Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1936, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.06.1936, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 4i lyftir og sveiflar fram, jafnframt því sem þeir snúa þeim hluta grindarinnar meö fætinum fram á viö. Þegar þeir nú eru atropier- aöir verður sjúkl., til þess að geta staðið á ööum fæti og sveiflað hinum fram, aö halla efri búknum þaö mikið yfir á fótinn, sem hann stendum í, og um leið aftur til þess ekki að falla fram yfir sig, , aö þyngdarpunktur búksins falli utan viö mjaðmarliðinn þeim meg- in. Við athugun á öðrum líkams- hlutum þá sést einnig lítilsháttar rírnun á extensorum og flexorum læranna, mikil rírnun á mm. pec- torales majores og nokkur rírnun á extensorum og flexorum upp- handleggjanna. Aðrir vöðvar eru ekki sýnilega atrophieraðir, að minsta kosti ekki handar- og framhandleggsvöövar, deltoidei, triceps surae eöa peronei. Nokkur truflun mun þó vera á tungu- vöðvum, því sjúklingur getur ekki rekið út úr sér tunguna nema ör- stutta stund. Hún er þó eðlileg að sjá, ekki atrophisk og án fi- brillæra drátta og sjúkl. rekur hana beint út úr sér. Málfærið er ekki heldur fyllilega eðlilegt, en sjúkl. getur ekki sagt hvort það hefir veriö svo frá upphafi, en vafalítið tel eg að svo sé ekki, því það hefir lagast eftir að therapie var hafin. Það er því vafalaust um atrophi á mm. genioglossi að ræða, en varla á öðrum vöðvum tungunni viðkomandi, að minsta kosti þá mjög lítilfjörleg, því sjúkl. kingir eðlilega. Reflexar (patellar- Babinski og augn-) og sensibilitet (hita- og kulda-, sársauka- og snerti- skyn) er eðlilegt og engar ataxiur. Rombergssymtom er ekki til stað- ra og það er ekki hægt að fram- kalla fibrilæra drætti í vöðvunum með því að slá á þá. Blóðþrýst- ingur 115/80 og bróðmynd eðlileg. Það verður því af þessu ljóst, að það er hrein vöðvarírnun, sem gengur aö sjúkl. Hún hefir byrj- að á truncus og færst yfir á proxi- mölu útlimavöðvana og er synnne- trisk. Og spurningin verður þá,, um hverskonar vöðvarírnun er hér að ræða. Það er strax hægt að útiloka syringomyeli. lepra anaesthica og neuritis, þar sem. engar sensibilitatstruflanir eru og vegna lokalistationarinnar. Þar sem reflexarnir eru eðlilegir, er hægt að útiloka lateral sclerosu og spastisku spinal paralysurnar, ennfremur sclerose en plagues, því til þess hefir sjúkdómurinn staðið of lengi, án þess að gefa aðrar truflanir en hreina vöðva- rírnun. Þeir sjúkdómar, sem um. getur verið a ð ræða verða þá, progressiv spinal vöövaatrophi, progressiv neuralvöövaatrophi og progressiv myogen yöövaatrophi eða dystrophia musculorum pro- gressiva. Af þessum sjúkdómum renna flestar stoðirnar undir þann síðasttalda og þá þá mynd af hon- um, sem köluð er dystrophia mus- culorum progressiva juvenilis. Sjúkd. er bundinn við truncus- og proximölu útlimavöðvana, þar sem spinal og neural progressivvöðva- atrophi byrja með atrophi á distölu útlimavöðvunum, sú spinala aftast á handarvöðvunum, en sú neurala á fótvöðvunum, það eru engir fibrilærir drættir, sem eru svo á- berandi viö spinalvöðvaatrophi og mm deltoidei eru ekki atrophierað- ir eins og oftast er við þann sjúk- dóm, þegar hann er búinn aö standa jafn lengi og hér er um að ræða. Loks er sjúkd. ættgengur. Það er spinalvöðvaatrophi ekki, en neuralavöðvaatrophian er það að- vísu oftast, en henni fylgir oft.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.