Fullveldi - 01.11.1973, Page 3

Fullveldi - 01.11.1973, Page 3
Neskaupstað, nóvemlber 1973. fullveldi 8 Heilbrigð shynsemi im iierfneði Umræður um stefnu ríkisstjóm- arinnar í herstöðvamálinu fara nú vaxandi, eftir að málið er fyrir alvöru komið á dagskrá og sá dagur nálgast, að á einstök frarn- kvæmdaatriði málefnasamnings- ins reyni. Brottför hersins á kjör- tímaJbiliinu er sem kunnugt er ann- að meginatriðið í stefnu ríkis- stjórnarinnar á sviði utianríkis- mála, og nú eftir *að öidumar er tekið að lægja í landhelgismálinu og mikilvægur áfangi Ihefur þar náðst, mun þetta sjálfstæðismál okkar sikipa öndvegi í hugurn manna og umræðum. Varð*aindi herstöðvamálið og að- ild okkar að hernaðarbandalagi eru skoðanir manna hins vegar þó um mjög afgerandi breytingu að ræða, sem á sér ótvíræðan bak- hjarl meðal mikils hluta þjóðar- inn*ar, einnig með mörgum þeim mönnum, sem greiddu „hervernd- arsamningn.um“ atkvæði sitt 1951, en hafa nú endurmetið afstöðu sína. Málstað okkar, sem andstæð erum aðild að Nató, er það fyrir bestu að spenna bogann ekki of hátt, viljum við af einlægni tryggja áfangasigur í tþessu máli þjóð okkar til heilla. Hér í þessu biaði er lítið rúm til að ræða einstaka jþætti her- stöðvamálsins, en ég vil þó tæpa á fáeinum atriðum úr málflutningi þeirna, sem halda vilja í herstöðv- ar í landinu. Herstöðin á Stokksnesi við Hornaíjörð — Býðnr hættunni licim. skiptar á allt annan hátti en var í landiheigismálinu, þar sem sæmi- legur einihugur hefur ríkt meðal almennings. Fyrir þessu eru í senn tilfinningalegar, stjórnmálalegar og efnahagslegar forsendur, svo ekki sé minnst á þá herfræðilegu þrætubókarlist, sem við erum nú fóðraðir á erlendiis frá eins og ætíð fyrr, er 'kreppt ihefur að herstöðv- um Bandaríkjanna hérlendis. Vegna ihatrammrar andstöðu forystuliðs Sjálfstæðisfiokiksins gegn því, *að í nokkru verði hrófl- að við Iherstöðvum Bandaríkjanna hér í bráð og lerngd, mun brottför hersins verða mikið átakamál og tvíslígandi afstöðu gætir einnig innan annarra stjórnmálafioklka. í þesisari sitöðu verð.uir það afger- andi, að almenningur haldi vöku sinni, setji sig inn í málin og geri skoðanir sínar gildandi innan flokka sem utan. Meginatriði í sóknarlotu okkar herstöðvaand:stæðiing>a nú er að fá fnam fullar efndir á fyrirlieitinu um brotiiför hersins á kjörtímabil- inu, þannig að vorið 1975 séu utan,- ríkismál okka.r að þessu leyti kom- in í svipaða stöðu og hér ríkli fyrir gerð “iherverndarsamninigsins“ vor ið 1951. Margir munu ekki telja slíkit nema hálfan sigur á meðan við enn erum bundin í hernaðar- bandalagi. 1 mínum huga væri hér Því er haldið fram, að öryggi Islands í friði og ófriði sé best borgið með Ihersetu í landinu. — Þessu er ti-1 að svara, að með herstöðivum á friðartimum erum við að binda hendur ok'kar, beint og ófoeint, á sviði utanríkismála, og stuðlum að tvíbýli í landinu, sem engri þjóð er foærilegt (il lengd ar og enginn íslendingur vildi Ijá máls á 1944 og fáir fyrstu árin eftir stofnun lýðveldisins. í ófriði er okkur engin vörn helduir stór- fell-d hælta búiu af herstöðvum í lan-dinu, og öllum er það ljóst, sem sjá vilja, að „herverndin“ hefiur frá upp'hafi ekki verið snið- in að almannavörnum í styrjaldar- átökum eða öðrum hagsmunum íslendinga. Gegn herfræðilegum þanka sérfræðinga Nató eða ann- arra af því sauðahúsi eigum við íslendingar aðeins eit.t vopn: Heil- brigða skynsemi vopnlausrar smá- þjóðar. — Vopnlausum almanna- vörnum á Islandi eigum við sjálfir að stjórna til að mæta því, sem að höndum getur foorið í landinu vegna náttúruihamfara og af öldu- róti ófriðar. Við þuirfum ekki her- lið hér til að berjast við eldgos og jarðskjálfta eða til að tflytja sjúklinga milli byggðarlaga, eins og halda mætti af málflutningi þeirra, sem