Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1936, Síða 7

Læknablaðið - 01.06.1936, Síða 7
LÆKNAB LAÐIÐ 37 læknisdeildina, me'ð þeim mannafla, sem þar er nú. Heilsuverndarstöð fyrir vanfær- ar konur þyrfti að vera opin 2. hvern dag að minsta kosti. Fyrir þá stöð kemur enn eitt til greina, sem eg hefi ekki minst á áður. Það er að fylgjast með þeim konum, sem fætt hafa á deildinni, eftir fæðinguna. Slikt eftirlit má heita óþekt hér á landi, en er þó mjög nauðsynlegt. Ef vel ætti að vera, þyrfti að skoða hverja konu aftur nokkrum vikum eftir fæðinguna, fylgjast með heilsufari hennar og athuga sérstaklega genitalia. Lítið áberandi infectio in puerperio get- ur seinna orðið að langvarandi sal- pingitis, sem getur eyðilagt heilsu konunnar það sem eftir er æfinn- ar, en það getur verið hægðarleik- ur að gera við þetta, ef í tima er tekið. Þá eru smá collumrifur, sem lítill vandi er að laga, en geta valdið hvimleiðri útferð um langan aldur. Sama er að segja um retro- flexiones, og fleira og fleira. Síðast en ekki síst er að rninn- ast á kensluna í fæðingafræði. Það er enginn vafi á því, að mentun ljósmóðurnema mundi batna mikið við sérstaka deild með réstökum læknum. Og kensla stúdentanna í fæðingarfræði ætti líka að batna að miklum mun. Sjálfsagt er, að yfir- læknir fæðingardeildarnnar yrði um leið prófessor í fæðingafræði við Háskólann, og að stúdentar ynnu við deildina. Auðvitað koma stú- dentarnir líka nú á fæðingadeild- ina, en læknarnir eru þar á hlaup- um, og því ekki hægt að leggja eins mikla rækt við hina praktisku kenslu eins og annars gæti orðið. Handlæknisfræðin er og orðin svo yfirgripsmikil fræðigreina, að það er ofvaxið einum manni, að kenna hana svo vel sé, hvað þá ef hann þar að auki á að kenna fæðinga- fræði. Eg þykist nú hafa fært nægileg rök að því, að mikil þörf er á nýrri fæðingardeild hér við spítalann. Eftir er að vita, hve stór svona deild þarf að vera, til þess að full- nægja kröfum nútimans, og til þess að hún verði ekki ónóg inn- an fárra ára. Rannsóknir hafa enn ekki verið gerðar um nákvæma stærð og fyrirkomulag slíkrar deildar, en án nákvæmra áætlana og athugana væri óráð að fara að byggja nýja deild. Mér þykir senni- legt, að komast rnætti af með 3—4 fæðingastofur og c. 25 rúm fyrir sængurkonur, jafnvel þótt þær hafi stundum verið 17—18 á núverandi deild. Þá mættu varla vera færri en 15-—20 rúm fyrir konur með fósturlát, vanfærar konur og ýmsa kvensjúkdóma. T. d. má geta þess, að nú hefir í nokkra daga verið fremur lítið um fæðingar, og því höfum við getað tekið á deildina 7 konur vanfærar eða með fóstur- lát, sem nauðsynlega þurftu spítala- vistar við. Aðgerðarstofur, rannsóknarstof- ur, biðstofa og stofur fyrir skoðun utandeildarsjúklinga þyrftu að vera nægar til frambúðar. Auk þess mætti ætla ljósmóðurnemum íbúð í húsinu og haga því svo, að seinna væri hægt að taka hana fyrir sjúk- linga, þegar aðsókn ykist, með stækkun bæjarins. Hér er ekki staður né stund til jjess að ræða nánar fyrirkomulag- ið, aðalatriðið er nú, hvort þörf sé á nýrri deild, og hve brýn sú þörf sé.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.