenslu hjá prentnemum. Breytingin er sú, aö allir prentnemar í 2., 3. og 4. bekk læra nú frí- hendisteikningu (skuggateikningu). Fram- vegis þurfa prentnemar aö eins í 1. bekk aö læra flatarteikningu. Þessi breyting hefir án efa veriö prent- nemum mikiö í vil. Þaö er nokkuö eöli- legra aö prentnemar læri fríhendisteikn- ingu en aö þeir séu aö læra rúmteikn- ingu og klossateikningu. Annars finst mér þaö alt af vera óeölilegt aö helminginn af öllum skólatímanum skali maöur þurfa aö vera í teikningu. En þetta gengur líklega svona, þangaö til aö prentlistardeild kem- ur í skólann. Aö minsta kosti helmingnum áf þeim tíma, sem viö erum í teikningu, gætum viö varið í aö læra tungumál.

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/954

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.