Læknablaðið - 01.08.1922, Qupperneq 10
120
LÆKNABLAÐIÐ
L'itpus vulgaris n a s i. I sjúkl., sem fengið hefir fullan bata,
r haldist hefir nú í 2 ár. Sjúkdómssagan þessi: S. J., 25 ára sveitastúlka
Fékk spina ventosa 5 ára og teknir af 2 fingur. Síöan gróf í hálskirtlum
og var sjúkl. skorin á 11. og 12. ári. Síöustu 12 árin lupus nasi, sem oft
hefir veriö skafinn og brendur. Nú ulceratio í vestibulum og á ala nasi
sem er deformeruð. — Eg er sannfærður um, að þessi sjúkl. hefði getað
haldið fingrum sínum, ef kostur hefði verið á ljóslækning.
Hvernig lækna geislar?
Hugmyndir lækna um þetta atriði eru nokkuð á reiki og enga ábyggi-
lega skýringu hafa menn fundið á þvi sem dagleg reynsla þó sýnir, að
geislar geti unnið á útvortis berklum. Við ljósböðin eru aðallega talin að
koma til greina þessi 4 atriði: gerladráp ljóssins, bólga, hörundslitun (pig-
ment) og hiti, sem ljósböðunum er samfara.
Gerladráp (baktericiditet). Finsen skoðaði Ijósið sem eins konar
sótthreinsandi afl og hugði, að hinn góði árangur af ljóslækning á lupus
vulgaris orsakaðist af því, að ljósið dræpi gerlana; þess vegna bjó Fin-
sen út þrýstilinsurnar, er greiða skyldu ljósgeislunum leið inn i holdið.
Síðari tima rannsóknir hafa gert miklu minna úr þessu atriði, og þótt
jiað komi til greina við lupuslækninguna, getur það ekki gefið skýring
á þvi, hvernig ljósböð lækna berkla inni í líkamanum, þar sem engir
ljósgeislar komast að. Að vísu geta menn sannfærst um að ljósið kemst
gegnum hold með því að bera sterka birtu að lokuöum augunum eða með
því aö halda höndinni fyrir sterkt ljós; allir læknar kannast og við hvernig
ljós getur skinið gegnum scrotum með hydrocele. En ekki getur komið
til rnála, að ljósgeislar komist gegnum miklar kirtlabólgur, né að fistlum
scm eru margra ctm. djúpir.
B ó 1 g a. Ljósböð og aðrar geislanir valda jarota og blóðsókn að hin-
um sjúku stöðum; ýmsir læknar hyggja, að hið mikla aðstreymi af ser-
um geti eytt gerlum og fungus.
H ö r u n d s 1 i t u n i n (pigment). í sólskini verða menn útiteknir
og sóllirenna; sama á sér stað i ljósböðum; sjúkl. sem eru í bogaljós-
böðum fá á sig lit mjög áþekkan sólbruna. Enginn veit með vissu hvernig
og hvar litarefni jiessi myndast, en menn hugsa sér, að annaðhvort mynd-
ist þau úr litarefni blóðsins eða verði til í frumukjörnum hörundsins.
Sólbrunnið eða litað hörund reynist að ýmsu Ieyti rnjög hraust. Sviss-
neski læknirinn B e r 11 h a r d getur jiess, að mjög lítið sé um carcinoma
cutis og lupus vulgaris hjá sveitafólki í Alpafjöllunum, sem sólskinsmegin
býr i hinum Jiröngu fjalladölum og sólbrunnið er af hinu sterka Alpa-
sólskini. Ennfremur mun vera mjög litið um Jiessa sjúkdóma hjá svert-
ingjum. R o 11 i e r getur þess, að sólbrunnið hörund sé að sinni reynslu
mjög hraust og segir frá Jiví, að eitt sinn hafi borist varicellae á spítala
sinn; ekkert barn sýktist, nema eitt, sem stöðugt hafði umbúðir um annan
knéliðinn. Barnið fékk hlaupabólu undir umbúðunum, Jiar sem hörundið
var ólitað, en ekki annarsstaðar. Reynslan sýnir, að Jieir sjúkl. með
útvortis berkla ná mestum og bestum bata, sem litast best. Prognosis
mun að jafnaði betri hjá fólki með dökkan litarhátt heldur en hjá þeim,
sem eru mjög ljósir,