Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 12
26 LÆK NABLAÐIÐ t Próf. Sæmundur Bjarnhéðinsson holdsveikislæknir. Um miÖja síðastliðna öld bjuggu þau hjónin Bjarnhéðinn Sæmunds- son og kona hans Kolfinna Snæ- bjamardóttir, í Böövarshólum í Vesturhópi. 'I'vö af börnum þeirra urðu þjóðkunn: próf. Sæmundur Bjarnhéöinsson og frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Flestir Norö- lendingar þekkja og Bjarna Bjarn- héöinsson fyrrum verslunarstjóra á FJvammstanga. ÞaS kom snemma í ljós aö Sæm. heitinn var ])ókhneigSur, og lang- aði föður hans til þess að setja hann til menta, en hann dó áSur en pilturinn komst á fermingar- aldur og ekkjan var efnalitil. VarS þaö þá úr, aö S. fór til Júlíusar héraöslæknis i Klömbruni og átti aö læra þar lyfjabúöarstörf. Hann komst þannig á heimili hins mesta dugnaðarmanns og ágætrar konu, vann aö lyfjabúöarstörfum og ööru sem fyrir féll, en þessi vera hans þar hefir vafalaust átt sinn þátt i því, aö hann varð síðar læknir. ÞaS mun þó aöallega hafa A-eriö Bjarni bróSir hans, sem styrkti hann til náms á latínuskól- anum. Gekk honum námiö vel (oftast dux) og varö hann stúdent 1890. Hann sigldi síöan til Kliafn- ar, félítill sem flestir aörir, en meS Garðsstyrk, reglusemi og ströng- um sparnaSi l)jargaöist hann vel og tók læknispróf 1897. A stúd- entsárunum tók hann ekki mikinn ])átt í stúdentalífinu, en fvlgdist þó vel meö í þjóöfélagsmálum og var sanntrúaður lýðstjórnarmaöur eins og flestir voru- á þeim dögum. Hann var litt íhlutunarsamur um annara mál, kurteis, varfærinn og áreiöanlegur og naut hvarvetna vinsælda, kátur og glaöur í sinn hóp. Skömmu eftir prófiö (22. mai 1897) var hann skipaður héraðs- læknir i Skagafiröi, en árið eftir (8. júní 1898) varö hann spítala- læknir viS hinn nýl)ygða holds- veikraspitala i Laugarnesi og fylgdi þvi kensla í lyfjafræði á Læknaskólanum. Þetta var bæöi lán fyrir Sæm. heitinn og spítal- ann, því spítalastarfinu gegndi hann meö stökustu alúö og skyldu- rækni, var bæði fastur fyrir og lip- ur gagnvart sjúklingum og stjórn sj)italans, og skifti þetta miklu meöan spítalinn var aö komast á laggirnar. Þá tel ég víst, aö sjúk- lingarnir hafi fengiö svo mikla bót

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.