Læknablaðið - 01.04.1926, Side 5
Læknablaðið
35
væri, aö þetta reyndist satt, þá er mismunandi næmleiki nægileg útskýr-
ing á því. Og þaö er alkunnugt, hve mikiö er komiö undir næmleikanum.
Þaö sáu menn greinilega í ófriönum, hve ofsalega berklaveikin lék menn,
sem voru frá löndum, sem latis voru viö veikina. Þeir gátu sannarlega
smitast, og hrundu niöur. Aschoff fann t. d., viö krufningar á anatolsk-
um bændum (frá hásléttum Litlu-Asíu), sem dóu úr tæringu, berklana
útbreidda út um alt, rétt eins og maöur er annars vanur aö finna hjá
börnum, sem dáiö hafa úr berklum.
Þó að möguleikinn sé sem sagt til, aö börn fæöist með.berkla, þá er þaö
samt alment taliö mjög sjaldgæft. Allar líkur benda til þess, að smitunin
sé aöalatriöið. Fyrst og fremst er afar sjaldgæft, að nokkur berklavottur
finnist hjá nýfæddum börnum, hins vegar ber alveg saman skýrslum
þeirra, sem hafa athugað útbreiðslu berklaveikinnar á sektionsborðinu
og hinna, sem hafa rannsakað útbreiðslu hennar meö Pirquets-reaktion.
Hvorumtveggja ber saman um, aö tala þeirra sýktu aukist meö aldrin-
um: krufningar sýna um 15% sýkta á fyrsta áratugnum, 30—60% á
öðrum, yfir 90% á sjötta tugnum (Nágeli i Zúrich og Burckhardt i Dres-
den), hinsvegar fundu Hamburger og Monti í Vín tölu Pirquet-positivra
harna stíga jafnt upp aö 14 ára aldri, þar sem hún nær 9P%.
Löngu áöur en þessar rannsóknir voru gerðar, hafði Behring haldiö
því fram, að lungnatæringin væri síðasti þátturinn af infektion, sem ætti
rót sína aö rekja til bernskuáranna. Hitt, að hann kendi mjólkinni um,
kemur hér ekki málinu við. Hann bygði þessa skoöun sína á rannsóknum,
sem Koch, Römer, hann sjálfur og v. Baumgarten höföu gert, viðvíkj-
andi ónæmi gegn berklaveikinni. Koch hafði tekiö eftir þvi, að mikill
munur var á, hvort berklabakteríum var dælt inn í dýr í fyrsta sinn
eða annaö. Hann tók tvo naggrísi, annan, sem hafði verið sýktur meö berkl-
um nokkru áður, hinn heilbrigðan, og dældi jafnstórum, litlum skamti inn
í skinniö á báðum. Hjá því dýrinu, sem heilbrigt haföi verið, myndaðist
sár, sem l)reiddist út og þaðan l)reiddust svo berklarnir út um öll líf-
færi dýrsins og uröu því að bana; hjá hinum kom fljótt svæsin reaktion,
roöi og mikil bólga, ödem, og venjuleg ígerð, sem eftir nokkra daga
gróf út, og síðan hreinsaðist sárið og greri, og berklarnir breiddust ekki
neitt út frá því. Hér var því vafalaust um immunitet aö ræöa. Út frá
þessum tilraunum hefir Behring dottið í hug, aö menn smituðust á barns-
aldri, og sú smitun verndaði þá síöan fyrir sjúkdómnum. Þessar rann-
sóknir Kochs uröu síöan grundvöllurinn undir seinni immunitetsrann-
sóknum í sambandi viö tæringuna. Þessar rannsóknir hafa varpað nýju
ljósi á skilning okkar á veikinni, svo að viö skulum minnast dálítið nán-
ar á þær.
Ónæmið. Þaö er alkunnugt, að berklaveikin tekur sig venjulega alt
ööruvísi út hjá börnum en fullorðnum. Heilabólga og miliartuberculosis
er tiltölulega algeng hjá börnum, aftur á móti tiltölulega sjaldgæft aö
þau fái króniska lungnatæringu. Fullorðnir fá aftur á móti oft lungna-
tæringu, en tiltölulega sjaldan heilbabólgu og miliartuberculosis. Húbsch.
mann sýnir fram á að miliartuberculosis er ca. 5 sinnum tíðari á fyrsta
áratugnum en þriðja. Hvernig stendur á því, að hún er einmitt ekki miklu
tíöari seinna í lífinu, hjá tæringarveika fólkinu? Viö vitum þó, aö berkla-
bakteríur eru alt af á sveimi í blóði tæringarveikra, og það meira að