Fréttir - Eyjafréttir - 10.10.1974, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
SPJALL &AUGLÝSINGAR
1. árgangur Fimmtudagur .10. okt.1974 I3.tbl.
Fra Taflfelaginu
Æfingar hjá Taflfélaginu
hófust s. 1. þriðjudag, og
er stefnt að þvf að haust-
mót hefjist n. k. þriðju -
dagskvöld 15. október
kl. 20.30. Tefltverðurf
nýjum sal, vestast f ný-
byggingu Samkomuhúss-
ins, gengið inn að sunn-
an. Teflt verður eftir
Monrad-kerfi, og verða
tvær umferðir hvert
keppniskvöld.
Skákáhugamenn eru
hvattir til að mæta vel.
VIÐTAL VIÐ BIRGI V. HALLDORSSON
UM FRJÁLSA MENNINGU
Sjónvarp—
Reykjavík- Kef lavík- Evrópa?
Hér f basnum er f gangi
undirskriftasöfnun, sem
Frjáls Menning stendur
að. A eyðublaði sem á
mörgum stöðum liggur
frammi stendur svohljóð
andi í haus:
"Við undirrituð skorum
á ríkisstjóm og Alþingi
að:
1. Efla fslenzkt sjón-
varp með þvf að
tryggja fjármagn til
kaupa á viðunandi
dagskrárefni oghefja
útsendingar f lit.
2. Skapa eðlilega sam-
keppni með þvf að
hefta ekki útsending-
ar Keflavfkursjón-
varpsins.
Neðar á blaði þessu
stendur: "Undirskriftir
þessar miðast við þá,
sem verða 18 ára á
þessu ári eða eldri. "
Blaðiðhafði samband við
Birgi Viðar Halldórsson,
einn upphafsmanna undir-
skriftarsöfnunar þessar-
ar, en hann er, eins og
kunnugt er, hótelhaldari
hér f bæ.
Fer viðtalið hér á eftir:
Birgir, hvert var upp
hafið að undirskrifta-
söfnun þessari? Og
hverjir standa að
henni?
Upphaf undirskriftar-
söfnunar þessarar er það
hve almenn óánægja var
og er með efnisval
fslenzka sjónvarpsins.
Fyrir undirskriftarsöfnur
þessari standa tfu manns,
á svæðinu frá Akranesi
suður um og til Vestm. -
eyja, og nú þegar hafa
fleiri byggðarlög bætzt í
hópinn, s. s. Tsafjörður,
Siglufjörðuir, Olafsfjörð-
ur, Akureyri og Homa-
fjörður, svo eitthvað sé
nefnt.
Er einhver sérstök
herferð f gangi f Vest
mannaeyjum?
Eg held að það fari eng-
inn í herferð með slfk
mál sem þessi. Öllum er
frjálst að fá undirskrifta
lista hér hjá okkur á hó-
telinu, til að safna undir
skriftum, eða skrifa á
lista hjá okkur.
Hafa margir Vest-
mannaeyingar skrif-
að sig á lista þessa?
Sem betur fer em góð-
ar undirtektir hér f Eyj-
um, sem og annarsstað-
ar. A tveimur dögum
hafa safnast hér á þriðja
hvmdrað nöfn. Ennfremur
eru rúmlega 30 listarf
umferð, sem einstakling
ar hafá fengið hjá okkur.
Það má einnig geta þess,
að á fjórum fyrstu dög-
um söfnunarinnar skrif-
uðu rúmlega 8 þúsund
manns undir listana á SV
landi, þar á meðal tveir
alþingismenn.
Hvernig rekið þið á-
róður fyrir málstað
ykkar?
Það er enginn áróður
rekinn fyrir málstaðþess
um, hver og einn tjáir
sig frá sfnu hjarta um
mál þetta, sem önnur.
Þið emð með þessu
að skapa Ríkisútvarpi
Sjónvarpi geysilega
samkeppni. Væri
ekki eðlilegra aðhafa
undirskriftalista f þá
átt, sð skora á Ríkis-
útvarpið að hefja út-
sendingar f lit og
betrumbæta efnisval,
heldur en að láta
Bandarfkjamenn sjá
okkur fyrir "menning
arfræðslu" á sinn
hátt?
Það er alger misskiln-
ingur að við séum að
skapa Rfkisútvarpinu
geysilega samkeppni.
Það er verið með þessu
að reyna veita þvf að-
hald. A öllum undirskrift
arlistum stendur það,
sem þú minntist á f
upphafi þessa viðtals.
Við undirrituð o. s. frv.
o. s. frv.
Hvenær lýkur undir-
skrifta söfiiuninni ?
Henni lýkur mánudaginn
28. október 1974. Þegar
viðkomandi aðilar hafa
skilað öllum gögnum,
munu forsætisráðherra
og forseta sameinaðs
þings verða afhentir list-
arnir.__
Að lokum Birgir, af
FramhaÉfl á bls. 2