Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1936, Side 6

Læknablaðið - 01.05.1936, Side 6
20 LÆ K NA B LAÐ1Ð egglosið yröi 8—16 dögum eftir byrjun tíöanna. öllum kemur saman um ]?aö, aö egglosiö ver'öi án ytri tilverknaöar eöa spontant hjá konunni, eins og hjá flestöll- um öörum spendýrum. Það eru aöeins 3 spendýr, sem menn vita um, að ekki veröur egglos hjá nema eftir coitus, sem sé hjá kett- inurn, kanínu og hreysiketti. Reynslan þykir haía sannað, að coitus þurfi ekki til eggloss hjá konunni, þar sem ekki veröa nein- ar breytingar á tíöum konunnar, þótt hún giftist eöa byrji að hafa samfarir viö karlmann. Nú hafa seinni rannsóknir þótt sanna, aö egglosiö hjá konunni sé aðallega, eða eingöngu timabundiö við byrj- un næstu tíöa. Þaö er aö segja, aö byrjun næstu tiöa verður alt- af eftir ákveðinn tíma frá egglos- inu. Knaus telur egglosiö veröa 15 dögum fyrir byrjun næstu tíða. Hann hefir komist aö því, með því aö rannsaka næmleika legs- ins gagnvart pituitrini. I 28 daga menstruationscyclus er legið næmt fyrir pituitrini, svarar með samdrætti til 14. dags eftir byrj- un tíða. Frá 16. degi svarar leg- ið ekki; þaö dregst ekki saman, þótt pituitrin sé gefið. Þess vegna er sennilegt, að egglosið liggi þar á rnilli, því aö corj)us luteum, sem myndast strax eftir egglosið, framleiðir efni, sem hindrar pitui- trinið í aö verka á legið. Þar að auki hefir reynslan sýnt, aö hinn svonefndi „Mittelschmerz“, sem er verkur, er margar konur fá um egglosið, þá blæðir inn í holiö frá hinni brostnu eggblöðru, ber nær undantekningarlaust upp á c. 15. dag fyrir byrjun næstu tíöa. Japaninn Ogino (Zbl. f. Gyn. nr. 8, 1930) telur egglosið frá 12. »—16. degi fyrir byrjun næstu tiöa. Hann hefir komist að því, meö því aö athuga ovaria og leita aö corpora lutea við mörg hundruð laparotomiur. Nú er eftir aö vita, hvernig þetta kemur heim við reynslu manna um frjóvgunartíma kvenna. Það hefir oft verið talað um það, íað konur væru ekki altaf jafn næmar fyrir því að verða barns- hafandi. Ef það væri rétt, sem hér hefir verið sagt um egglos og frjóvgunarmöguleika, þá ætti að vera viss tímabil, sem konan væri alveg örugg fyrir barnsgetn- aði. Þaö hefir þó ekki þótt svo, þó að allir séu sammála um mis- munandi næmleika. Dickinson og Bryant geta í bók sinni. Control of conception, 1932, um 1342 barnsfæðingar með kunnum getn- aðardegi, frá 1853—1917, hjá konum með 28 daga menstrua- tionscyclus. Þeir reikna frá byrj- un tíða. Af þeim voru 37% í fyrstu viku, 35% i 2., go% í 3. og 8% i 4. vikunni. Enginn dag- ur leið þar svo, að ekki bæri upp á hann getnaðardag. Þetta virð- ist nú taka af öll tvímæli um það, að til sé nokkurt örugt tímabil gegn barnsgetnaði. En nú skulum við athuga þetta nokkuð nánar. Skýrslan tekur yfir langt árabil og kunnur getnaðardagur getur oft orkað tvímælis, þegar konan er ein til frásagna. Oftast mun það vera svo, aö um bamsgetn- aöarmál hefir verið að ræöa, eöa þá að eiginmaðurinn hefir aöeins verið heima dag og dag um það leyti, sem barnið hefir komið und- ir. Má geta þess nærri, hvort þar muni öll kurl komin til grafar. Annað er það, að þótt getið sé um 28 daga cyclus, þá er ekki víst að það sé rétt, því að ekki verður sagt með vissu um cyclus-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.