Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 14
28 LÆ IC NA B LAÐ 1 Ð Sigurður H. Kvaran fyrv. héraðslæknir. Svo ég fylgi gömlum sið og telji helstu æfiatriði SigurSar Hjör- leifssonar Kvarans, þá eru þau í fám orðum þessi: Hann fæddist 13. júní 1862 í Blöndudalshólum. Faöir hans var Hjörleifur prestur Einarsson og móðir Guðlaug Eyjólfsdóttir. Stu- dentspróf tók hann 1883, sigldi síð- an og lauk læknisprófi í Höfn 1893. Sama ár gerðist hann „auka- læknir‘M) í Höfðahverfishéraði, sem nú er kallaö og 6. apríl 1900 var hann skipaöur ]>ar héraðslækn- ir. Fjóruni árum síðar sótti hann um lausn frá embætti. fluttist til Akureyrar og tók við ritstjórn „Norðurlands“ eftir Einar Kvar- an bróður sinn, en stundaöi jafn- framt lækningar. Arið 19x2 fluttist hann til Reykjavíkur og var nxeð- ritstjóri „Isafoldar“ í eitt ár. 25. júní 1913 var hann settur héraðs- læknir i Eskifjarðarhéraði og veitt 1) Arslaun voru IOOO kr., lækn- isskoðun 0.25 kr., ferðalög 0,35 kr. á klst. það 8. jan. 1914. Hann var þing- rnaður Akureyringa 1909—1911 og þingmaður Suðurmúlasýslu 1920— 23. Arið 1928 fluttist hann til Reykjavikur og bjó þar síðan. Hann andaðist 2. febrúar úr slagi. Sigurður kvæntist 1895 Þuríði Jakobsdóttur. Attu þau hjón 4 börn á lííi: Jakob kaupm. á Akur- eyri, Hjördísi, Einar verslunarm. í Rvik og Eið, docent í Greifswald. Þessi þurra upptalning gefur auðvitað litla nugmynd um Sigurð heitinn sem mann eöa lækni, þó hinsvegar sýni hún að hann var nýtur læknir, ritfær vel, og áhuga- sanxur um þjóðmál og naut al- menningstrausts. Eg kyntist Sig. heitnum á æsku- árum mínum. Höfðum við Guðnx. Björnsson lært undir skóla hjá föö- ur hans, séra Hjörleifi á Undir- felli, dæmafáum áhuga- og dugn- aðarmanni, bæði unx andleg og ver- aldleg mál, og í fyrstu ferð okkar suður var Sig. fararstjórinn. Það orð fór þá strax af honum ungum að hann væri góður drengur, fast- ur fyrir og vel gefinn. Við vorum eitt ár saman í skóla, en svo skildu leiðir er hann sigldi til Hafnar. Firnrn árunx síðar hitti ég hann í Höfn og virtist mér sem honum hefði sóttst námiö tregar en vænta mátti og var hann þó enginn ó- reglumaður, en svo fór fleirum á þeim tímum og var margt sem glapti. Svo gekk þetta og næstu ár- in, og mun hann hafa verið afhuga prófi, en þó hafði hann unniö all- lengi á sjúkrahúsum. Langi slitr-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.