Aðventfréttir - 01.01.2007, Blaðsíða 3
sú að vonin sé byggð á þessari djúp-
stæðu löngun eftir Guði sem sálmurinn
lýsir og sem er til staðar á einhvern hátt
hjá sérhverjum manni. Því þessi þrá
eftir Guði er einmitt verk Guðs sjálfs.
Hann hefur sjálfur lagt hana í hjarta
sérhvers manns. Vonin væri ekki til
staðar ef mannkynið væri án hans. Það
er náð Guðs sem vekur þessa löngun til
lífsins og öll sköpunin vitnar um Guð að
hann hefur gefið og gefur sjálfan sig.
Vannæring drepur þessa von. Mætti því
orð sálmaskáldsins vera einkunnarorð
okkar fyrir þetta ár: “Sem . . . vatnslindir
þráir sál mín þig, ó Guð. . . Hvenær
mun ég fá að koma og birtast fyrir
augliti Guðs?" Nærumst á honum dag
hvern á þessu nýja ári, honum sem
veitir þá von sem gefur lífinu gildi.
Eric Guðmundsson
FRÆKORNIÐ AUGLÝSIR:
A Trip Into the Supernational
Ferð á vit hins yfirskilvitlega
Erum búin að fá nýja sendingu af
bókinni A Trip Into the Supernatural
eftir Roger Morneau (aðeins á ensku).
Reynsla og spurningar barnæskunnar
og þátttaka í stríði hafði snúið Roger
Morneau gegn Guði svo mjög að hann
hataði hann. Eftir að stíðinu lauk leiddi
vinur hans hann með sér út I dýrkum á
því er virtist fögrum andaverum. Áður
en Morneau gaf sig fullkomlega
þessum föllnu englum á vald, heyrði
hann góðu fréttirnar um kærleiksríkan
Guð.
Þetta er sönn saga um það hvernig Guð bjargaði Roger Morneau
frá hræðilegu heimi satanisdýrkunnar. Átakanleg bók sem tekur á
andatrú og blekkingum hins illa í heiminum.
Verð kr. 995.-
FRÆKORNIÐ AUGLÝSIR:
Lífsreynslur og bænasvör
í þýðingu Sigurleifar Stefánsdóttur
í þessari litlu bók er að finna þýddar frásagnir
af undraverðu bænasvörum og lífsreynslum
Guðs fólks út um allan heim.
Sigurleif Stefánsdóttir, þýðandi bókarinnar, var
alinn upp á kristnu heimili. Hin kristnu gildi,
sem hún var alin upp við, og sú fullvissa, að
Guð vakir yfir velferð okkar allra og grípur oft
inn í á mjög athyglisverðan hátt, mótar efnisval
bókarinnar.
Hér er um að ræða athyglisverða bók sem lætur engan
ósnortinn. Við þurfum svo sannarlega aldrei að efast um að Guð
heyrir bænir okkar og sjái þarfir okkar.
Kr. 1000
AÐVENTFRÉTTIR • Janúar 2007