Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1936, Síða 5

Læknablaðið - 01.05.1936, Síða 5
LÆKNAB LAÐIÐ 19 ara spendýra, sem hægra er aö ná til rannsókna. Þaö er kannske vafasamt, hve langt má fara í því aö álykta frá einni dýrategund til annarar, en þaö er freistandi og stappar nærri fullri vissu, ef önn- ur atriöi, sem hægt er að fá fulla vissu um, styöja ályktunina. Öllum þeim, sem rannsakað hafa spen- dýraegg, kemur saman um það, að þeirra líf sé mjög stutt, ef til vill ekki nema fáar klukkustund- ir. Hin fyrsta skifting eggfrum- unnar veröur rétt á eftir egglos- inu, ef hún hefir ekki átt sér stað inni í ósprunginni eggblöðrunni. Næsta skifting verður fyrst eftir að eggið er frjóvgað, og það má ekki líða nema stutt stund milli skiftinganna, ef eggið á að halda lífi. Þess vegna þarf sperma að vera þarna viðstatt, eins og bjarg- vættur eSa frelsandi engill, ef frjóvgunin á ekki að fara út uni þúfur. Annað er það, að rétt eft- ir egglosið, ná fimbríur eggveg- arins í eggið, og byrja að flytja það niður eftir eggveginum. Það losnar þá brátt við follikelfrum- ur þær, sem við það hafa hang- ið, en þekst á leiðinni niður egg- veginn af eggjahvítulagi, sem verður því til næringar, ef það er frjóvgað, þangað til það getur lx>rað sér niður í slímhúð legsins, en getur lika orðið og verður ó- yfirstíganjeg hindrun fyrir sperma, að ná inn í það, til frjóvg- unar. Af þessu má ráða, að frjóvg- un getur aðeins átt sér stað mjög stutta stund eftir að egglos hefir oröið. Þá er að vita, hve lengi spenna getur lifað frjóvgunarhæft í getn- aðarfærum konunnar. Mönnum kemur saman um þa'Ö, aÖ venju- legur aldur sperma sé þar ekki lengri en 2 sólarhringar. Þó seg- ir Ogina (Zbl. f. Gyn. nr. 8, 1930) að sperma geti ef til vill lifað 3, daga og hreinasta undantekning sé 4—8 dagar. Samkvæmt þessu hvorutveggju, verður frjóvgunin bundin við coitus á 2—3 dögum, einu sinni í hverju menstruations- cyclus, um egglosið. Ýmislegt getur það verið, sem veldur því, að sperma lifir að- eins svona stutta stund í getnað- arfærum konunnar, t. d. ibreyt- ing á kemiskri reaktion, sem er sérstaklega áberandi í vagina. En hættulegast fyrir sperma er þó hitinn talinn. Við vitum, að scrot- um er einskonar kæliskápur fvrir sperma og nauðsynlegur kæliskáp- ur, því að þeir, sem laungraðir eru, hafa kryptorchismus, eru ó- frjóir. Eg hefi líka getið þess, í erindi því, er eg mintist á áðan, að hægt væri að gera karldýr og sennilega menn líka, ófrjóa um stundarsakir, með þvi að hita testes upp i 45—47 stig Celsius 34—J4klst. Auðvitað er hitinn í getnaÖarfærum konunnar ekki svona hár, enda væri það ekki hentugt fyrir spernia, en hann er töluvert hærri en í scrotum, og það þolir sperma ekki, þegar til lengdar lætur. Nú skyldi maður halda, að spermatozoa ættu að vera orðin vön hitanum frá dvöl sinni í vesicula seminalis, eg hefi ekki séð á það minst, en víst er um það, að lifandi og fjörmikil spermatozoa geta komið þaðan að minsta kosti í 2 vikur eftirj vasec- tomia. En geta má þess, að þar eru þau i öðru ástandi en í sper- ma. Ymsar tilgátur hafa komið fram um það, hvenær egglos ætti sér stað hjá konunni og hafa flest- ar tilgátur miðað við byrjun sein- ustu tíða. Flestir gátu þess til, að

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.