Aðventfréttir - 01.01.2007, Page 9
Vantar þig aukavinnu?
Kirkjan leitar að starfs-
krafti til að sjá um þrif
tvisvar sinnum í
viku á skrifstofunni.
Nánari upplýsingar eru í síma
588-7800.
31 ferskar hugmyndir til að hressa upp á sambönd
Nú er hægt að fá í útleigu á skrifstofunni geisladisk frá
Heimskirkjunni eftir Karen Holford og Karen og Ron
Flowers. Diskurinn hefur að geyma 31 ferskar
hugmyndir til að hressa upp á sambönd og nefnist
Jump Start: Connections.
ADRA og Landsbankinn
Leggðu góðu málefni lið með ADRA og Landsbankanum
Nú gefst öllum landsmönnun tækifæri til að vera
mánaðarlegir þátttakendur í hjálpastarfi ADRA/
HA
Við erum vel kynnt á heimasíðu Landsbankans.
Það eina sem þú þarft að gera er að fara á www.landsbankinn.is
þaðan í Einkabankann, þá smella á Greiðslur á forsíðunni og
velja Góð málefni
Þeir sem eru ekki með heimabanka geta farið til þjónustufulltrúa
Landsbankans sem geta sett upp mánaðarlegar millifærslur.
Frekari upplýsingar eru I síma 660 8000 Eiríkur Ingvarsson.
Unglingasamkomur
Á laugardögum í vetur verða unglingasamkomur í Aðventkirkjunni
í Reykjavík, Ingólfsstræti 19.
Þessar samkomur eru ætlaðar unglingum á aldrinum 13-17 ára.
Allir unglingar á þessum aldri eru hjartanlega velkomnir.
Áhersla verður lögð á Guðs orð og lofgjörð, og eftir hverja
samkomu verður gert eitthvað meira til gamans.
Samkomurnar eru þegar byrjaðar, en þær heljast kl 20:00 og
miðað er við kvöldinu Ijúki milli kl 22:00 - 22:30.
Sjáumst þar, Ólöf Inger, Kiddi og Jón.
ADRA
Stórviðburður á íslandi
Dagana 4-8. apríl verður í fyrsta skipti blásið til ungmennamót fyrir Evrópu i anda hinna sífellt vinsæli GYC móta á Bandaríkjunum.
Mótið nefnist EYC og er haldið í samvinnu við Kirkju aðventista á Islandi. Mótið mun fara fram að Hlíðardalsskólu næstkomandi páska
og er sérstaklega ætlað ungmennum frá N-Evrópu og er pláss fyrir um 200 þátttakendur.
EYC vill koma á árlegum mótum fyrir ungmenni sem þrá nánara samband við skapara sinn, langar til að læra meira í Bibllunni, sem
vilja kynnast og eiga samfélag með öðrum ungmennum og taka virkan þátt í að Ijúka starfi Guðs hér á jörðu.
Mótið byggist á fræðslustundum og samkomum á sal.
Meðal fyrirlesara sem hafa verið boðin þátttaka eru m.a David Asscherick, Shawn Boonstra, Israel Ramos, Cindy Tutch, Adam
Ramdin, James Heartly, Johnny Suarez , Adriel Lowe og Björgvin Snorrason.
Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um þetta á www.europeanvouthconference.eu
Hugmyndin af EYC var fengið frá GYC Þeir sem standa að EYC eru leikmenn og starfsmenn aðventkirkjunnar sem hittust á GYC og
ákváðu að reyna slíkt hið sama í Evrópu. Island var fyrir valinu sem frumraun en siðan mun mótið ferðast árlega milli landa í Evrópu.
Frekari upplýsingar gefa;
Stefán Rafn Stefánsson. rafnstefan@qmail.com
Elías Theodórsson. z@z.is
AÐVENTFRÉTTIR • Janúar 2007
9