Læknablaðið - 01.04.1926, Page 34
64
LÆKNABLAÐIÐ
mér og skoöaði eg hana því ekki oft. VitS si'fiustu skotSun virtist hún vera
oröin laus við sjúkdómseirikennin.
Þessa er hér getið vegna sambands þess, sem viröist hafa veriö milli
li'ðagigtarinnar og lungnabólgunnar hjá þessum sjúkling oftar en einu
sinni. Árni Árnason.
F r ét t i r.
Dánarfregn. Elísabet Jónsdóttir, ekkja Ólafs heitins Sigvaldasonar,
læknis í Bæ í Króksfirði, andaöist úr ellilasleika, 83 ára görnul, 26. jan.
Lausn frá embætti hefir Stefán Gíslason, héraöslæknir i Vík i Mýrdal,
fengið frá 1. felir. þ. á. með eftirlaunum. Ólafur Jónsson læknir i Reykja-
vík, var settur héraðslæknir í Mýrdalshéraöi fyrri hluta febrúarmánaðar,
aöallega vegna lungnabólgufaraldurs, sem þá gekk i héraðinu, en siðan
voru nágrannalæknarnir settir til aö gegna embættinu fyrst um sinn.
Lausn frá embætti liefir Katrín Thoroddsen i Flatey fengið frá 1. júni
i vor; mun ætla að flytja til Reykjavikur.
Laus læknishéruð. Hofsós-, Fljótsdals-, Mýrdals-, Reykdæla- og Reyk-
hólahérað liafa verið auglýst laus til umsóknar, og er umsóknarfrestur
um öll þeirra til 1. júni.
Læknisbústaður meö sjúkraskýli hefir verið reistur í Vík í Mýrdal, lag-
legt hús og vel vandaö.
Alþjóðafundur skurðlækna verður í Rómaborg i aprílmánuöi, og eru
þeir Matthias Einarsson og Steingrímur Matthiasson lagðir af stað i suð-
urgöngu, til þess að sitja fundinn.
Óskar Einarsson hefir dvali'ö í Kaupmannahöfn um hríð, til lækninga
við magasári, og er á góðum batavegi. Mun hans bráðlega von heim aft-
ur og vestur til Flateyrar, til héraðs síns.
Ólafur Gunnarsson var nýlega ópereraður vegna gamallar botnlanga-
bólgu og hepnaðist það vel.
Jónas Sveinsson á Hvammstanga varö snögglega veikur fyrri hluta
marsmánaöar, skeindist á fingri við operation, fékk fingurmein og adeno-
phlegmonu, en er nú aö liatna. Kristján bróöir hans, stud. med., fór
norður honum til aðstoöar meðan á veikindunum stendur.
Halldór Hansen er nýkominn heim úr margra mánaða ferðalagi um
England, Frakkland, Þýskaland, Austurríki og Danmörku.
Læknar á ferð. Halldór Kristinsson, Bolungarvík, Ingólfur Gíslason,
Borgarnesi, og Ólafur Ó. Lárusson, Vestmannaeyjum, hafa nýlega veriö
á ferö hér í Reykjavík.
Aðalfundur Læknafélags íslands veröur væntanlega haldinn 24.—26.
júní næstkomandi.
I’ÚLAGS PRH S TSMIDJA X