Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1935, Síða 10

Læknablaðið - 01.07.1935, Síða 10
44 LÆKNABLAÐIÐ Ulcus umbilici. Flestir læknar niunu hafa feng- iö til meöferðar ungbörn, vegna bess að naflastúfurinn vill ekki gróa. Ástæöur ]jessa eru taldar margskonar. Oft er þaö vegna þess aö illa er um naflann búiö, þann- ig að óhreinindi hafa komist aö honum og grafið. Oftar mun þó vera um granulom eÖa ulcus aÖ ræða. — Getur |já orsökin verið difteri infection eða lues congenit. Einnig er talið, að leyfar af ductus omphalomesenterious valdi því oft, að nafli grói ekki. Oftast tekst að lækna þetta með því að erta með lapis, brenna með thermo- cauter eða strá á það dermatol- pulver eða einhverju þessháttar. Eg ætla að skýra hér frá til- felli af naflasári, sem mun nokkuð einstætt og þar sem meðferðin varð að vera radical. — 4. maí s. 1. var lagt inn á II. skurðlæknisdeildina á sjúkrahús- inu á Barmbeck (yfirlæknir próf. Treplín) 4 viicna gamalt stúlku- barn með diagnosis ulcus umbi- li'-i. Barnið var fullburða fætt og iiafði heilsast sæmilega. — í fyrstu ■'•irtist naílinn gróa eðlilega, en síðar kom í ljós ofurlítið sár neð- an til i uaflahringnum. — Sár þetta stækkaði stöðugt, þrátt fyr- ir alla conservativa meðferð (lapis, dermatol etc.). Barnið var þess- vegna lagt inn á sjúkrahús, eins og fyr segir. — Status: Barnið var, eftir aldri, fremur lítið og horað, fölt í andliti og með byrj- andi beinkrömútliti. Það hafði enda verið óvært og þrifist illa síðustu vikuna. — Lungu, hjarta og meltingafæri eru í lagi. Við skoðun á kvið finst, vinstra megin og neðan til í naflahringnum, sár á stærð við einseyring. Það ligg- ur skáhalt og trektlaga upp á við og inn í naflann. Sárið er eins og meitlað gegn um húðina, en barm- arnir eru talsvert |)rútnir og rauðir. Dýpt sársins er ca. 1—1 Yz cm. og er botninn ójafn, en hreinn, gagnstætt difterisárum, sem eru með skán og necrose. í sárið safn- ast serös vökvi, sem ávalt kernur að nýju, ef hann er þurkaður burtu. Þar sem vökvi þessi hefir runnið út á húðina er hún flögnuð og ert. — Á lackmus-pappír verk- ar vökvinn súrt og er jiessvegna rannsakaður nánar. Kemur þá í ljós að i honum er saltsýra, pep- sín og hleypir, eða sömu efni og í magasafanum, og þá að öllum líkindum myndaður af sömu frum- um. Af þessu var dregin sú álykt- un, að orsök sársins væri diverti- culum Meckeli, þ. e. leyfar af duct. omphalomesentericus. Það er kunnugt, að þau geta haft magnslímhúð, og geta einnig náð til nafla, enda þótt algengara sé að þau endi blint inn í kviðar- holinu. Eftir þessari diagnosis er barnið skorið upp 16. maí í avert- inrectal-svæfingu. Gerði próf. Treplin það. Skorinn er kviðskurð- ur vinstra megin við naflann. Þeg- ar búið er að opna kviðinn, finst undir naflanum trektlaga þykk- ildi, sem nær ca. 2.y2 cm. inn í hol- ið. Frá enda þess gengur 3 cm. langur strengur niður í görn (i!- eum). Hann er lokaður (lumen- laus), en að gildleik svipaður bandprjón. Hann er lítið eitt gild- ari, þar sem hann festist við görn- ina. Hægra megin úr naflarekt- inni gengur annar svipaður streng- ur niður í kviðinn og endar í mes- enterium. Hann er einnig lokaður. Báðir strengirnir eru undirbundn-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.