Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Blaðsíða 6
26
GRÆNLANDSVINURINN
Janúar—marz 1955
— 1938—39 — 5.228 — (fjárlög),
— 1943—44 — 5.112 — (reikn.),
— 1944—45 — 5.385 — (reikn.),
— 1945—46 — 5.687 — (fjárlög),
— 1946—47 — 7.899 — (fjárlög).
(Ú Statistik Árbog).
Arðurinn af kryolitnámunni er ekki hér með talinn.
Hin háa upphæð fjárlaganna fyrir 1946—47 hygg
ég að stafi af nýbyggingum í stað skipa, er sökkt
var í síðasta stríði.
Hinn 29. marz 1926 gerði innanríkisráðuneytið
(danska) samning við krýólítfélagið er gekk út á
það, að krýólítfélagið greiddi gjald í sérstakan sjóð
í vörzlu innanríkisráðuneytisins. Verði halli á lands-
reikningi Grænlands, á að yfirfæra úr þessum krýólít-
sjóði til að jafna þann halla, og hefur krýólítsjóður-
inn getað staðið undir þessum greiðslum, að ég bezt
veit. — Enda ætti það að vera augljðst mál, að Græn-
landsstjóm mundi ekki úthluta 3—5 millj- króna ár-
lega, sem, að mestu leyti, raunverulegri gjöf, til krýó-
lítgæðinga sinna, ef hún gæti ekki staðið undir út-
gjöldum á landsreikningi Grænlands.
1 viðbót við hina efnahagslegu og stjómlagalegu
kúgun hafa Danir um nokkra áratugi haldið uppi
öflugri og markvissri þjóðerniskúgun á Grænlandi.
Um áratugi hefur danska verið kennd í öllum bama-
skólum á Grænlandi. I hærri skólum er allt kennt á
dönsku, og næsta skrefið á að verða, að öll kennsla
á Grænlandi fari fram á dönsku o. s. frv. Allir geta
séð, hvert þetta stefnir og hver ætlun Danmerkur er.
vm.
Þeim sem lesið hafa lofgerðina um meðferð Dana
á Islandi um það bil sem þeir voru að útrýma þjóð
vorri með öllu kemur ekki ótrúlega fyrir sjónir, að
Danir hafi fengið „... . almennast lof í Sameinuðu
þjóðunum fyrir góða nýlendustjóm — fyrir mannúð-
lega, farsæla, óeigingjarna stjórn á því landi, sem er
fátækast af öllum löndum, og þeir ævinlega hafa
orðið að leggja mikið fé .... “ (Kr. Albertsson í
Morgunbl. 9. des. 1944). — Grænland er ekki (eins
og hér hefur verið lýst nokkuð) aðeins kaupþrælk-
unarsvæði, heldur einnig lokað land öllum þeim, sem
ekki vilja syngja kaupþrælkunarhermnum lof og prís.
Grænlendingar tala mál, sem svo til enginn skilur,
og gagnrýni frá þeim væri og af öðmm ástæðum
ómöguleg- En að Islendingnum Kristjáni Alberts-
syni finnst „.... eins og öllum hinum, að hin fá-
tæka þjóð í örðugasta landi heims hefði aldrei átt
neinum neitt að þakka nema Dönum, og ætti á engu
betra völ en að .... “ sameinast þjóð, sem hún hefur
enga samúð með, getur ekkert átt sameiginlegt við
og á allt illt að gjalda, það furðar mig!
Enginn Grænlendingur hefur af fúsum vilja óskað
sameiningar við Danmörku, enginn Grænlendingur
getur heldur andmælt eða verið á móti þessari dönsku
kröfu án þess, að glata tímanlegri velferð sinni og
sinna.
Svo spyr Kr- A. hvort við eigum „að andmæla
stjóm Dana á Grænlandi og þeirri breytingu á stjóm-
skipulegri stöðu hinnar fyrri nýlendu, sem nú hefur
gerð verið, — að við eigum einir allra hinna þjóðanna
að rísa upp pg bera sakir á Dani vegna þessara mála.
Erum við þess umkomnir, veit Alþingi meira um
stjóm Dana á Grænlandi og er það dómbærara um
þróunina en gæzluverndamefnd Samein. þjóðanna".
Ætli þó ekki það! Ætli við könnumst ekki við dönsku
kaupþrælkunina! En orð Kr. Al. sýna, að í Sameinuðu
þjóðunum vita menn á þessu engin sönn skil. — En nú
spyr ég:
Hvað fékk landsstjóm vor og þeir 30 hlekkjuðu
þingmenn fyrir það, að gefa upp þann rétt sinn að
geta staðið og standa upp á þingi Sameinuðu þjóð-
anna og kæra Danmörku þar fyrir meðferð hennar á
Grænlandi og auglýsa og heimta þar rétt vom með
einurð? Vér höfum forsómað enn eitt tækifæri, til
að kref jast réttar vors til Grænlands, og leggja lönd-
um vomm þar lið.
Eins og við er að búast, leggja Grænlandsvinimir
hér á landi mismunandi ríka áherzlu á hinar ýmsu
hliðar Grænlandsmálsins. Sumir leggja t. d. aðalá-
herzluna á það, að fá fiskistöðvar, aðrir á það, að fá
Grænland losað úr arðránsgreipum Dana eða fá bætt
hið ömurlega hlutskipti Grænlendinga o. s. frv- En
aðeins ein leið liggur að þessum margvíslegu mark-
miðum, og hún er sú, að allir safnist um Grænlands-
tillögur Péturs Ottesens, að krefja Dani viðurkenn-
ingar á yfirráðarétti Islands yfir Grænlandi, og vilji
Danir ekki verða við þeirri kröfu, þá að leggja málið
hiklaust fyrir alþjóðadóm og fá úr því skorið, hvort
Island eða Danmörk eigi yfirráðarétt yfir Grænlandi.
Það er ekki imperialismi eða ágengni í nokkurri mynd
að leggja mál í dóm. Eigi er það heldur nýlendupóli-
tík. Og hér á íslandi er allt að vinna en engu að tapa.
I gæzluverndarnefndinni sögðu Danir, að Grænland
væri ekki nýlenda, heldur krónland. Fyrir þeirri stöðu
til krónunnar verða þeir að gera grein.
En einungis með því, að helga oss yfirráðin yfir
Grænlandi, verðum vér þess megnugir, að koma þar