Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.06.1974, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 28.06.1974, Side 4
i li\ rorlákshafnarferdir Herjólf s Skipaútgerð ríkisins hefur nú látið Herjólf taka upp Þorlákshafnar- ferðir og eru þær fimm daga vikunnar. Ein ferð 1 viku til Reykjavíkur. Er af þessu hin mesta samgöngubót, og útlit er fyrir að Eyjamenn noti sér þetta eins og undanfarið og fari með bfla sfna og fjölskyldur til sumarleyfis. Hvenær skyldi þóferj- an okkar sigla af teikni- borðinu til Eyja. Ekki ætti að vera erfiðara fyrir okkur en Akurnes- inga að fá rfkisfjár - ' magn, heldur en að láta Viðlagasjóð borga svo og svo mikið, sem sfð- an verður dregið frá bótum hans til Vest- mannaeyjabæjar. Ibv-íbk 1 -3 S. 1. laugardag háðu hildi á grasvellinum við Hástein IBV og rBK, og lyktaði honum með sigr: Keflvíkinga, verðskuld- að. Vestmannaeyinga r byrjuðu glæsilega með þvf að skora mark á 1. mfn. leiksins. Færðist þá nokkur harka f leik- inn og Keflvfkingar jöfn- uðu fljótlega og bættu sfðan 2 mörkum við og lyktaði leiknum þannig. Eyjamenn áttu þó nokk ur tækifæri sem ekki nýttust. Beztu menn okkarvoru Olafur Sigurvinsson, sívinnandi ogharður, og Oskar Valtýsson á- samt Erni Oskarssyni. Húsmædur-Loksins Þeir eru komnir álpottamir, f 14 stærðum, ejfe frá 1,7 lftra - 45 lftra, auk þess er ný- koínið mikið úrval af alls kyns búsáhöldum, _ en við skiljum að sjálfsögðu ekki húsbónd- ann eftir og ekki börnin, sem sagt, eitthvað handa allri fjölskyldunni á einum og sama staðnum. Komið, sjáið og sannfærizt og þér munuð eigi svikinn verða. Gunnar Olafsson &Co - I STUTTU '"GATNAKERFIД Ekki hefur nú olfumöl in dugað lengi f "götun- um" okkar. Alls staðar eru götumar að fara f sama horf. Bárustígur var rifinn upp, þ. e.a.s. malbikið var af honum tekið, og er þó hægt að aka hann, en þvf fylgir sá ókostur að f þurrkum er ryk ofsalegt þar, svo að verzlunarmenn viðgöt- MÁU„ una hafa tekið upp á því að sprauta vami yfir hana svo búðir þeirra fyllist ekki af þessum ófögnuði og valdi skemmdum á vöru þeirra. Stöku sinnum hefur vamsbfll sést vatna götuna. FERÐAMENN Mikið hefur verið um ferðamenn hér f sumar bæði innlenda og er- lenda. Fjöldi flugferða er á hverjum degi. Her jólfur flytur einnig margt fólk , en hann gengur nú reglulega á milli Eyja og Þorláks- hafnar. T þessu sam- bandi vill blaðiðspyrja Hefur bærinn einhverj- ar tekjur af öllu þéssu ferðafólki? T.d. fyrir skoðunarferðir, minja- gripasölu o. s.frv.? UMFERÐARMENN- INGIN Hvernig væri fyrirum- ferðamefnd að koma saman og ræða málin? Eða hefur hún ekki tek- ið eftir ástandinu á Bárugötunni og Vest- mannabrautinni, svo eitthvað sé nefnd. Hvað með lögregluna? Þessar gömr eru allt of þröng ar fyrir tvístefnuakst- ur. Blaðið skorar á rétta aðila að kippa mál unum f lag . IBUÐ TIL SÖLU Lftil kjallaríbúð er til sölu, með mjög góðum kjörum og á góðum stað f bæn - um. Uppl. að Skóla- vegi 19. Auglýsing TIL VIÐSKIPTAMANNA VELSMIÐJUNNAR MAGNA H.F. Þeir viðskiptavinir okkar, sem skulda eldri og eða nýrri reikninga, eru vinsamlegast beðnir að greiða skuldir sfnar sem fyrst eða semja um þær strax, annars verður gripið til annarra og dýrari innheimtuaðgerða. tyétsmidjan j ILn/ni //./. BrLL TIL SÖLU Vel með farinn VW 1500, árg. 1967. V-1360. Nýtt útvarp, 4 snjódekk, og 2 aft- urbretti fylgja. Uppl. sfmi 272, eða að Heiðarvegi 56 f matartfmum, næstu £& FRETTIR Utgefandi: EYJAPRENT H/F Ritstj. & ábm. : GUÐLAUGUR SIGURÐSSON Prentun: EYJAPRENT H/F Vestmannaeyjum PL ötui ALLTAF ERU AÐ KOMA NYJAR SENDINGAR AF PLÖTUM OG KASSETTUM. LfTIÐ INN. JVC mo Goslokaafmæli i dag I dag er eitt ár liðið frá því formlega var lýst yfir þvf, að gosinu væri'lokið'. Þessi dagur mun eflaust verða hátfð legur haldinn f Eyjum um ókomin ár. Margt mun verða á dagskrá hátfðarhalda, sembæj- arstjórnin efnir til. Knattspyrnukappleikur milli bæjarstarfsmanna og bæjarstjórnar Skozkt unglingalið mun leika við FBV. Forseti bæjarstjórnar mun halda ræðu við hraun- jaðarinn við Vestmanna braut. Opið hús í Sam- komuhúsinu þar verður borið fram kaffi og aðrar veitingar. Golf- klúbburinn efnir til Goslokakeppni. Og sfð- ast en ekki sfzt, verðui þakkarguðsþjónusta f Landakirkju. Klikuskapur í uthlutun Teleskophúsa O ■ Oánægjukurr heyrist f mönnum um úthlutun Teleskóphúsanna, sum- ir segja að ekki hafi hlutleysi ráðið úthlutun. Nú spyr blaðið: Vill ekki bæjarstjóri birta opinberlega nöfn yfir þá sem sótt hafa um hús þessi og nöfnþeirra sem hús hafa fengið, á- samt fjölskyldustærð. Blaðið stendur honum opið. (Eins og venja er með pólitfsku blöðin koma þau sennilega ekki meira út á næst- unni, þar sem ekkieru kosningar á næstaleiti, þannig að svar bæjar- stjóra þarf ekki að "gufa upp".) Húsnæðisskortur hér. f Eyjum er gffurlegur og eru dæmi þess að heimafólk þarf að fara til lands, vegna þessað það fær hvergi inni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.