Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1922, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.11.1922, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ vænlegan. Þann siö haföi hún ennfremur, að vitja um í h v e r r i hríö (og þótti i því sýna árvekni og aðgæslu). Gengi erfiðlega fæðingin, tók hún konuna i bóndabeygju( !) og gekk með hana Um gólf. Þegar barnið var fætt, var hún vön að s æ k j a f y 1 g j u n a m e ð h e n d i n n i, liklega til þess að eiga ekkert á hættu um, að hagurinn greiddist fyllilega. Fanst mörgum til um þessa röggsemi hennar og róm- uðu hana fyrir. Rotvarnaraðferð notaði hún enga, nema ef til vill, að dýfa fingurgómum í karból og „steinka" með því; en eitt lagði hún all- mikla áherslu á. Það var að heita ætið ný, ó b r ú k u ð s k æ r i til að skilja á milli með. Var því siður orðinn, að senda í kaupstað eftir skær- um á undan fæðingu. Konunum heilsaðist yfirleitt vel. Barnsfararsótt ekki tíðari hjá henni en annarstaðar gerðist. Sannast hér sem víðar, að mikill óþrifnaður getur verið sængurkon- um ósaknæmur, ef svo heppilega vill til, að engir ígerðar- eða eitursýklar eru nærri; og það er sjálfsagt æði oft, sem betur fer. En saga þessi þótti mér þess verð, að komast til næsta bæjar. Landlæknisembœttið. I síðasta (október) Lbl. hefir Þ. Edilonsson ritað grein um kosningu landlæknis, og á hann ])akkir skilið, fyrir að hefja umræður um þetta mikilsvarðandi mál. Eg er honum samdóma um það, að landlæknisembættið sé eitt hið á- byrgöarmesta og vandasamasta embætti þessa lands. Því meiri liörf er á, að vanda sem best valið í þá þýðingarmiklu stöðu. Það má ganga út frá því sem vísu, að allir læknar séu sammála um, að landlæknirinn verði framvegis kosinn af læknastétt íslands, og þá landsstjórninni gert að skyldu, að veita embættið eftir þeirri kosningu. En úr því kjósa á, finst mér ekki annað geta komið til mála, en að landlæknirinn verði kosinn af ö 11 u m s t a r f a n d i 1 æ k n u m 1 a n d s- ! n s. Það er vitanlegt, að engir hafa jafnmikið saman við landlækni að sælda og héraðslæknar, er þvi afaráríðandi, að maður sá. er fyrir valinu verður, hafi óskorað traust og virðingu þeirra, en það verður ekki með öðru betur trvgt en því, að þeir fái s j á 1 f i r að velja manninn. Það er síður en svo, að eg vantreysti prófessorum læknadeildar háskól- ans og stjórn Læknafélags íslands til þess að velja hæfan mann, en það er ekki víst, að álit þeirra sé ætíð í samræmi við vilja læknastéttarinnar og ])á sérstaklega héraðslækna landsins. Hins vegar kemur mér ekki ann- að til hugar, en að læknastétt landsins i heild sinni sé vel trúandi til þess, að geta valið hæfan mann. Eg hefi hugsað mér kosninguna þannig, að læknar landsins beini kjör- seðlum sínum til stjórnar Læknafélags íslands, sem síðan telur atkvæðin saman, og sendir þau landsstjórninni. Fari kosningin svo, að t. d. tveir menn fái jöfn atkvæði, ]i á skuli prófessorar háskólans og stjórn Lækna-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.