Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1936, Side 5

Læknablaðið - 01.06.1936, Side 5
LÆKNABLAÐIÐ 35 an skamms verði fæðingadeildin alt of lítil til þess að geta annað fæð- ingunum einum saman. Auk þess, sem nú hefir verið tal- ið og nær eingöngu veit að rúma- fjölda deildarinnar, þá er ýmislegt annað, sem betur mætti fara. T. d. eru sjálfar fæðingastofurnar ekki nógu vel greindar frá stofum sængurkvennanna. Þarna er líka ill- mögulegt að einangra þær konur, sem sótthita fá í sængurlegunni eða kannske koma smitaðar til fæðing- ar. Hér er það lika svo, að ljós- mæðurnar, sem við sjálfar fæðing- arnar fást, þurfa líka að sinna og hjúkra sængurkonunum. Við þetta má bjargast, en auðvitað væri það miklu heppilegra, að sængurkvenna- deildin gæti verið sem mest aðskil- in frá fæðingastofunum og hjúkr- un sængurkvennanna í höndum hjúkrunarkvenna, sem gætu skifst á um að vera á sængurkvenna- deildinni og lært þar meðferð sæng- urkvenna. Það hefir verið siður, frá því að fæðingadeildin tók til starfa, að þær konur, sem þar ætluðu að fæða, kæmu til skoðunar nokkrum vikum áður en þær búast við fæðingu. Skoðun hefir að jafnaði farið fram aðeins I sinni í viku og mikill meiri hluti hinna fæðandi kvenna hafa áður komið til skoðunar. Eg veit ekki, hvort konurnar eru alment farnar að skilja það, að þetta er gert og ætlað þeim til gagns. Marg- ar álíta að skoðunardagurinn sé að- allega ætlaður til þess að ,,panta pláss“, sem þær telja sér víst, hafi þær komið til skoðunar. Auðvitað er þetta ekki „plásspöntun" nema að litlu leyti. Aðallega er þetta gert og hugsað sem litill vísir til heilsu- verndar vanfærra kvenna. Við skoð- unina er athuguð lega og staða fóst- ursins og grind konunnar, hvort það- an megi vænta nokkurra erfiðleika við fæðinguna. En auk þess er at- hugað alment heilbrigðisástand kon- unnar, og ])á sérstaklega þeir kvill- ar, sem oft fylgja því að ganga með barn. Á þennan hátt hefir tek- ist að uppgötva margt, sem hægt hefir verið að ráða bót á' fyrir fæðinguna, eða að minsta kosti að milda áður til fæðingar kæmi. Þar vil eg sérstaklega nefna ýmsar toxi- coses og anaemiae, sem hér eru ekki óalgengar um meðgöngutím- ann. Þessi skoðun er, eins og eg sagði áðan, aðeins visir til heilsuvernd- ar; hún ])yrfti að vera miklu meiri og víðtækari ,ef vel ætti að vera. En hún kostar tíma og erfiði. Heilsuvernd vanfærra kvenna þyrfti áð byrja miklu fyr, strax á fyrstu mánuðum meðgöngutimans. Þá koma til aðgerða ýmsir smákvill- ar, sem ef til vill er auðvelt að bæta úr, en sem geta orðið að alvarleg- um sjúkdómum, sem ómögulega er við að gera öðruvísi en með fram- köllun fósturláts. Eg á hér sérstak- lega við meðgönguuppköstin. Þá kemur líka til álita, á fyrstu mán- uðum meðgöngutímans, hvort heilsu konunnar sé svo farið, að gera verði abortus provocatus. Slik heilsuverndarstöð ætti að vera sá aðili, sem best væri dómbær um slík mál. En það er ekki nóg, að hafa heilsuverndarstöð fyrir vanfærar konur, ef hún hefir ekki aðstæður til þess að gera við það, sem af- laga fer. Til þess þarf, í sambandi við fæðingadeildina, að vera sér- stök deild fyrir vanfærar konur, sem nær ótækt er að þurfa að leggja inn til sængurkvenna, eins og nú á sér stað hér í deildinni. Eg geri ráð fyrir því, að ef deild væri til fyrir vanfærar kon- ur, þá yrði meira gert að því en nú er,'að leggja konur með ýmsa

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.