Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2007, Blaðsíða 14
ÍÞRÓTTAMOLAR
Búið að velja hópinn
Luka Kostic, þjálfari U17 landsliðs karla í
fótbolta, valdi um helgina átján manna
hóp sem mun taka þátt í úrslitakeppni
Evrópumótsins í sínum aldursflokki.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt
karlalandslið vinnur sér inn sæti í
úrslitakeppni EM. Tveir leikmenn sem
skráðir eru í erlend lið eru í hópnum,
Björn Jónsson hjá Heerenveen í Hollandi
og Viktor Unnar Illugason sem er á mála
hjá enska liðinu Reading. Athygli vekur
að Kópavogsliðin Breiðablik og HK eiga
sjö fulltrúa í hópnum. Fjórir koma frá
Blikum og þrír frá HK.
Birmingham á toppinn
Cameron Jerome sendi Birmingham City
aftur á topp ensku 1. deildarinnar eftir
hafa unnið 3-2 sigur á Wolves í
mögnuðum leik.
Úlfarnir fengu færi
á að jafna metinn í
viðbótartíma en þá
misnotuðu þeir
vítaspyrnu. Eftir
markalausan fyrri
hálfleik var boðið til
veislu í þeim síðari.
Andy Cole kom
Birmingham yfir
áður en Michael McIndoe skoraði
tvívegis og kom Wolves yfir. Nicklas
Bendtner jafnaði og sigurmark Jerome
kom tveimur mínútum fyrir leikslok.
Birmingham hefur 83 stig í fyrsta sæti
deildarinnar, stigi meira en Sunderland
sem tapaði leik sínum á laugadag. Derby
County kemur síðan í þriðja sæti með
stigi minna en Sunderland en tvö efstu
sætin gefa sæti í úrvalsdeildinni.
allt í rugli
Ottmar Hitzfeld, þjálfari þýska stórliðsins
Bayern München, er alls ekki sáttur við
sína menn eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir
Stuttgart um helgina. Eftir tapið eru
vonir Bayern um meistaratitil nánast
horfnar. Þá er óvíst
hvort liðið nái að
tryggja sér sæti í
Meistaradeild
Evrópu en það situr
nú í fjórða sætinu,
þrjú efstu sætin
tryggja þátttöku-
rétt í Meistaradeild-
inni. „Spilamennska
liðsins var í einu
orði sagt hrikaleg. Það vantaði alla
baráttu og allan vilja,“ sagði Hitzfeld sár
og svekktur. Hann segir að mannskapur
eins og Bayern búi yfir eigi að vera í
baráttunni um meistaratitilinn og ekkert
annað.
MáNUDAgUR 23. ApRíL 200714 Sport DV
Kiel stendur vel að vígi eftir fyrri leikinn í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í hand-
bolta. Þeir gerðu jafntefli við Flensburg 28-28 á útivelli:
Allt í hers höndum í Flensburg
„Ég trúi enn á okkur. Við höfum
styrk og getu til að klára dæmið,“
sagði Sören Stryger fyrirliði Flens-
burg eftir jafnteflið gegn Kiel í fyrri
leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í
handbolta 28-28.
Fyrri hálfleikur var hnífjafn og
nánast jafnt á öllum tölum. Heima-
menn í Flensburg komust í 5-3 og 8-
5 en það voru gestirnir sem leiddu
í hálfleik 10-12. Mikil meiðsli herja
á herbúðir Kiel, Marcus Ahlm,
Henning Fritz, Lars-Krogh Jeppe-
sen, Viktor Szilagy og fyrirliðin Stef-
an Loevgren eru allir frá og mun-
aði um minna. Þeir léku þess vegna
mun hægar en þeir jafnan gera enda
hefur liðið úr fáum leikmönnum að
velja úr.
Í síðari hálfleik voru Kiel með
undirtökin og komust í 14-19 en
með mikilli baráttu og eljusemi náðu
heimamenn að jafna leikinn í 24-24
og þakið nánast að fara af höllinni.
Eftir það var jafnt á öllum tölum en
það var Kim Anderson sem jafnaði
leikinn undir blálokin fyrir Kiel og
lokastaðan 28-28. Síðari leikurinn
fer fram um næstu helgi á heima-
velli Kiel og verður að teljast líklegt
að liðið vinni Meistaradeildina. Lið-
ið endurheimtir einhverja lykilmenn
úr meiðsli, læknar liðsins vonast að
Loevgren, Ahlm og Szilagy verði orð-
inir klárir í slaginn, sem og liðið á
heimavallarréttinn.
„Staðan er núna 0-0 að nýju, við
eigum heimavallar leikinn eftir og
miðað við hvernig við lékum hér þá
eigum við góða möguleika,“ sagði
franski markvörðurinn Thierry Om-
eyer sem varði 12 skot.
Lars Christiansen sem skoraði
9 mörk og var markahæstur leik-
manna Flensburg sagði að Kiel væru
nú í ökumannssætinu. „Kiel lék frá-
bærlega og eru nú taldir sigurstrang-
legri. En ekkert er ómögulegt í hand-
bolta, við verðum að leysa varnarleik
þeirra betur og getum vel unnið
þennan titil.“
Flensburg var nokkuð frá sínu
bestu og þarf að spila betur á gríð-
arlega öflugum heimavelli Kiel, ætli
liðið sér að eiga einhverja mögu-
leika.
