Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1922, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.03.1922, Blaðsíða 14
LÆKNÁBLAÐIÐ 44 grafi). Þegar um berklaveiki er aS ræöa, hefir þetta þá þýöingu, aö sýrur lileypa (koagulera) hina fitukendu yfirhúö berklagerilsins, lika i lifandi vef, og breytir henni frá því að vera vopn til varnar gerlinum, í fanga- hús, ef svo mætti aö oröi kveða, og gerir hann þannig varnarlausan gegr. hinum „hvítu hersveitum“ líkamans, hvítu blóðkornunum. M. H. heldur því fram, aö með því aö þekkja berklaveikina nógu snemma og taka sjúklingana þá strax til meðferðar, megi minka dauös- föll af völdum berklaveikinnar, um helming eða meir á tiltölulega stutt- um tíma, ef tekinn væri aftur upp sá siður, að Iifa meira á sýröum mat, t. d, skyri. í fyrirlestri þessum, sem ekki hefir enn þá verið prentaður, kom læknirinn með margar sjúkrasögur máli sínu til stuðnings. Jónas Kristjánsson. Hardneskjukonur eftir Skúla V. Guðjónsson stud. med. II. Eg hafði heyrt áður, að konan N. N. væri óvenjulega dugleg og hörð af sér. Sagt var, að hún hefði eitt sinn, þá er hún hafði alið barn, risið á fætur á 3. degi og bundið votaband af engjum. Slíkt er hið versta ])rældómsverk og fárra kvenna meðfæri nú á dögum, þó að heilbrigðar séu. Frétt hafði eg að hún gengi jafnan berfætt við útivinnu. Eitt sinn er hún var þunguð, hafði hún æðahnúta á fótum. Tók hún þá það ráð, að ganga berfætt alt upp að knjám. Kvað hún sér hafa albatnað við það. — Læknirinn, sem eg var „amanuensis" hjá, var eitt sinn sóttur til konu þess- arar. Hafði hún þá tekið léttasótt, en gat ekki alið barnið. Eftir langa mæðu varð að „perforera“. Hug'ði enginn konunni líf, svo mjög var af henni dregið. 2 dögum seinna var eg sendur til að vitja um konuna, og skyldi eg gefa henni útskolun. Þegar eg kom, sat hún uppi í rúminu og skamtaði krökkunum. Vildi hún ólm fara á fætur, og kvaðst ekki kenna sér neins meins. Mjög voru húsakynni þar léleg og fátæklegur var mat- urinn sem börnin fengu. Eg lagði fast að konunni að liggja róleg leng- ur, en hún vildi treglega fallast á það. Seinna frétti eg. að hún hefði legið litið eftir þetta. Ári síðar (þ. e. í sumar sem leið) var eg enn á sama stað. Bærinn konunnar stendur langt frá þeim stað, er eg var á, og er yfir heiöi grýtta að fara. Er á að giska 4 klukkustunda reið á milli. Dag einn í kalsa- veðri og bleytuslabbi, kemur þessi kona fótgangandi alla leið. Þegar hún kom að heiðinni, klæddi hún sig úr skóm og sokkum og gekk fjallið berfætt. Hún var þunguð og átti þá hálfgengið með. Kona þessi er lágvaxin og grannvaxin, og ekki mikil fyrir mann að sjá. Hún er ljós yfirlitum. Aldrei hefi eg séð andlit hörkulegra en á henni. Þessi kona hefir berkla í lungum og er þungt fyrir brjósti. Annað brjóstið hefir verið skorið af henni, því að þar óx krabbamein. Hún er bláfátæk og barnmörg, og hefir unnið karlmannsverk öll fullorðinsárin, verið torfristumaður og votabandsþræll.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.