lengst eru leiddir í láglcúru og dekri við erlent vald. Því er haldið fram, að Islend- ingar geti illa mætt þeirri efna- hagslegu röskun og hugsanlegum efnahagSþvingunum, sem fylgdu brottför hersins. — Vissulega vit- um við, að sterkir og margslungn- ir viðskiptahagsmunir eru milli herstöðvarinnar í Keflavík og einkaaðila og stórfyrirlækja hér innanlands, og málsvarar þessara aðila syngja hæst í þeim kór, sem nú kyrjar um nauðsyn hersetu í ýmsum tóntegundum og þeir ihinir sömu hafa vel efni á að borga nokkuð fyrir þá hugsjón að festa hersetuna í sessi til langframa. Með þessum aðilum þarf enginn að hafa samúð, þeirra hagur e.r ékki alþjóðar. Hitt er aftur sjálfsagt mál, sem fylgja verður með tö'ku ákvarðána um brottför Ihersins, að : því íslenska vinnuafli, sem nú er > bundið við herstöðina, verði j tryggð önnur störf og tillit tekið ! jafnframt til hugsanlegrar rösk- j unar á 'hag almennings og sveitar- ; félaga suður þar. Slíkan skatt. ! verður þjóðin að borga í sarnein- 1 ingu ef með þarf, þótt hitt sé jafn ! líklegt, að flestir slandi jafnréttir ! eftir. Þannig vitum við, að flug- ! höfnin í Keflavík heldur gildi sínu óskerlu í alþjóðasamgöngum eftir sem áður, og ný verkefni bætast stöðugt við í tengslum við þá þjónust.u. — Á fougsanleigar efna- hagaþvinganir verður að láta reyna með því hugarfari, að við beygjum okkur ekki fyrir slíkum iökum og eigum þeirra auk held- ur ékki von úr þessa*i átt eða annars staðar frá, ef við sjálfir höldum eðlilega á málum og af þeirri reisn, sem fullvalda ríki er samboðin. En erum við þá ekki að gera nágrönnum okkar á hinum Norð- urlöndunum óleik, og þjóna undir Rússa og fjandskapast við Banda- ríkjamenn, sem reynst hafa okkur v-el? — Vert. er að minna á, að grannar okkar í Noregi og Dan- mörku hafa ekki Ijáð máls á er- lendum herstöðvum frá því þeir gengu í Nató, og ef til vill óttast þeir aukna ásókn í slíka aðstöðu af hálfu Bandaríkjanna eftir að herlið hverfur héðan. Um heifræði legt púsluspil þurfum við ’hins veg ar ekki þeirra orð fremur en Bandaríkjamanna sjálfra, nema við séum fúsir til þess fyrirfram að eftirláta herforingjum forsjá um málefni o'kkar. Með óháðri ut- anríkirstefnu og afnámi herstöðva í landinu göngum við gegn þeirri sameiginlegu stefnu Rússa og Bandaríkjamanna að viðlhalda ríkjandi ástandi og skipta Evrópu upp í áhrifasvæði á milli sín otg segja smáríkjum fyrir verkum. Með því 'göngum við gegn hags- munum ríkjandi afla hjá þessum risaveldum báðum, enda er þar engar fyrirmyndir að finna. Um leið breytum við hins vegar í samræmi við foagsmuni okkar sjálfra og þeirra, sem berjast gegn herþjökun og stórveldaforsjá um allan heim. Við, sem kallaðir erum kommúnistar af andstæðingum og vændir um þjónkun við erlenda hagsmuni, getum látið okkur slíkt í léttu rúmi liggja, svo lengi sem ekki er fótur fyiir slíkum ásökun- um. Og hinum, sem trúa vilja rógi í þá veru, má segja til huggunar, að þeir, sem hér eru ákafast stimplaðir Rússadindlar af mál- svörum hersetu í iandinu, yrðu þeir fyrstu, sem settir yrðu bak við lás og slá, ef herlíð birtist úr þeirri áttinni. Hættan af veru erlends herliðs hérlendis hefur veríð mikil allan þann tíma, sem liðinn er frá komu þess, einnig siðræn og þjóðernisleg þótt andóf góðra manna hafi þar mátt. sín nok'kuð. Ekkeirt sýnir okkur ljósar dýpt þeirrar mein- semdar, sem í hersetunni felst, en sá stóri foópur íslendinga, sem tekinn er að líta á herlið í landinu sem sjálfsagðan og ómissandi hlut svo ekki sé minnst á þá, sem beint og óbeint eru þar á mála. Framfo. á 2. síðu. Frá Keilavikurílugvelli — Ekk i í þágu Islendiuga.

x

Fullveldi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fullveldi
https://timarit.is/publication/970

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.