Johnny Jensen bætti 6 mörkum
við hjá heimamönnum en hjá gest-
unum var Frakkinn Nikola Karabat-
ic sem var markahæstur, skoraði 8
mörk og Christian Zeitz 7.
benni@dv.is
alfreð gíslason og lærisveinar hans í Gummersbach tóku í gær á móti Lemgo í þýsku úr-
valsdeildinni í handbolta.
Það var boðið uppá sannkallaðan
Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeild-
inni í handbolta í gær þegar Gum-
mersbach fékk Lemgo í heimsókn.
Gestirnir í Lemgo, með þá Loga
Geirsson og Ásgeir Örn Hallgríms-
son innanborðs, gerðu sér lítið fyrir
og unnu, 29-32. Staðan í hálfleik var
11-17, Lemgo í vil.
Lemgo hafði yfirhöndina allan
leikinn. Greinilegt var að Gummers-
bach saknaði Frakkans Daniel Nar-
cisse en Guðjón Valur Sigurðsson lék
nánast allan leikinn sem leikstjórn-
andi í leiknum.
Hann leysti það hlutverk þó vel
af hendi og skoraði ellefu mörk fyrir
Gummersbach. Leikmönnum Gum-
mersbach gekk illa að opna fyrir lín-
una en Róbert Gunnarsson komst
ekki á blað í leiknum. Sverre Jakobs-
son lék í vörn Gummersbach í fyrri
hálfleik en kom lítið við sögu í þeim
seinni.
Lemgo var sex mörkum yfir í hálf-
leik, 11-17, og allt virtist stefna í ör-
uggan sigur liðsins.
Gummersbach beit aðeins frá sér
í síðari hálfleik og náði að minnka
muninn í tvö mörk, 20-22. Lengra
komst þó liðið ekki og verðskuldaður
sigur Lemgo staðreynd.
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði
tvö mörk fyrir Lemgo og Logi Geirs-
son eitt. Lemgo komst með sigrinum
upp í sjöunda sæti deildarinnar með
39 stig en Gummersbach er í fjórða
sæti með 42 stig.
„Þetta tap færir okkur fjær mark-
miði okkar, sem er sæti í Meistara-
deild Evrópu. Þar af leiðandi er þetta
tap sérstaklega sárt,“ sagði Alfreð
Gíslason, þjálfari Gummersbach,
eftir leikinn en þrjú efstu lið deild-
arinnar í Þýskalandi komast í Meist-
aradeildina.
„Við erum ekki með nægilega
stóran hóp til að fylla skarð Daniel
Narcisse. Við þörfnumst hans sár-
lega,“ bætti Alfreð við.
Volker Zerbe, þjálfari Lemgo,
sagði að liðið mætti ekkert gefa eftir
á lokasprettinum. „Við verðum að ná
í Evrópukeppnina. Við megum því
ekkert gefa eftir,“ sagði Zerbe.
dagur@dv.is
ÚRsLiT heLgARinnAR
DHL-DeiLD karLa
Düsseldorf - Wilhelmsh. XX-XX
- Gylfi Gylfason.....
gummersbach - lemgo 29-32
- Guðjón Valur Sigurðsson var
markahæstur í liði Gummersbach með
ellefu mörk. Róbert Gunnarsson og
Sverre Jakobsson komust ekki á blað.
- Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö
mörk fyrir Lemgo og Logi Geirsson eitt.
göppingen - melsungen 29-30
nordhorn - Wetzlar 33-27
Staðan
Lið L U J T M S
1 Kiel 26 22 2 2 961:742 46
2 Hamburg 26 21 2 3 850:718 44
3 Magdeb. 27 20 2 5 866:750 42
4 Gummers. 28 20 2 6 975:866 42
5 Nordhorn 26 19 2 5 804:721 40
6 Flensburg 26 19 1 6 857:751 39
7 Lemgo 28 19 1 8 892:818 39
8 Kronau/Ö. 27 15 2 10 784:754 32
9 Göpping. 27 14 1 12 801:793 29
10 Grossw. 26 12 2 12 700:715 26
11 Wilhelms. 26 9 1 16 747:797 19
12 Dusseld. 26 7 0 19 674:795 14
13 Minden 27 7 1 19 663:783 15
14 Ballingen 26 6 2 18 681:770 14
15 Melsung. 27 7 0 20 736:831 12
16 Wetzlar 27 5 1 21 703:855 11
17 Lubbecke 27 4 0 23 763:868 18 Hildesh. 25 2 0 23 660:780 Sárt tap
Alfreð gíslason sagði að tapið í gær hafi verið mjög sárt.
Lemgo vann
gummersbach
markahæstur
guðjón Valur var markahæstur í liði
gummersbach með ellefu mörk þrátt
fyrir að spila í stöðu leikstjórnanda
lengst um í leiknum.
jöfnunarmarkið Kim
Andersson er hér við það að
tryggja Kiel jafnteflið.