Læknablaðið - 01.04.1926, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ
47
ann, væru þær sömu, sem valda r a u ö s ý k i á svínum, og þess vegna
heföi mönnum hugkvæmst aö nota rauösýkisserum, io cbctm., intra-
muskulært, og þaö hrifi vel.
Nú skal eg ekki deila vi'S dómarana. Þetta kann að vera blessað og
gott. Svín eru að vísu sjaldgæf hér á landi, en rauðsýki getur máske
vel fundist í rollunum okkar, þó lítið beri á. En þar eð rauðsýkisserum
er vandfengið hér, á Ultima Thule, hugkvæmdist mér að reyna bara
kúamjólk.
Eg spýtti því inn í konuna í gluteus-vöðvana io cbctm. af nýmjólk,
soðinni, eins og vant er, i 10 mínútur. Hún varð töluvert lasin seinni
part dagsins, hafði höfuðverk og seldi upp, fékk hita 40,5, en svitnaði
síðan vel eftir aspirin og svaf um nóttina. Daginn eftir var hún góð
og gladdi hana mjög að sjá, að nú var fingurinn alveg orðinn bólgu-
laus og eðlilegur. Og ekki síður gladdi þetta mig óvenjulega mikið. (Þvi
það er þvi miður ekki ætið gleðiefni að vera að gutla með meðul og
hugga sjúklinga með ýmsum eftirtuggnum ráðurn, vitandi alt of oft með
sjálfum sér, að „det turde være Lögn alt sammen"). —
Svo sagði eg konunm, að koma til mín undir eins ef nokkuð bæri á
kvillanum aftur. Hún kom eftir 4 daga og kvartaði þá yfir kláðafiðringi
fremst i gómnum, þar sem sjúkdómurinn hafði byrjað. Eg gekk að þvi
gefnu, að einhver eimyrja hefði orðið eftir, og spýtti i hana á ný 10 cbctm.
af mjólk. Hún fékk þá minni hita (38,4), og varð alveg góð upp frá því.
Eg geri ráð fyrir, að ef konan hefði komið til mín fyr (hún hafði
gengið með bólginn fingurinn í viku), ]iá hefði ekki þurft nema eina
innspýtinguna.
Hér vöknuðu á ný efasemdir minar (sem eg hefi sameiginlega með
mörgum góðum erlendum kollegum) um hvort ýmsar serum- og vaccin-
lækingar séu í rauninni annað eða meira en proteintherapia eða
réizkjörpertherapi. Því eins og við flestir höfum rekið okk-
ur á, í bókum og tímaritum seinni ára, fjölgar stöðugt vitnisburðunum
um gagnleg áhrif þessarar lækninga-aðferðar við fjöldamarga bakteríu-
sjúkdóma, og sýnist hún i mörgu falli engu gagnminni en antitoxin-
eöa vaccinlækning. Það var Bingel í Braunschweig, sem einna fyrstur
hleypti þessum asna villutrúarinnar (sem sumir mundu kalla) inn í her-
búðirnar (um difterilækningar hans með bláberu hestaserum, hefi eg
ritað í Læknabl. 1924).
Vist er um það, að mikla eftirtekt hefir það vakið, að eggjahvíta úr
annari skepnu eða plöntueggjahvíta, skuli valda svo gagngerðri bylt-
ingu i blóðinu eins og oft reynist verða. Og þar sem þessar innspýting-
ar sýnast vera ósaknæmar innan vissra takmarka, er engin furða, þó
menn prófi þessa nýung. Stöðugt færir pósturinn okkur ný og ný eggja-
hvítulyf til prófs, og i ritgerðunum, sem fylgja, eru taldir upp fleiri og
fleiri sjúkdómar, sem lyfin eiga að lækna. Eg sé, að fleirum hefir þó
farið líkt og mér, að flest ef ekki öll nýju lyfin (i svipinn man eg þessi
helstu: Sanarthrít, caseosan, omnadin, aolan, phlogetan og novoprotin)
hafa að engu leyti reynst betur en mjólk.
Það var B i e r, sem fyrstur benti á að dýrablóðstransfúsíónin fyrr-
um, væri hrein proteintherapi, og nú halda sumir, að mannalilóðs-trans-
fúsíónin heyri einnig þar undir. Enn liafa aðrir bent á, að fjöldamargar