Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1936, Side 6

Læknablaðið - 01.06.1936, Side 6
36 LÆKNAB LAÐ IÐ meðgöngukvilla á spítala. ÞaS hlýt- ur líka að því að reka, að nieira verði gert en nú fyrir þessar kon- ur, sem varla eiga nú nokkursstað- ar höfði sinu að að halla, hæði vegna skorts á spítalarúmum og skilnings- leysi á ástandinu. Þegar almennu sjúkratryggingarnar koma, eiga vanfæru konurnar lika heimtingu á því, að þeim verði meira sint en hingað til. Nú á tímum eru kröfurnar um framkallað fósturlát að verða fleiri og fleiri, og það ekki eingöngu vegna alvarlegra sjúkdóma, sem stofna lifi eða heilsu konunnar i voða, ef það bætist við, að hún verður barnshafandi. Auk ógiftu stúlknanna, sem ekki vilja fá þann hlekk um fót, sem barn óneitanlega er, ])á eru það aðallega fátæku barnamæðurnar giftu, sem óska eft- ir fósturláti. Þær eru ekki neitt sér- staklega veikar, en þær eru slapp- ar og svo átakanlega þreyttar af öllu sínu striti og armæðu, og þeim finst þær varla geta hugsað til þess að ganga áfram með fóstur. Hvað væri eðlilegra og mundi borga sig betur en ef hægt væri að taka þær á deild fyrir vanfærar konur og lofa þeim að hvíla sig þar I—2 vik- ur í einu einu sinni eða tvisvar meðan á meðgöngutímanum stend- ur ? Það væri að minsta kosti sæmra þjóðfélaginu að veita þeim þannig hvild og uppörfun, heldur en hjálpa til þess að bera út ófætt barn þeirra. Þá kem eg að kröfunum um fóst- urlát vegna sjúkdóma hinnar van- færu konu. Ef framkalla á fóstur- lát vegna sjúkdóma, þá er aðal- atriðið, að rannsaka konuna vel og geta dæmt rétt um horfur hennar um meðgöngutímann og framvegis. Það er oft og einatt ekki hægt nema á spítala, meðfram vegna þess, að ekki er hægt að treysta athugun- um i heimahúsum. Hvað getum við vitað um það, hvort berklaveiki, sem einhvern tima hefir verið í í lunga, er aktiv eða ekki, nema með nákvæmri rannsókn ? Við getum ekki einu sinni reitt okkur á hita- mælingarnar, sem uppgefnar eru af sjúklingum sjálfum. Og jafnvel læknunum er ekki altaf hægt að treysta, ]iótt skömm sé frá að segja. Við höfum fengið heiðnir um að framkölluð yrði fósturlát vegna blóðleysis þar, sem það hefir kom- ið í ljós, að konurnar hafa haft 70 —80% haemoglobin (Sahli). Og í þessum tilfellum er oft eins og læknarnir kæri sig ekkert um að reyna að lækna með öðru en fóst- urláti. Það hefir komið fyrir mig, að eg hefi boðið konum að koma á spítalann til rannsóknar, án þess að gefa vilyrði um að gert yrði fósturlát nema ástæða reyndist til. Þessu hefir stundum verið neitað, ef til vill af ótta við kostnaðinn, ef ekki fengist fósturlátið í aðra hönd. Þetta hlýtur að breytast, þegar al- mennu sj úkratryggingarnar koma, en þá verður lika að vera til stað- ur, þar sem hægt er að taka á móti þessum konum, og það er eðlileg- ast að það verði deildin fyrir van- færar konur. Hingað til hefir fæðingardeildin verið eins konar annexía frá hand- læknisdeildinni, og læknisverk deildarinnar verið gerð í hjáverk- um. Það er ekki gaman, að þurfa að segja þetta, en svona er það. Handlæknisdeildin er ekki meir mönnuð en það, að þar er nóg að gera fyrir ])á lækna, sem þar eru nú, og má þo geta þess, að að- stoðarlæknirinn vinnur þar miklu lengri tíma en honurn var uppruna- lega ætlað. Það er nauðsynlegt, að fæðingarSdeildin fái sina sérstöku lækna, og ómögulegt yrði að reka þá fæðingardeild, sem hér hefir verið rætt um, í sambandi við hand-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.