Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1922, Page 17

Læknablaðið - 01.08.1922, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 127 Próf. Guðm. Hannesson, formaður Læknafélags íslands. 21.—7.—1922. Hér með leyfi eg mér að fara þess á leit við stjórn Læknafélags Is- lands, að hún fyrir hönd fjelagsins láti mér í tje tillögur um breytingar á núgildandi reglum um sölu lyfja, sem áfengi er í og þá með hliðsjón af reglugerð dómsmálaráðuneytisins um sölu og veitingu vína o. s. frv. frá 18. þ. m. (Lögbirtingablað nr. 31). Mér er áríðandi að fá þessar tillögur sem fyrst, því stjórnarráðið vill hafa þær nýju reglur tilbúnar r. næsta mánaðar. Sign. G. B j ö r n s o 11. Stjórn Lf. ísl. mun síðar gera grein fyrir svari sínu. Smágreinar og athugasemdir. Læknabl. og ritstjórn þess. Fátt mun ritstjórn Lbl. kærkomnara, en að læknar segi henni hispurslaust hvað þeim þykir ábótavant við blaðið. Satt að segja kemur það ekki oft fyrir, og getur þó bæði bætt blaðið og eytt misskilningi. Nú hefir Jón Norland, héraðsl. í Ostnes í Noregi sent mér í bréfi nokkrar aðfinslur og er þetta megin málsins: „Eg hefi keypt blaðið, þó dýrt sé eftir stærð, en líkar það svo illa, að eg kaupi það að eins pietatis causa. Hvers vegna eru teknar greinar, sem eiga að eins heima í dag- eða viku- blöðunum? Löng rifrildi um „social“-mál, sem ekki koma læknum frekar við en allri þjóðinni .... eru áreiðanl. fleirum kaupendum en mér til mæðu og hrellingar eins og greinar þeirra S, Á og S.“ Þó eg sé ekki sem stendur \ ritstjórn Lbl., tekur þetta að nokkru til mín, og læt eg því fylgja þessar athugasemdir: Ritstj. hefir ætið reynt að komast hjá deilugreinum, sem ekki eru því styttri, og er sanunála J. N. um, að Lbl. hafi ekki rúm fyrir þær. En ekk- ert blað kemst hjá því, að taka fleira en best þykir. Bestu mönnum, sem annars eru góðir stuðningsmenn, er það oft hið mesta áhugamál, að ein- mitt deilugreinar þeirra séu teknar, og firtast ef þeim er vísað frá. Ef J. N. hefði veriö nokkur ár blaðstjóri, þá myndi hann hafa rekið sig á þetta. Lbl. hefir einmitt forðast deilugreinarnar eftir mætti, og þær finn- ast í fæstum blöðunum. En hvað sem þessu líður, ])á hafa ísl. lreknar erlendis aðrar ástæður til að kaupa Lbl. en pietas eina. Það er e i n a b 1 a ð i ð í h e i m i n u m, s e m s e g i r þ e i m a 11 m a r k v e r t u m 1 æ k n a o g h e i 1 b r i g ð- i s m á 1 á I s 1 a n d i. Og þrátt fyrir alt erum við íslendingar ekki vit- iausari en aðrir. Eg hefi meira að segja góða von um, að oss takist ýmis- legt betur en öðrum, sérstaklega er fram liða stundir. Ef t. d. geitum yrði hér útrýmt til fulls, þá verður ísland eina geitnalausa landið í heimin- um. Fleira myndi á eftir fara. Getur J. N. bent á jafn miklar framfarir í heilbrigði í nokkru landi í álfunni eins og á íslandi síðustu mannsaldra? Eg held, að ýms socialmál eigi brýnt erindi í Lbl„ ef greinarnar væru stuttar og kjarnyrtar. Læknar eiga að vera bæði góðir læknar og góðir borgarar. Ekki skal eg þó urn það þrátta. G. H.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.