Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1935, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.07.1935, Qupperneq 14
48 LÆKNAB LAÐ IÐ' konungsríki, sem þroskast hefir á miljónum ára úr einhverskonar lifandi ögnum úr flokki virusanna. Þaö var ekki fyr en 1928, sem mönnum tókst að smita dýr með gulupest, eina apategund..Macasus Rhesus. Sí'Sar tókst aö smita fleiri apategundir. Þetta létti að vísu allar tilraunir, en hinsvegar eru apar dýrir og óvíða handbærir. Aö lokum tókst aö nota hvítar mýs, sem tilraunadýr, en ekki var þó auðið að smita þær á venjulegan hátt, heldur aðeins í heilabúið. Þar á ofan sýktust mýsnar á allt ann- an hátt en menn og apar. Þær fengu sérkennilega heilabólgu, en enga gulupest. Að alt væri þó sama tóbakið mátti hinsvegar sjá á því, að heili músanna smitaði apa með gulupest. Annars reynd- ust apatilraunirnar hættulegri, því sóttnæmið hélst miklu lengur lif- andi i öpum en mönnum, og sýndi sig að það gat jafnvel smitað gegn um heilt hörund. Varð þetta mörg- um vísindamönnum að bana, þar á meðal sjálfum Noguchi. Sótt- næmið þolir og þurk i langar tið- ir. Það kom nú í ljós, aði sóttnæm- ið breyttist stórum í músunum, sem voru tiltölulega ónæmar fyrir því, og smitaði menn lítt eða ekki með gulusótt. einnig fundust varn- arefni í blóði manna i afturbata. svo blóðvatn þeirra var nokkur vörn gegn veikinni. Þetta varð síð- an grundvöllur undir bólusetningu. Músavirus var þá dælt inn í menn- ina og jafnframt afturbatablóð- vatni. Þá sýktist ekki maðurinn en varð eigi að síður ónæmur. Þó er Ijólusetningin ennþá ófull- komin og blóðvatn úr mönnum i afturbata litt fáanlegt. (Próf. Hoffmann í Jahrb. d. Miss árstliches Inst. zú Wúrzburg Bd. n). Hitalækning. Það var óneitanlega eftirtektar- verð uppfundning er farið var að nota kvikstraum til þess að gegn- hita, annaðhvort einhvern sjúkan líkamshluta eða allan líkamann, og hitanum mátti stjórna eftir vild. Þetta sýndist ólíkt álitlegra en að sýkja menn með malaria. Síðan hafa slíkir kvikstraumar verið mikið notaðir, en dómar eru mis- jafnir um gagnið. Aðferðin hefir verið reynd á sjúkrahúsi Mayo- bræðra i Rochester við arthritis gonorrhoica, atrophica og rehum- atismus. Voru fyrst notuð raf- magnstæki til að gegnhita líkam- ann, en síðar Ketterings-áhald, kassi, sem sjúkl. liggur í og stend- ur aðeins höfuðið út úr, en inn í hann er veitt heitu röku lofti, svo heitu að líkamshitinn vex eftir vild. Þótti þetta áhald einfaldara og betra. Líkamshitinn komst upp í nálega 420 og var haldið svo há- um alt að 9 klst. Af sjúkl. með arthritis chron. batnaði engum fyllilega, en 30% fengu talsverðan bata, 70% engan. Við arthoitis gonorrhoia gafst aðferðin vel. 90% læknuðust eða fengu mikinn bata. Sjúkl. vora hitaðir 3—6 sinnum. Aðferðin er tafsöm og dýr. Lækn- ir má ekki fara frá sjúkl. (J. Am. Ass. 17. maí 1935). t Aetherol menthae pip., 2—4 ccmt. (gegnum magapípu) reyndist flýta að mun tæmingu magans. Mönnum varð stundum óglatt af olíunni, en maginn tæmd- ist 46% fljótar en ella. (Ibid.) Berklaveikir kennarar. I Minneapolis voru skólakennar- ar skoðaðir nýlega, gert á þeim Pirquetspróf og Röntgenskoðun á öllum smituðum. 73 kennarar voru

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.