Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1936, Page 16

Læknablaðið - 01.06.1936, Page 16
46 LÆ K NAB LAÐ I Ð prófanir“, þ. e. hann hefir fengi'Ö bló'Öið án þess að sjúkralýsing fylgdi. — Er þar um að ræða kli- nikur margra hinna þektustu lækna Þýskalands, t. d. Prof. Lexer, Mún- chen, Próf. Sauerbruch, Berlín, Próf. Kirschener, Heidelberg, o. fl. Árangurinn virðist vera frá 90— 95% rétt lausn hjá Prof. Klein. — Á siðasta þingi þýskra skurÖ- lækna i Berlín 1935, lúðu rannsókn- ir hans mjög alvarlegan hnekkir, vegna skýrslu frá Klinikinni í Göt- tingen (Próf. Stich). Þaðan var honum sent blóðið með fölskum sjúkralýsingum, stundum margar sendingar af blóði úr sama manni, með ýmsum sjúkdómsnöfnum. — Árangurinn varð sá, að útkoma Kleins varð aðeins i 20% rétt. — Klein kvaÖ slika aðferð óvísinda- lega og skaðlega fyrir rannsóknir á byrjunarstigi. Sökina á hinni slænni útkomu, sagði hann, að læknarnir á klinikinni ættu; þeir gerðu hon- um ómögulegt að útiloka „Stöhrer". Um það skal ekki dæmt að sinni. Hér á undan hefir verið drepið á mótstöðukraft líkamans gegn ill- kynja æxlum. Það eru einkum rann- sóknir síðari ára, sem fært hafa mönnum heim sanninn um, að slík- ur kraftur væri til. Líkaminn fell- ur ekki baráttulaust fyrir þessum sjúkdómum, frekar en öðrum, sem á hann herja. Sú skoðun er ríkj- andi, að þessi máttur sé nátengdur „reticulo-endothelial“-kerfinu (R. E. K.). — Enda er löngu kunn „landvarnarstarfsemi“ þess í lík- amanum, gegn aðkomusjúkdómum. Það liggur þess vegna nærri að á- líta, að það láti til sín taka og reyni að sporna við þeim breytingum, sem æxlismyndun hefir á ástand líkam- ans. — Það eru einkum Fichera, Braumstein, Caspari o. f 1., sem þessu halda fram. Klein er sömu skoðunar. Hann gengur jafnvel svo langt, að hann telur að hægt sé að vinna hreint efni, sem hafi hinn leysandi (lytische) eiginleika, sem fyr er getið. — Hann segir, að í ý2 liter af blóði heilbrigðra séu nokkur milligrömm af slíku efni. Það er ekki staðfest af öðrum. Caspari heldur því fram, að vörn líkamans gegn illkynja æxlum, sé almenn (unspecifisch) og tengd R. E. K. — Hann telur, að örfandi ve'rkun á R. E. K. við krabbamein komi frá frumum, sem eru að eyð- ast. Efnin, sem losna við það, að fruman leysist upp (Abbaupro- dukte) komast inn í blóðið og verka á R. E. K. Þessi verkun fer eftir áðurnefndri reglu Arndt-Schultz, þ. e. litlir skamtar örfa, stærri lama og stórir eyðileggja R.E.K. Þessa verkun nefnir hann „ne- kro-hormone“-verkun, og telur hana mjög þýðingarmikla við krabba- meinslækningar. Virchow sýndi fram á, að krabba- meinsfruman er mjög skammlíf. Þess vegna er við krabbamein ávalt mikill fjjöldi fruma í upplausn, og þá, að dómi Casparis, langvarandi ,,nekrohormone“-verkun á R.E.K. Ef verkun á R.E.K. er langvar- andi, enda þó hún sé lítil, þá lam- ar hún það að lokum, og þá nær æxlið alveg yfirhöndinni. En sé R. E.K. ekki eyðilagt, þá er ávalt til einhver skamtur af „nekrohormoni", sem gæti örfað það til starfa. — Hinsvegar segir Caspari, að hin örf- andi verkun ,,nekrohormons“ á R. E.K. sé háð því, úr hvaða vef hann er myndaður. „Nekrohormone“ úr R.E.K. og krabbameinsvef hefir mesta verkun. Ef mönnum tækist að mæla ástand R.E.K. og nota hinn rétta skamt af „nekrohormone“ þá telur Caspari, að nota mætti þetta til krabbameinslækninga. — Hann álítur einnig, að sérstakt fæði handa krabameinssjúklingum hafi mikla þýðingu. Hér er ekki rúm til þess að fara

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.