Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 14
io8 LÆKNABLAÐIÐ fram og samþykt var á síðasta aS- alfudi, þá hefir formaSur átt tal viS landlækni, og er hann sam- mála um, aS aS því máli þurfi aS vinna; getur komiS til mála, aS sótt verSi um nokkra upphæS á fjárlögum, en annars eru aSrar hugmyndir á uppsiglingu, sem ættu aS geta komiS aS miklum notum í þessu efni, en ennþá er ótímabært aS lýsa þeim hér. AS sjálfsögSu geri eg ráS fyrir því aS stjórnir L. í. haldi þessu máli vakandi og fylgi því fram meS fullri einurS. Þá hefir stjórn L. í. veriS i út- vegum fyrir ýmsa lækna um vik- ara og aSstoSarmenn og hefir veriS svo heppin aS geta hjálpaS stund- um, þó í öngþveiti væri komiS. Vil eg i því sambandi benda öll- um utanbæjarlæknum á þaS, aS stjórn L. í. er hin mesta ánægja í því aS geta aSstoSaS félaga sína á þennan hátt enda er eSlilegast, aS meSlimir L. í. reyni aS hafa not stjórnarinnar, eftir því sem þeim er unt. Þá sendi landlæknir stjórninni nýtt frumvarp til laga um varnir gegn berklaveiki og hafSi hún ekkert aS athuga viS efni þess. Eins og mörgum eSa flestum félögum mun kunnugt, þá hafSi Læknafélag íslands i hyggju aS gefa út félagatal og hafSi viSaS aS sér ýmsum gögnum í því skyni. Af ýmsum ástæSum hefir þaS enn ekki komiS til framkvæmda, en nú hefir landlæknir á prjónunum út- gáfu nýs íslensks læknatals og hefir ráSiS sérstakan mann til þess aS undirbúa útgáfu þess. Hefir hann óskaS eftir samvinnu í þessu efni og þá til dæmis meS því, aS LæknafélagiS leggi til myndamót af öllum þeim læknum, sem mynd- ir er hægt aS fá af, en aS hafa að öSru leyti engan kostnaS af útgáf- unni. Hversu mikill kostnaSur þetta kynni aS verSa er ekki hægt aS segja, en stjórninni finst mjög eSlilegt, að LæknafélagiS verSi viS þessum tilmælum, og þar sem nokkurt fé mun vera fyrir hendi, utan félagssjóSsins, sem nota átti í þessu skyni, þá gerir stjórnin ráS fyrir aS félagar muni veita samþykki sitt til aS það verSi not- aS til slíks. Stjórnin hefir unniS nokkuS að því aS láta fara fram liSskönnun til þess aS fá fulla vissu um þaS, hverjir nú teljast skulu félagar eftir hinum nýju lögum, er þeirri liSskönnun hvergi nærri lokiS, þvi stundum gengur erfitt aS fá greiS svör frá collegunum. — Eg held eg láti hér staSar numiS, enda mun aS mestu lokiS því sem hægt er fram aS telja, og þó afrekin ef til vill ekki finnist mikil, þá get eg fullvissaS félagsmenn um þaS, aS talsvert starf liggur á bak viS þaS. Ber jafnframt aS geta þess, aS stjórnin hefir í öllum stærri at- riSum notið góðrar aSstoSar meS- stjórnenda og annara félaga þeirra, sem náSst hefir til. Óska eg svo L. í. góSs gengis í framtíSinni, og vænti aS þaS megi hér eftir, sem hingaS til, verSa stétt sinni til sóma og vinna þjóSinni til heilla.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.